Mótin hefjast í byrjun næstu viku
Keppni í Landsbankadeildum og VISA-bikar hefjast í byrjun næstu viku, ásamt keppni í 1. og 2. deild karla og er eftirvæntingin mikil, enda allt útlit fyrir enn eitt spennandi knattspyrnusumarið. Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild karla á mánudag og einn á þriðjudag. Í Landsbankadeild kvenna fer einn leikur fram á mánudag og fjórir á þriðjudag. Fyrsta umferð VISA-bikars karla hefst á þriðjudag með tveimur leikjum. Allir á völlinn!