The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230180159/http://www.ksi.is/mot/2005/06

Mótamál

Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 8. umferð - 30.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Edda Garðarsdóttir valin leikmaður umferða 1-7 - 30.6.2005

Í hádeginu á fimmtudag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna. Edda Garðarsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna og Úlfar Hinriksson besti þjálfarinn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik ÍA og ÍBV í Landsbankadeild kvenna breytt - 30.6.2005

Leiktíma viðureignar ÍA og ÍBV í Landsbankadeild kvenna næstkomandi þriðjudag hefur verið breytt.  Leikurinn hefur verið færður fram um tvær klukkustundir. Lesa meira
 
Egill Már Markússon

Egill Már dæmir í Intertoto-keppninni á laugardag - 30.6.2005

Egill Már Markússon verður dómari í viðureign belgíska liðsins AA Gent og Zlín frá Tékklandi í Intertoto-keppninni næstkomandi laugardag.  Aðstoðardómarar í leiknum verða þeir Einar Sigurðsson og Sigurður Óli Þórleifsson. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tveimur leikjum breytt vegna þátttöku FH í Evrópukeppni - 29.6.2005

Tveimur leikjum í Landsbankadeild karla hefur verið breytt vegna þátttöku FH í forkeppni Meistaradeildar UEFA, leikjum FH gegn Keflavík og ÍBV. Lesa meira
 
Íslandsmeistarar Vals 1956

Sögulegar upplýsingar um íslenska knattspyrnu - 29.6.2005

Hvaða leikmaður var markahæstur í 2. deild karla 1993?  Hvaða leikmaður kvenna var valinn bestur árið 1996?  Hvernig fóru leikirnir á Íslandsmótinu 1918?  Svörin við þessum spurningum er að finna hér á ksi.is.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna - 28.6.2005

Eins og undanfarin tvö ár munu KSÍ og Landsbankinn veita sérstakar viðurkenningar fyrir ákveðin tímabil í Landsbankadeildum karla og kvenna.  Viðurkenningar fyrir umferðir 1-7 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar á fimmtudag.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma KR - ÍA í Landsbankadeild karla breytt - 28.6.2005

Leiktíma viðureignar KR og ÍA í Landsbankadeild karla 7. júlí næstkomandi hefur verið breytt þar sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Stjörnunnar og ÍBV breytt vegna ófærðar - 27.6.2005

Vega ófærðar hefur leik Stjörnunnar og ÍBV í Landsbankadeild kvenna verið breytt.  Leikurinn átti að fara fram í kvöld, mánudagskvöld, en hefur nú verið settur á þriðjudagskvöld á Stjörnuvelli. Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmdi Intertoto-leik í Póllandi - 27.6.2005

Jóhannes Valgeirsson var dómari í síðari viðureign pólska liðsins Lech Poznan og Karvan frá Aserbaidsjan í 1. umferð Intertoto-keppninnar síðastliðinn laugardag.  Aðstoðardómarar voru þeir Ingvar Guðfinnsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson.

Lesa meira
 
Eyjólfur Magnús Kristinsson

Dæmdi sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla - 27.6.2005

Eyjólfur Magnús Kristinsson dæmdi fyrsta leik sinn í Landsbankadeild karla á sunnudagskvöld - leik Fram og Keflavíkur.  Eyjólfur Magnús er verkfræðingur að menntun og starfi, er 28 ára að aldri og er félagi í FH.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna breytt - 27.6.2005

Leik FH og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur verið breytt vegna vallarmála.  Leikurinn átti að fara fram þriðjudaginn 5. júlí, en hefur verið settur á mánudaginn 4. júlí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Skagamenn úr leik í Intertoto-keppninni - 26.6.2005

Skagamenn eru úr leik í Intertoto-keppninni eftir 0-4 tap á heimavelli gegn finnska liðinu Inter Turku, en þetta var síðari leikur liðanna í 1. umferð.  Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Lesa meira
 
