The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821075116/http://www.ksi.is/fraedsla/2014/04

Fræðsla

Gervigrasvöllurinn á Ísafirði, Torfnesvöllur

Hæfileikamótun á Ísafirði 30. apríl og 1. maí - 30.4.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar verður á Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á miðvikudagskvöldið  verður hann með fund með forráðamönnum BÍ/Bolungarvíkur og á fimmtudag verða æfingar með iðkendum 4.flokks drengja og stúlkna. Lesa meira
 
Guðlaugur Gunnarsson tekur við viðurkenningur fyrir samstarf við Special Olympics

KSÍ fær viðurkenningu fyrir samstarf við Special Olympics - 22.4.2014

Knattspyrnusamband Íslands hlaut á dögunum viðurkenningu frá Evrópusamtökum Special Olympics fyrir farsælt samstarf við Special Olympics á Íslandi.  Það var Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, sem veitti viðurkenningunni móttöku. Lesa meira
 

Súpufundur um höfuðhögg og heilahristing - 22.4.2014

Mánudaginn 28. apríl klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er höfuðhögg - heilahristingur. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Reynir Björnsson læknir en hann er formaður heilbrigðisnefndar KSÍ. Lesa meira
 
Þjálfari að störfum

KSÍ B próf - 30. apríl - 16.4.2014

Miðvikudaginn 30. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt (engar undantekningar eru gerðar). Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Ráðstefna um fjölda iðkenda í yngstu flokkum kvenna - 15.4.2014

Laugardaginn 3. maí mun KSÍ standa fyrir ráðstefnu sem haldin verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Ráðstefnan er frá kl. 11.00 - 14.00 og er hún öllum opin.  Markmið ráðstefnunnar er að gefa aðildarfélögum KSÍ hugmyndir um hvernig hægt sé að fjölga iðkendum í yngstu kvennaflokkunum. Lesa meira
 
Fundur um málefni stuðningsmanna

Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna - 11.4.2014

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 

Lesa meira
 
ÍSÍ - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Starfsskýrsluskil til ÍSÍ 15. apríl - 8.4.2014

Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ rennur frestur til að skila starfsskýrslum til ÍSÍ út 15. apríl næstkomandi.  Skýrslunum skal skila í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.  Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ÍSÍ. Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Hæfileikamótun KSÍ í Boganum á Akureyri 16. apríl - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir Norðurland verður í Boganum á Akureyri miðvikudaginn 16. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 
Fífan

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið 14. og 15. apríl - Uppfært - 7.4.2014

Hæfileikamótun KSÍ fyrir höfuðborgarsvæðið verður í Fífunni í Kópavogi mánudaginn 14. apríl og þriðjudaginn 15. apríl og eru þetta æfingar fyrir krakka í 4.flokki.  Hér að neðan má nánari upplýsingar, nöfn leikmanna og tímasetningar.

Lesa meira
 

Málefni stuðningsmanna rædd á fundi 10. apríl - 4.4.2014

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010