The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821015828/http://www.ksi.is/fraedsla/2014/06

Fræðsla

Ertu góð vítaskytta? - 25.6.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum býður KSÍ félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30.

Lesa meira
 
Balkan vs Ísland

Balkan - Ísland á föstudag - 24.6.2014

Á föstudag mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ leikmenn af Balkanskaganum sem hafa leikið með íslenskum félagsliðum og íslenskar kempur í vináttuleik til styrktar fórnarlömbum flóða á Balkanskaga.  Allur ágóðinn rennur óskipt til hjálparstarfs á hamfarasvæðum í gegnum Rauða kross Íslands.

Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Hornafirði - 20.6.2014

Þorlákur Árnason yfirmaður Hæfileikamótunar KSÍ og N1 verður á Hornafirði, mánudaginn 23. júní.  Þorlákur verður með æfingar fyrir 4. flokk drengja frá 12:00 - 13:30 og svo fyrir 4. flokk stúlkna frá 16:30 - 18:00.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli drengja – Laugarvatn 16. – 20. júní 2014 - 10.6.2014

Knattspyrnuskóli karla 2014 fer fram að Laugarvatni 16. - 20. júní næstkomandi. Freyr Sverrisson, þjálfari U16 karla hefur umsjón með skólanum og eru leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má sjá dagskrá og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 

Knattspyrnuskóli stúlkna á Laugarvatni 9. – 13. júní 2014 - 3.6.2014

Knattspyrnuskóli stúlkna fer fram í næstu viku að Laugarvatni. Leikmenn í skólanum í ár fæddir 2000.  Hér að neðan má finna upplýsingar um skólann ásamt dagskrá vikunnar og lista yfir þátttakendur.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010