
Borgunarbikar karla - Víkingar á Vestfirði
Dregið var í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag
Í dag var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Bikarmeistarar Fram fá Keflvíkinga í heimsókn í Laugardalinn en leikir 8 liða úrslita fara fram dagana 6. og 7. júlí.
Leikirnir í 8 liða úrslitum eru:
- BÍ/Bolungarvík - Víkingur R.
- Breiðablik - KR
- Þróttur R. - ÍBV
- Fram - Keflavík