The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821005913/http://www.ksi.is/fraedsla/2013/12

Fræðsla

Fylkir

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir 4. flokk karla - 16.12.2013

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 4. flokk karla sem getur hafið störf strax. Viðkomandi þarf vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis, Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða með því að hringja í síma 571-5604.

Lesa meira
 
Nordic Football Coaches Conference

Glæsileg ráðstefna um unglingaþjálfun - Lækkað verð - 11.12.2013

KÞÍ í samvinnu við knattspyrnuþjálfarafélög á Norðurlöndum kynna glæsilega ráðstefnu um unglingaþjálfun.  Ráðstefnan er haldin í nýjum höfuðstöðvum enska knattspyrnusambandsins í St George´s Park.  Ráðstefnan er metin sem UEFA-B endurmenntun. Við getum nú boðið meðlimum okkar lækkað verð á ráðstefnuna. Verð 950 evrur í tvíbýli og 1200 evrur í einbýli á Hilton hótelinu sem er á svæðinu

Lesa meira
 
Arnar Bill Gunnarsson

Arnar Bill Gunnarsson ráðinn fræðslustjóri KSÍ - 10.12.2013

Arnar Bill Gunnarsson hefur verið ráðinn fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands og tekur við af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þann 1. febrúar næstkomandi.  Arnar Bill hefur starfað síðustu ár hjá Breiðabliki, fyrst sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla svo sem yfirþjálfari yngri flokka en hefur síðasta ár verið aðalþjálfari 2. og 3. flokks karla.

Lesa meira
 
Allir sem einn - Áfram sjálfboðaliðar!

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans er 5. desember - 5.12.2013

Fimmtudaginn 5. desember 2013 er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.  Af því tilefni kynnir ÍSÍ sjálfboðaliðavefinn Allir sem einn sem tekinn var í notkun á síðasta íþróttaþingi. Meðlimir knattspyrnufjölskyldunnar eru hvattir til að kynna sér vefinn og skrá sína sjálfboðaliðavinnu þar. Lesa meira
 
Aðildarfélag á vef KSÍ

Símanúmer og tölvupóstföng hjá aðildarfélögum KSÍ - 4.12.2013

Hér á vefnum er hægt að leita upplýsinga um öll aðildarfélög innan KSÍ.  Mikilvægt er að þessar upplýsingar séu sem nákvæmastar og er þeim tilmælum beint til forsvarsmanna félaganna að fara yfir upplýsingar tengdar sínu félagi og láta vita ef þær eru ekki réttar. Lesa meira
 
Magni_Mohr

Líkamsþjálfun knattspyrnumanna með Magna Mohr - 4.12.2013

Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og í Hveragerði. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa.  Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010