The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726190213/http://www.ksi.is:80/mot/2006/02

Mótamál

Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik RM á fimmtudag - 28.2.2006

Fram og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts meistaraflokks karla næstkomandi fimmtudag kl. 19:00 í Egilshöll. Miðaverð fyrir 17 ára og eldri er kr. 500, en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Lesa meira
 
Alltaf í boltanum með KSÍ

Alltaf í boltanum með KSÍ - 27.2.2006

KSÍ hefur kynnt og undirritað nýja samninga við sjö fyrirtæki undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Aldrei fyrr hefur Knattspyrnusambandið gert jafn verðmæta samninga við íslenskt atvinnulíf.

Lesa meira
 
Þór

Þórsarar Norðurlandsmeistarar - 27.2.2006

Þórsarar eru Norðurlandsmeistarar Powerade 2006, þar sem Fjarðabyggð tókst ekki að leggja Völsunga í lokaleik mótsins á sunnudag.  Fjarðabyggð hefði þurft að vinna leikinn með tveimur mörkum til að tryggja sér sigur í mótinu. Lesa meira
 
Alltaf í boltanum

Kynningarfundur á Hótel Nordica á mánudag - 26.2.2006

KSÍ hefur boðað til kynningarfundar á mánudag þar sem undirritaðir verða nýir samningar á milli KSÍ og sjö fyrirtækja undir yfirskriftinni Alltaf í boltanum með KSÍ.  Sérstakur heiðursgestur verður Michel Platini.

Lesa meira
 
KR

KR Reykjavíkurmeistari kvenna 2006 - 24.2.2006

KR tryggði sér sigur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks kvenna á fimmtudagskvöld með því að leggja Val í hörkuleik í Egilshöll, 2-1.  Valsstúlkum hefði dugað jafntefli í leiknum til að hampa Reykjavíkurmeistaratitlinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

RM yngri flokka af stað um helgina - 24.2.2006

Reykjavíkurmót yngri flokka hefjast um helgina með leikjum í 2. flokki karla.  Keppni í 2. flokki kvenna hefst í byrjun mars og síðan fara aðrir flokkar af stað hver á fætur öðrum.  Yngstu flokkarnir eru leiknir í hraðmótum í vor. Lesa meira
 
Reynisdrangar

Vík í Mýrdal - góður kostur fyrir knattspyrnumenn - 22.2.2006

Vík í Mýrdal býður knattspyrnuliðum að koma í æfingabúðir frá 25. apríl.  Í Vík er frábær aðstaða til æfinga og keppni og aðeins um tveggja klukkustunda akstur er frá Reykjavík. Lesa meira
 
Breiðablik

Blikastúlkur Faxaflóameistarar 2006 - 22.2.2006

Breiðablik tryggði sér á þriðjudagskvöld sigur í Faxaflóamóti meistaraflokks kvenna með því að leggja Stjörnuna með einu marki gegn engu á Stjörnuvelli í Garðabæ.  Blikastúlkur unnu Faxaflóamótið einnig á síðasta ári. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Breytingar á staðalsamningi KSÍ - 21.2.2006

Á ársþingi KSÍ 11. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á staðalsamningi KSÍ (staðalformi leikmannasamninga).  Allir samningar leikmanna sem gerðir eru frá og með 11. febrúar þurfa því að vera á nýju eyðublaði. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda og bikarkeppni 2006 - 20.2.2006

Drög að niðurröðun landsdeilda (Landsbankadeild karla, 1. deild karla, 2. deild karla og Landsbankadeild kvenna), og VISA-bikars karla og kvenna hafa nú verið birt hér á vefnum, auk leikja í Meistarakeppni karla og kvenna.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Niðurröðun í RM yngri flokka 2006 staðfest - 20.2.2006

Leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka hefur verið staðfest og má sjá hér á vefnum.  Af gefnu tilefni skal tekið fram að með öllu er óheimilt að færa til leiki án samþykkis mótanefndar.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Átta félög unnu Íslandsmeistaratitla - 20.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fór fram um helgina og unnu átta félög Íslandsmeistaratitla, en keppt er í átta flokkum - Fram, KR, Selfoss, GRV, ÍA, FH, Víkingur R. og Valur. Lesa meira
 
Ragnar Margeirsson í landsleik 1987

Minningarmót um Ragnar Margeirsson - 17.2.2006

Laugardaginn 18. febrúar verður þriðja Ragnars-mótið í Reykjaneshöllinni, en mótið er haldið til minningar um Ragnar Margeirsson, einn fremsta knattspyrnumann Keflavíkur. 

Lesa meira
 
UEFA-bikarinn

Miðar á úrslitaleik UEFA-bikarsins 2006 - 16.2.2006

Mánudaginn 20. febrúar verður opnað fyrir umsóknir um miða á úrslitaleik UEFA-bikarsins.  Hægt verður að sækja um miða í gegnum uefa.com og lokað verður fyrir umsóknir 20. mars. 

