The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821014538/http://www.ksi.is/fraedsla/2011/10

Fræðsla

Þjálfari að störfum

KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri 11. - 13. nóvember - 31.10.2011

Helgina 11. - 13. nóvember er fyrirhugað að halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Akureyri.  Unnið er að dagskrá námskeiðsins og verður hún auglýst um leið og kostur gefst.
Lesa meira
 
bolti_i_marki

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" aftur af stað - 31.10.2011

Verkefnið "Fótbolti fyrir alla" fer aftur stað sunnudaginn 13. nóvember.  Æfingar hefjast klukkan 11:30 og verða í stóra salnum í Ásgarði í Garðabæ.  Æfingarnar eru ætlaðar öllum börnum sem geta ekki nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf vegna fötlunar eða þroskafrávika og er markmiðið að allir njóti boltans með sínu lagi.

Lesa meira
 
John Peacock, fyrrum yfirmaður knattspyrnuakademíu Derby County, mun kenna á KSÍ VI í Lilleshall

Þjálfun eftir leikstöðum - Dick Bate og John Peacock - 31.10.2011

Helgina 4.-6. nóvember heldur KSÍ endurmenntunarnámskeið fyrir KSÍ A/UEFA A gráðu þjálfa. Námskeiðið ber yfirskriftina "Þjálfun eftir leikstöðum" og er kennsla alfarið í höndum þeirra Dick Bate og John Peacock. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 2. flokk karla - 17.10.2011

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 2. flokk karla starfsárið 2011-2012.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu.

Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ II þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 18.-20. nóvember. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig tímanlega.  Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er kr. 15.000,

Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ II þjálfaranámskeið í október - 11.10.2011

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 21.-23. október og tvö helgina 28.-30. október.  Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 35 laus pláss helgina 21.-23. október og 70 laus pláss helgina 28.-30. október. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Þjálfarastyrkir ÍSÍ 2011 - 5.10.2011

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir árið 2011.  Styrkirnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa sótt eða munu sækja námskeið eða aðra menntun erlendis á árinu 2011.  Umsóknir verða að berast á sérstöku eyðublaði sem finna má á isi.is og sendist á ÍSÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, merkt "þjálfarastyrkir". 

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001