Margir úrslitaleikir fram undan
Margir úrslitaleikir móta verða leiknir á næstu dögum. Á fimmtudag, uppstigningardag, fer fram úrslitaleikur A-deildar Deildarbikars karla í Egilshöll þar sem mætast Þróttur R. og KR. Úrslitaleikur A-deildar kvenna fer fram degi síðar þegar KR og Valur mætast á Stjörnuvelli. Á laugardag fer síðan fram úrslitaleikur B-deildar Deildarbikars karla milli Leiknis R. og Fjölnis á Leiknisvelli, auk þess sem keppni lýkur í B- og C-deildum Deildarbikars kvenna og riðlakeppni C-deildar karla. Úrslitaleikur C-deildar karla fer fram annan föstudag. |