Lesa meira
 
Fífan

Deildarbikarinn 2006 hefst um helgina - 15.2.2006

Deildarbikarkeppni karla 2006 hefst um næstu helgi og er opnunarleikurinn viðureign KA og ÍA í Boganum á Akureyri á föstudagskvöld.  Leikið verður í Boganum, Egilshöll í Reykjavík og Fífunni í Kópavogi.  Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun Faxaflóamóts 2006 - 15.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá þau hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikina og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Á Futsal ráðstefnu UEFA í Madrid - 13.2.2006

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ og Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ sækja í vikunni ráðstefnu UEFA um Futsal í Madrid á Spáni.  Á ársþingi KSÍ var samþykkt að skoða hvort taka eigi upp Futsal hér á landi. Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

Úrslitakeppni yngri flokka innanhúss 2006 - 13.2.2006

Úrslitakeppni Íslandsmóts yngri flokka innanhúss fer fram um næstu helgi.  Leikið verður í Laugardalshöll, í Austurbergi í Breiðholti, á Akranesi, að Varmá í Mosfellsbæ, í Fylkishöll í Árbæ og í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Þórsarar með góða stöðu í Powerade mótinu - 13.2.2006

Þórsarar eru með góða stöðu í efsta sæti Norðurlandsmóts Powerade, enFjarðabyggð á þó möguleika á að komast upp fyrir Þór, en til þess þarf liðið að sigra í síðustu tveimur leikjum sínum í mótinu.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Fram og Víkingur leika til úrslita í Rvk.mótinu - 13.2.2006

Fram og Víkingur leika til úrslita í Reykjavíkurmóti mfl. karla, en riðlakeppninni lauk um helgina og þessi tvö lið sigruðu í sínu riðlum.  Úrslitaleikur mótsins fer fram í Egilshöll fimmtudaginn 2. mars kl. 19:00. Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Keflavík og KA hlutu Drago-stytturnar - 11.2.2006

Liðum Keflavíkur og KA voru afhentar Drago-stytturnar svokölluðu fyrir árið 2005 á ársþingi KSÍ á Hótel Loftleiðum.  Keflavík hlaut styttuna fyrir prúðan leik í Landsbankadeild karla, en KA í 1. deild karla. Lesa meira
 
Fulltrúi Breiðabliks tekur við kvennabikarnum

Breiðablik hlaut kvennabikarinn 2005 - 11.2.2006

Breiðablik hlaut kvennabikarinn fyrir árið 2005 og var hann afhentur á ársþingi KSÍ.  Árni Bragason úr stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks tók við bikarnum fyrir hönd félagsins úr hendi formanns KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Drög að niðurröðun landsdeilda 2006 birt 20. febrúar - 11.2.2006

Niðurröðun landsdeilda stendur yfir um þessar mundir og verða fyrstu drög birt mánudaginn 20. febrúar.  Fylgist með hér á ksi.is ...

Lesa meira
 
Reynir Sandgerði - 3. deildarmeistari 2005

Riðlaskipting 3. deildar karla 2006 ákveðin - 10.2.2006

Stjórn KSÍ hefur ákveðið fyrirkomulag 3. deildar karla fyrir keppnistímabilið 2006, en alls taka 30 lið þátt í deildinni í ár.  Fyrst fer fram svæðisbundin riðlakeppni og síðan hefðbundin útsláttarkeppni.

Lesa meira
 
Tekist á um knöttinn

Utanferðir yngri flokka 2006 - 9.2.2006

Vinna við niðurröðun Íslandsmóta yngri flokka karla og kvenna 2006 stendur nú yfir. Mótadeild KSÍ óskar eftir upplýsingum um allar utanferðir félaga í sumar, sem geta haft áhrif á niðurröðun móta.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Drög að niðurröðun RM yngri flokka 2006 - 8.2.2006

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti yngri flokka liggja nú fyrir og má sjá hér á vefnum.  Mikilvægt er að farið sé vandlega yfir leikjaniðurröðun og athugasemdum komið á framfæri ef einhverjar eru.

Lesa meira
 
Dómari lætur knöttinn falla

Unglingadómaranámskeið hefst 17. febrúar - 7.2.2006

Fyrsta unglingadómaranámskeið ársins hefst 17. febrúar. Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá send verkefni með tölvupósti, en námskeiðinu lýkur síðan með prófi laugardaginn 11. mars. 

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Héraðsmót í fullum gangi - 6.2.2006

Héraðsmót meistaraflokka eru nú í fullum gangi.  Riðlakeppni Reykjavíkurmóts karla lýkur um næstu helgi, Stjarnan og Breiðablik eru með fullt hús í Faxaflóamóti kvenna og Þórsarar hafa forystu í Powerade-mótinu.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

11.000 miðar í boði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar - 6.2.2006

Hægt að sækja um miða á úrslitaleik Meistaradeildar UEFA til og með 24. febrúar næstkomandi.  Alls eru 11.000 miðar í boði á leikinn sem fer fram á Stade de France í París 17. maí.  Lesa meira
 
UEFA

Ísland í 25. sæti á háttvísilista UEFA - 1.2.2006

Ísland er sem stendur í 25. sæti á háttvísilista UEFA með einkunnina 7,875, en einkunnin er byggð á þátttöku íslenskra félagsliða og landsliða í keppnum á vegum UEFA.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010