
Yfir 100 félagaskipti á síðustu dögum
Að venju var mikið um félagaskipti síðustu dagana áður en Íslandsmótið hófst. Félög keppast við að styrkja lið sín á lokasprettinum fyrir mót og leikmenn leita nýra tækifæra með nýjum liðum.
Alls voru 102 félagaskipti skráð dagana 10. - 17. maí og óhætt að segja að mikið hafi verið að gera í félagaskiptamálum á skrifstofu KSÍ. Félagaskipti má skoða á mótavefnum, undir Félagaskipti í valmyndinni vinstra megin.