UEFA

Góðir möguleikar í Evrópumótum félagsliða - 24.6.2005

Öll íslensku liðin sem leika í Evrópumótum í ár eiga góða möguleika á að komast áfram.  Skagamenn leika gegn Inter Turku á sunnudag, FH-ingar leika gegn liði frá Aserbaidsjan, Keflvíkingar fara til Luxemborgar og Eyjamenn til Færeyja.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót 2005 - 24.6.2005

Riðlakeppni Polla- og Hnátumóta KSÍ fer fram í júlí og eru riðlarnir leiknir víðs vegar um landið.  Úrslitakeppni fer fram dagana 20. og 21. ágúst.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma breytt vegna beinnar útsendingar - 24.6.2005

Leiktíma viðureignar nágrannaliðanna Keflavíkur og Grindavíkur í Landsbankadeild karla fimmtudaginn 30. júní næstkomandi hefur verið breytt þar sem Sýn verður með beina sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Lesa meira
 
Leikur án fordóma

Fordómalausir dagar FIFA og KSÍ - 24.6.2005

Um þessar mundir fagnar knattspyrnuhreyfingin Fordómalausum dögum í 4. sinn.  Allir leikir sem fram fara á Íslandi þessa daga eru tileinkaðir baráttunni gegn fordómum.  Knattspyrnuáhugafólk um land allt er hvatt til að segja NEI við fordómum af öllu tagi.

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Dregið í UEFA bikarnum - 24.6.2005

Í hádeginu var dregið í 1. umferð forkeppni UEFA bikarsins þar sem ÍBV og Keflavík taka þátt. Eyjamenn fara til Færeyja en Keflvíkingar til Lúxemborgar. Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með og Vodafone í 7. umferð - 24.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH til Aserbaídsjan - 24.6.2005

Í morgun var dregið í tvær fyrstu umferðir forkeppni Meistardeildar Evrópu. Íslandsmeistarar FH drógust á móti PFC Neftchi frá Aserbaídsjan í fyrstu umferð og verður fyrri leikurinn ytra en sá síðari í Kaplakrika 20. júlí. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Síðari leikur ÍA gegn Inter Turku á sunnudag - 24.6.2005

ÍA mætir finnska liðinu Inter Turku á sunnudag í síðari viðureign liðanna í Intertoto-keppninni.  Leikurinn fer fram á Akranesvelli og hefst kl. 16:00.  Markalaust jafntefli varð í fyrri leik liðanna, þannig að von er á hörkuleik. 

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leiktíma breytt vegna beinnar útsendingar - 23.6.2005

Leiktíma viðureignar Vals og KR í Landsbankadeild karla mánudaginn 27. júní næstkomandi hefur verið breytt þar sem Sýn verður með beina sjónvarpsútsendingu frá leiknum. Lesa meira
 

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari Afríku úrskurðaður í tveggja mánaða leikbann - 22.6.2005

Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 20. júní síðastliðinn að úrskurða Mostafa Marinó Anbari, þjálfara Afríku, í tveggja mánaða leikbann.  Lið Afríku tefldi fram leikmanni í VISA-bikarnum sem ekki var skráður á leikskýrslu.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Góð aðsókn að fyrstu 6 umferðunum - 22.6.2005

Góð aðsókn hefur verið að leikjum í fyrstu 6 umferðum Landsbankadeildar karla og er meðaltalið 1.197 manns.  Um er að ræða umtalsverða aukningu frá því í fyrra, en eftir fyrstu 6 umferðirnar þá var meðaltal áhorfenda 978.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tryggvi kjörinn besti leikmaður umferða 1-6 - 22.6.2005

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH og markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla, hefur verið kjörinn besti leikmaður umferða 1-6 í deildinni.  Willum Þór Þórsson var kjörinn besti þjálfari umferðanna og Kristinn Jakobsson besti dómarinn. Lesa meira
 
Izudin Daði Dervic, Haukum, og Willum Þór Þórsson, Val

Margir spennandi leikir í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla - 21.6.2005

Útlit er fyrir marga spennandi leiki í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla, en dregið var á Hótel Loftleiðum í hádeginu í dag, þriðjudag.  Aðeins er um einn slag Landsbankadeildarliða að ræða - Grindavík tekur á móti Fylki.

