The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140704072302/http://www.ksi.is/frettir

Fréttir

2000px-Nanjing_Youth_Olympics_2014_svg

U15 karla - Hópurinn sem fer á Ólympíuleika ungmenna í Kína - 3.7.2014

Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið 18 leikmenn sem taka munu þátt í knattspyrnukeppni Ólympíuleika ungmenna dagana 15. - 29. ágúst. Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína. Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Bikarúrslitaráðstefna laugardaginn 16. ágúst 2014 - 3.7.2014

Í tengslum við úrslitaleikinn í Borgunarbikarkeppni karla mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 16. ágúst kl. 16:00. Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og er öllum opin en hún fer fram í Laugardalnum.
Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á leikjum kvöldsins - 3.7.2014

Eins og kunnugt er leika þrjú íslensk félög heimaleiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. FH, Fram og Stjarnan verða öll í eldlínunni á sínum heimavöllum kl. 19:15.  Alls eru 18 dómarar og eftirlitsmenn á vegum UEFA á þessum leikjum. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Íslensku félögin öll á heimavelli í kvöld - 3.7.2014

Þrjú íslensk félög verða í eldlinunni í kvöld þegar þau leika fyrri leiki sína í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. Félögin leika öll fyrri leikina á sínum heimavelli og eru því þrír Evrópuleikir á höfuðborgarsvæðinu í kvöld sem hefjast allir kl. 19:15. Lesa meira
 
Þorvaldur Árnason

Þorvaldur dæmir í San Marínó - 2.7.2014

Þorvaldur Árnason mun dæma leik Folgore frá San Marínó gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikið verður í Serravalle í San Marínó, fimmtudaginn 3. júlí.  Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson og varadómari verður Ívar Orri Kristjánsson. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Reykjavík miðvikudaginn 9. júlí - 2.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður í Reykjavík miðvikudaginn 9.júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar fyrir stelpur og stráka frá reykvískum félögum.  Æfingarnar verða á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal. Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson

Fyrirmyndir barnanna - 2.7.2014

Yngstu iðkendurnir, börnin, eru framtíð íþróttarinnar okkar.  Við verðum að sýna börnunum okkar að þau gildi sem við metum mikils í knattspyrnu – agi, virðing, samstaða, liðsheild og háttvísi eiga líka við í hinu daglega lífi í okkar samfélagi. 

Lesa meira
 

Vel heppnaður vináttuleikur Balkan-Ísland - 1.7.2014

Síðastliðinn föstudag fór fram vináttuleikur á vegum Rauða kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu, þar sem mættust leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur.  Allur ágóði af miðasölunni rennur beint til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga Lesa meira
 
Stjarnan

Handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á Evrópuleik Stjörnunnar - 1.7.2014

Þeir handhafar KSÍ-skírteina sem ætla á leik Stjörnunnar og Bangor frá Wales í forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag þurfa að sækja miða til félagsins í dag, þriðjudag, milli kl. 12:00 og 18:00. 

Lesa meira
 
U17-karla-Slovakia

U17 karla - 33 leikmenn boðaðir á úrtaksæfingar 11. og 12. júlí - 30.6.2014

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 33 leikmenn fyrir úrtaksæfingar sem fram fara á grasvellinum við Kórinn dagana 11. og 12. júlí.  Listi yfir þá leikmenn sem valdir hafa verið má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Bikarmeistararnir fá Íslandsmeistarana í heimsókn - 30.6.2014

Bikarmeistarar Breiðabliks taka á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna en þetta varð ljóst þegar dregið var hádeginu í dag.  Í hinum undanúrslitaleiknum tekur Fylkir á móti Selfossi og því ljóst að nýtt félag mun leika til úrslita í ár því hvorugt þessara félaga hefur komist í úrslitaleikinn áður.

Lesa meira
 

Borgunarbikar kvenna - Dregið í undanúrslitin í dag - 30.6.2014

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna og fer athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fjögur félög eru eftir í pottinum og koma þau öll úr Pepsi-deildinni, Breiðablik, Fylkir, Selfoss og Stjarnan.  Blikar eru núverandi handhafar þessa titils og hafa því möguleika á því að verja titilinn. Lesa meira
 

Fylkir-Fram færður aftur um einn dag - 30.6.2014

Breyting hefur verið gerð á viðureign Fylkis og Fram í Pepsi-deild karla.  Leikurinn var upphaflega settur á sunnudaginn 13. júlí, en hefur nú verið færður aftur um einn dag, til mánudagsins 14. júlí.

Lesa meira
 

Leikið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna um helgina - 26.6.2014

Um helgina fara fram 8-liða úrslit í Borgunarbikar kvenna.  Tveir leikir eru á föstudag, Þróttur-Stjarnan og Fylkir-KR, og tveir á laugardag, Valur-Breiðablik og Selfoss-ÍBV.  Dregið verður í undanúrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu á mánudag.

Lesa meira
 

Ertu góð vítaskytta? - 25.6.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður KSÍ félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30.

Lesa meira
 
U17 landslið kvenna

U17 kvenna - Hópurinn fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð - 24.6.2014

Úlfar Hinriksson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur á Opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð dagana 4. - 9. júlí. Ísland er í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna frestað til miðvikudags - 24.6.2014

Leik ÍBV og FH í Pepsi-deild kvenna, sem fara átti fram í dag, þriðjudag, hefur verið frestað til miðvikudags. Þá hefur leik Þróttar og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna verið flýtt um einn dag og fer hann fram á föstudag. Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag - 24.6.2014

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 

Evrópudeild UEFA - FH mætir Glenavon frá Norður Írlandi - 23.6.2014

Dregið hefur verið í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk félög í pottinum.  FH fær Glenavon frá Norður Írlandi í fyrstu umferð.  Fram mætir JK Nõmme Kalju frá Eistlandi og Stjarnan mætir Bangor frá Wales. 

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Dregið í undankeppni Evrópudeildar UEFA í dag - 23.6.2014

Dregið verður í undankeppni Evrópudeildar UEFA síðar í dag en þar eru þrjú íslensk félög í pottinum, Fram, Stjarnan og FH.  Hægt er að fylgjast með drættinum í í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 



Fréttir








2011Forsidumyndir2011-010