The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140704052717/http://www.ksi.is/fraedsla/nr/11913
Fræðsla
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag

Vináttuleikur til styrktar fórnarlömbum flóða hamfara á Balkanskaga

24.6.2014

Rauði kross Íslands í samstarfi við átakið Hjálpum Serbíu efnir til vináttuleiks til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Í leiknum, sem fram fer á Samsung-velli Stjörnunnar í Garðabæ á föstudag kl. 18:30, mætast leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur sem margar hverjar hafa einmitt mætt þeim á vellinum í gegnum tíðina.  Athyglisverður leikur og án efa hin besta skemmtun. 

Í gegnum árin hafa margir leikmenn komið af Balkanskaganum og leikið með íslenskum félagsliðum.  Þeirra framlag til íslenskrar knattspyrnu er ómetanlegt.

KSÍ hefur aðstoðað skipuleggjendur með hagnýta þætti og hvetur fólk til að mæta á leikinn og leggja góðu málefni lið.  Allur ágóðinn af miðasölu rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Miðasala á leikinn á midi.is

Balkan vs Ísland











2011Forsidumyndir2011-001