Lesa meira
 
Edda Garðarsdóttir, Breiðabliki, og Björg Ásta Þórðardóttir, Keflavík - Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum

Stórleikur í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna - 21.6.2005

Stórleikur verður í 8-liða úrslitum VISA-bikars kvenna þegar VISA-bikarmeistarar ÍBV taka á móti Íslandsmeisturum Vals.  Dregið var í 8-liða úrslitin á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Tryggvi Guðmundsson efstur í vali á Manni leiksins - 21.6.2005

Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, er efstur í SMS-kosningu á Manni leiksins að loknum fyrstu 6 umferðunum í Landsbankadeild karla.  Tryggvi hefur verið valinn Maður leiksins í fjórum leikjum FH í deildinni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í VISA-bikarnum í dag - 21.6.2005

Dregið verður í 16-liða úrslit VISA-bikars karla og 8-liða úrslit kvenna á Hótel Loftleiðum í dag, þriðjudag, kl. 12:00.  32-liða úrslitum VISA-bikars karla lauk í gærkvöldi með sex leikjum.

Lesa meira
 
Hart barist í leik Fjarðabyggðar og Fram

Tíu lið komin í 16-liða úrslit VISA-bikars karla - 20.6.2005

Á sunnudag fóru fram níu leikir í 32-liða úrslitum VISA-bikars karla og hafa því 10 lið nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, en einn leikur fór fram 7. júní.  Sex leikir fara fram í kvöld, mánudagskvöld.  Fylgst verður með gangi mála á Rás 2.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 6. umferð - 20.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í Landsbankadeild karla - 20.6.2005

Eins og undanfarin tvö ár verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir ákveðin tímabil í Landsbankadeildum karla og kvenna.  Viðurkenningar fyrir umferðir 1-6 í karladeildinni verða veittar á miðvikudag, en á miðvikudagskvöld verður sýndur sérstakur þáttur á Sýn um þessar umferðir.

Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

Markalaust jafntefli hjá ÍA gegn Inter Turku í Intertoto - 19.6.2005

ÍA og finnska liðið Inter Turku gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Intertoto-keppninnar í Finnlandi í dag, sunnudag.  Síðari leikur liðanna fer fram á Akranesvelli sunnudaginn 26. júní næstkomandi.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Hlutgengi leikmanna í VISA-bikarnum - 18.6.2005

Vegna fjölda fyrirspurna vill skrifstofa KSÍ koma því á framfæri að leikmanni sem leikur með félagi A í VISA-bikarnum og hefur síðan félagaskipti í félag B er heimilt að leika með nýja félaginu í bikarkeppninni.   Ekkert í reglugerðum KSÍ bannar slíkt.

Lesa meira
 

Að mörgu að hyggja varðandi leiki í mótum yngri flokka - 17.6.2005

Á Íslandsmótum yngri flokka karla og kvenna er að mörgu að hyggja. Af því tilefni er rétt að rifja upp ýmis atriði sem þarf að hafa í huga, s.s. skráningu úrslita með sms-skeyti eða í gegnum ksi.is.  Bent er á að félögum ber skylda til að skrá úrslit og leikskýrslur í gagnagrunn KSÍ. Lesa meira
 
Intertoto-keppnin

ÍA leikur í Intertoto-keppninni á sunnudag - 17.6.2005

ÍA leikur fyrri leik sinn í 1. umferð Intertoto-keppninnar gegn finnska liðinu Inter Turku á sunnudag, en liðin mætast á Veritas leikvanginum í Turku.  Liðið sem hefur betur í leikjunum tveimur mætir liði frá Króatíu eða Albaníu í 2. umferð.

Lesa meira
 
www.fifa.com

Breytingar á 11. grein knattspyrnulaganna - 16.6.2005

Í vor voru gerðar ákveðnar breytingar á 11. grein knattspyrnulaganna, en sú grein fjallar um rangstöðu.  Skilgreint var betur hvað telst að taka virkan þátt í leiknum.  Þessar breytingar tóku gildi hér á landi við upphaf Íslandsmótsins.
Lesa meira
 
VISA-bikarinn

32-liða úrslit VISA-bikars karla á sunnudag og mánudag - 16.6.2005

Næstkomandi sunnudag og mánudag fara fram 32-liða úrslit VISA-bikars karla og er leikið víðs vegar um landið.  Rás 2 verður með útvarpssendingu þar sem fylgst verður með gangi mála í öllum leikjunum.

