The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140625131035/http://www.ksi.is/

ksi.is

Borgunarbikar karla - Víkingar á Vestfirði

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Bikarmeistarar Fram fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn en leikir 8 liða úrslita fara fram dagana 6. og 7. júlí.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

U17 landslið kvenna

24.6.2014 Landslið : U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

24.6.2014 Mótamál : Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna frestað til miðvikudags

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram í dag, þriðjudag, hefur verið frestað til miðvikudags. Þá hefur leik Þróttar og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna verið flýtt um einn dag og fer hann fram á föstudag. Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

24.6.2014 Fræðsla : Balkan - Ísland á föstudag

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

23.6.2014 Mótamál : Evrópudeild UEFA - FH mætir Glenavon frá Norður Írlandi

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk félög í pottinum.  FH fær Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferð.  Fram mætir JK Nõmme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor frá Wales. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

23.6.2014 Mótamál : KR mætir Celtic í Meistaradeild UEFA

Íslandsmeistarar KR drógust gegn Celtic frá Skotlandi í Meistaradeild UEFA en dregið var rétt í þessu í höfuðstöðvum UEFA.  Fyrri leikurinn fer fram í Glasgow 15. eða 16. júlí en sá síðari fer fram viku síðar hér heima.

Lesa meira
 
Merki Styrkleikalista FIFA kvenna

20.6.2014 Landslið : Styrkleikalisti FIFA kvenna - Ísland niður um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið er í sautjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.  Íslenska liðið fer niður um eitt sæti frá síðata lista en Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sæti og Þjóðverjar koma þar á eftir. Lesa meira
 
HM kvenna 2015 í Kanada

19.6.2014 Landslið : A kvenna - Öruggur sigur í Laugardalnum

Íslenska kvennalandsliðið vann öruggan sigur í kvöld á Möltu með fimm mörkum gegn engu en leikurinn var í undankeppni fyrir HM í Kanada og fór fram á Laugardalsvelli.  Yfirburðir íslenska liðsins voru miklir frá upphafi til enda en forystan var þrjú mörk þegar flautað var til leikhlés.  Ísland er í öðru sæti riðilsins með 13 stig. Lesa meira
 

18.6.2014 Landslið : U16 karla - Úrtaksæfing fer fram sunnudaginn 29. júní

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið hóp fyrir úrtaksæfingu sem fram fer sunnudaginn 29. júní á Framvelli.  Freyr velur 30 leikmenn fyrir þessa æfingu en þetta er hluti af undirbúningi fyrir þátttöku Íslands á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í ágúst.

Lesa meira
 










Pistlar

Geir Þorsteinsson

Velkomin til leiks

Næstu 5 mánuði fara fram mörg þúsund leikir í flestum ef ekki öllum sveitarfélögum landsins á vegum KSÍ þar sem um 20 þúsund iðkendur reyna með sér í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ. Slíkt krefst skipulags og undirbúnings sem staðið hefur í allan vetur. Þetta er grunnurinn í starfsemi KSÍ og besti vitnisburðurinn um öflugt uppbyggingarstarf aðildarfélaga KSÍ.

Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar




Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-001