The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140704051202/http://www.ksi.is/fraedsla

Fræðsla

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014 - 3.7.2014

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí - 2.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður í Reykjavík miðvikudaginn 9.júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir stelpur og stráka frá reykvískum félögum.  Æfingarnar verða á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal. Lesa meira
 

Vel heppnaður vináttuleikur Balkan-Ísland - 1.7.2014

Síðastliðinn föstudag fór fram vináttuleikur á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu, þar sem mættust leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur.  Allur ágóði af miðasölunni rennur beint til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga Lesa meira
 

Ertu góð vítaskytta? - 25.6.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður KSÍ félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30.

Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag - 24.6.2014

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði - 20.6.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 verður á Hornafirði, mánudaginn 23. júní.  Þorlákur verður með æfingar fyrir 4. flokk drengja frá 12:00 - 13:30 og svo fyrir 4. flokk stúlkna frá 16:30 - 18:00.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja – Laugarvatn 16. – 20. júní 2014 - 10.6.2014

Knattspyrnuskóli karla 2014 fer fram að Laugarvatni 16. - 20. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má sjá dagskrá og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. – 13. júní 2014 - 3.6.2014

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má finna upplýsingar um skólann ásamt dagskrá vikunnar og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Vesturlandi 3. júní - 30.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Borganesi þriðjudaginn 3.júní.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi.  Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurlandi 28. maí - 26.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Selfossi miðvikudaginn 28. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurlandi.  Æfingar verða á Selfossvelli.

Lesa meira
 

Fjallað um íslenska kvennaknattspyrnu á UEFA Study Group - 23.5.2014

Í vikunni fór fram UEFA fræðsluviðburður á Íslandi sem nefnist UEFA Study Group og er tilgangur verkefnisins að bjóða aðildarlöndum upp á tækifæri til að læra hvert af öðru, deila sínu vinnulagi og sínum hugmyndum með öðrum.  Viðburðurinn náði yfir þrjá daga og var mikil ánægja með framkvæmdina alla á meðal þátttakenda.

Lesa meira
 
Flóð á Balkanskaganum

Flóð á Balkanskaga - Leggjum söfnun Rauða krossins lið - 22.5.2014

Fyrir alla leiki í Pepsi-deild karla í kvöld mun iðkandi frá félagi heimaliðs ganga inn á völlinn með liðunum merktur Rauða krossinum.  Á Balkanskaga hafa mikil flóð verið að undanförnu og vegna sérstakra tengsla íslenskrar knattspyrnu við knattspyrnumenn frá Balkanskaga vilja félögin sýna þeim stuðning í verki með því að leggja söfnun Rauða krossins vegna flóðanna lið.

Lesa meira
 
Ldv_2011_Atburdir-145

Prúðmennskuverðlaun KSÍ og Borgunar fyrir opin mót 2014 - 21.5.2014

Minnt er á að þau félög sem halda opin mót í sumar fyrir yngri flokka geta pantað prúðmennskuverðlaun hjá KSÍ.  Hægt er að fá verðlaunaskjöld fyrir hvern aldursflokk sem er merktur KSÍ og Borgun - "Knattspyrna - leikur án fordóma".

Lesa meira
 
Yngstu iðkendurnir eru skemmtilegastir!

Frá ráðstefnu um fjölgun iðkenda í kvennaknattspyrnu - 20.5.2014

Í byrjun maí stóð KSÍ fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um mögulegar leiðir til að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum.  Ýmis áhugaverð erindi voru flutt og er hægt að horfa á þau öll með því að smella hér að neðan.

Lesa meira
 
Fellavöllur í Fellabæ var vígður 11. janúar 2008

Hæfileikamótun KSÍ í Fljótsdalshéraði 24. maí - 20.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður í Fljótsdalshéraði laugardaginn 24. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Austurlandi.  Æfingarnar verða á Fellavelli.

Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi 23. maí - 19.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Akureyri föstudaginn 23. maí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á KA-velli.

Lesa meira
 
Grindavíkurvöllur

Hæfileikamótun KSÍ á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí - 9.5.2014

Hæfileikamótun KSÍ verður á Suðurnesjum þriðjudaginn 13. maí. Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með fund og æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Suðurnesjum. Æfingar verða á Grindavíkurvelli en fundur verður haldinn í Hópsskóla. Lesa meira
 
Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun á Ísafirði 30. apríl og 1. maí - 30.4.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar verður á Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið  verður hann með fund með forráðamönnum BÍ/Bolungarvíkur og á fimmtudag verða æfingar með iðkendum 4.flokks drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics

KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics - 22.4.2014

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Lesa meira
 

Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing - 22.4.2014

Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010