Lesa meira
 
Og Vodafone

Maður leiksins með Og Vodafone - 5. umferð - 13.6.2005

Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildar karla eiga þess kost að velja Mann leiksins með SMS-kosningu á meðan á leik stendur.  Þátttaka gerir áhorfendum mögulegt að vinna til veglegra verðlauna og styðja við bakið á sínu félagi.

Í 5. umferð hlutu eftirfarandi leikmenn kosningu sem bestu menn leikjanna:

Lesa meira
 

Menntun knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004 - 10.6.2005

Þrír nemar í íþróttafræðum við Kennaraháskóla Íslands hafa nýlega lokið við B.S. ritgerð sína um menntun allra knattspyrnuþjálfara á Íslandi sumarið 2004.  Þremenningarnir unnu þetta verkefni í samstarfi við KSÍ og er ritgerðin aðgengileg á skrifstofu KSÍ fyrir þá sem hafa áhuga.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

2. umferð VISA-bikars kvenna - 9.6.2005

Föstudaginn 10. júní fer fram 2. umferð VISA-bikars kvenna.  Ljóst er að hart verður barist því útlit er fyrir spennandi leiki.  Rás 2 verður með útvarpssendingu þetta kvöld þar sem fylgst verður með gangi mála í leikjunum fimm. Allir leikirnir hefjast kl. 20:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þjálfari ÍA ávíttur - 9.6.2005

Aganefnd KSÍ hefur borist greinargerð frá framkvæmdastjóra sambandsins vegna ummæla Ólafs Þórðarsonar, þjálfara ÍA, eftir leik Vals og ÍA í Landsbankadeild karla sem fram fór 23. maí síðastliðinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnusnillingar framtíðarinnar

Polla- og Hnátumót 2005 - 8.6.2005

Riðlakeppni í Polla- og Hnátumótum KSÍ fer fram frá 4. - 22. júlí næstkomandi.  Leikið er víðs vegar um landið og hefur umsjónarfélag verið skipað með hverjum riðli fyrir sig. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Skagamenn í 16-liða úrslit VISA-bikars karla - 8.6.2005

Lið ÍA tryggði sæti sitt í 16-liða úrslitum VISA-bikars karla með því að leggja 3. deildarlið Gróttu í 32-liða úrslitum á Seltjarnarnesi á þriðjudagskvöld.  Lokatölur leiksins voru 1-2 og veittu liðsmenn Gróttu Landsbankadeildarliðinu harða keppni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfestir leikbann Nóa Björnssonar - 8.6.2005

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti á þriðjudag leikbann Nóa Björnssonar, þjálfara Leifturs/Dalvíkur. Áfrýjunardómstóllinn staðfesti þar með úrskurð stjórnar KSÍ frá 14. apríl. Lesa meira
 
Landsliðskonur framtíðarinnar taka þátt í Knattspyrnuskóla KSÍ

Knattspyrnuskóli kvenna 2005 - 8.6.2005

Knattspyrnuskóli kvenna fer fram um næstu helgi að Laugarvatni. Erna Þorleifsdóttir, landsliðsþjálfari U17, kvenna hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 1991. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Leik Keflavíkur og ÍBV frestað til laugardags - 7.6.2005

Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur verið breytt öðru sinni vegna ófærðar.  Leikurinn átti upprunalega að fara fram á mánudag og var settur á í kvöld, þriðjudagskvöld, en þar sem enn er ófært hefur leikurinn verið færður á laugardaginn 18. júní. Lesa meira
 
fotboltasumarid2005

Fótboltasumarið 2005 - 7.6.2005

Tímaritið Fótboltasumarið er komið út í þriðja sinn.  Í tímaritinu eru kynnt liðin í öllum landsdeildum Íslandsmótsins 2005 og þar er einnig að finna yfir 500 ljósmyndir.  Fótboltasumrinu 2005 er m.a. dreift frítt í öllum útibúum Landsbanka Íslands.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan