The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726190542/http://www.ksi.is:80/mot/2012/04

Mótamál

Knattspyrna á Íslandi

Bikarkeppni KSÍ hefst 1. maí - 30.4.2012

Þó svo að margir marki upphaf knattspyrnusumarsins við upphaf Pepsi-deildarinnar eða Meistarakeppni KSÍ er fyrsti leikur þessa sumar-keppnistímabils leikur í bikarkeppni KSÍ. Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tekur á móti Hömrunum á Hvammstangavelli þann 1. maí.

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P5580

Félagaskiptaglugginn lokar þriðjudaginn 15. maí - 30.4.2012

Þriðjudaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta. Félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokks- eða samningsbundna leikmenn aftur fyrr en 15. júlí, nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum.

Lesa meira
 
Laugardalsvollur-1

Meistarakeppni karla á Laugardalsvelli 1. maí - 30.4.2012

KR og FH mætast í Meistarakeppni KSÍ þriðjudaginn 1. maí kl. 19:15 og fer þessi árlegi leikur nú fram á Laugardalsvelli í fyrsta skipti í mörg ár.  Valsmenn hafa oftast fagnað sigri í Meistarakeppni KSÍ, eða 9 sinnum. KR-ingar hafa unnið þrjá sigra og FH-ingar fjóra.

Lesa meira
 
FH

FH vann sigur í B-deild Lengjubikars kvenna - 30.4.2012

FH fagnaði um liðna helgi sigri í B-deild Lengjubikars kvenna. Ekki er leikið til úrslita í B-deildinni, heldur er um að ræða fimm liða riðil. Tryggði FH sér efsta sætið með 5-1 sigri á KR í lokaumferðinni í leik sem fram fór að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Breiðablik og Valur leika til úrslita - 30.4.2012

Það verða Breiðablik og Valur sem leika til úrslita í A-deild Lengjubikars kvenna í ár eftir sigra á andstæðingum sínum í undanúrslitum síðasta föstudag. Úrslitaleikurinn fer fram í Kórnum á miðvikudag og hefst kl. 19:00.

Lesa meira
 
KR

KR-ingar Lengjubikarmeistarar karla 2012 - 30.4.2012

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar karla árið 2012 eftir 1-0 sigur á Frömurum í úrslitaleik A-deildar í Kórnum í Kópavogi á laugardag. Eina mark leiksins kom á 57. mínútu og var þar að verki Þorsteinn Már Ragnarsson.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2012

Handbók leikja 2012 komin út - 30.4.2012

Handbók leikja 2012 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ. Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti, eyðublöð og fleira. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn - Dregur til tíðinda í neðri deildunum - 27.4.2012

Um helgina fara línur að skýrast í neðri deildum Lengjubikars karla og kvenna og meðal annars ráðst úrslitin í B deild kvenna. Ekki er um eiginlegan úrslitaleik að ræða í þeirri deild en FH og KR mætast á sunnudaginn og berjast þessi félög um sigur B deildinni.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar A deild kvenna - Undanúrslitin fara fram í kvöld - 27.4.2012

Í kvöld, föstudaginn 27. apríl, verður leikið í undanúrslitum A deildar Lengjubikars kvenna en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram miðvikudaginn 2. maí. Breiðablik og Fylkir mætast í Fífunni kl. 18:00 og Valur og Stjarnan hefja leik í Egilshöllinni kl. 19:00.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla á laugardaginn - 27.4.2012

Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla, laugardaginn 28. apríl. Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 16:00. KR hefur unnið þennan titil í fjögur skipti en Fram hefur aldrei unnið þenna titil.

Lesa meira
 
Frá undirritun samningsins - Mynd af visir.is (Vilhelm)

Umfangsmikill samningur um Pepsi-deildirnar 2012 - 25.4.2012

KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag, miðvikudag, umfangsmikinn samning um Pepsi-deildir karla og kvenna í knattspyrnu.  Umfjöllun í opinni dagskrá verður stóraukin, Pepsi-mörkin í opinni dagskrá og beinar útsendingar frá Pepsi-deild kvenna.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Fram og KR mætast í úrslitum A deildar - 24.4.2012

Nú er ljóst að Reykjavíkurfélögin Fram og KR mætast í úrslitum A deildar Lengjubikars karla. Fram lagði Stjörnuna í undanúrslitum, 2 - 1, eftir framlengingu og KR lagði Breiðablik 2 - 0. Úrslitaleikurinn fer laugardaginn 28. apríl kl. 16:00 og verður leikinn í Kórnum. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - Undanúrslit A deildar karla á mánudaginn - 20.4.2012

Nú er ljóst hvaða félög mætast í undanúrslitum A deildar Lengjubikars karla en keppni í 8 liða úrslitum lauk í gær. Undanúrslitaleikirnir fara fram mánudaginn 23. apríl og verða leiknir á Framvellinum í Úlfársárdal annarsvegar og á KR vellinum hinsvegar. Úrslitaleikurinn fer svo fram í Kórnum, laugardaginn 28. apríl. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2010 - Úrslitaleikur FH og KR

Staðfest niðurröðun í landsdeildum og bikarkeppni 2012 - 20.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í landsdeildum karla og kvenna sem og bikarkeppni karla og kvenna fyrir árið 2012. Mikilvægt er að félögin sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til þess að forðast misskilning.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Fantasydeildin.is - 20.4.2012

Fantasydeildin

er draumaliðsleikur fyrir allt það knattspyrnuáhugafólk sem hefur áhuga á Pepsi-deild karla. Leikurinn er í anda draumaliðsleiksins fyrir ensku úrvalsdeildina.  Hefurðu eitthvað vit á þessu? Sannaðu það ...

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Sumardagurinn fyrsti - Grasleikur á Hellu - 18.4.2012

Landsmenn fagna sumarkomu, samkvæmt dagatali, á morgun fimmtudaginn 19. apríl. Það er líka vel við hæfi að leikið verður á grasi í Lengjubikarnum þennan dag en þá mætast HK og KFR á iðagrænum Helluvelli. Leikurinn er í B deild Lengjubikars karla og hefst kl. 18:00.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Stjarnan tekur sæti Víkings í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla - 18.4.2012

Komið hefur í ljós að Víkingur R lék með ólöglegan leikmann í leik liðsins í Lengjubikar karla gegn Stjörnunni 11. apríl sl. Af þeim sökum hefur úrslitum leiksins verið breytt Stjörnunni í vil 3 - 0.  Mótanefnd KSÍ hefur því ákveðið að Stjarnan taki sæti ÍA í úrslitakeppni Lengjubikars karla, en áður hafði verið ákveðið að Víkingur R tæki það sæti.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Víkingur R. í stað ÍA í Lengjubikar karla - 16.4.2012

Mótanefnd KSÍ hefur ákveðið að Víkingur R. taki sæti ÍA í 8 liða úrslitum Lengjubikars karla. ÍA hafði með góðum fyrirvara ákveðið að fara í æfingaferð 14. - 22. apríl og hafði gert KSÍ viðvart um það. Það reyndist þó ekki unnt að gera breytingar á úrslitakeppninni þannig að ÍA gæti tekið þátt og dró ÍA því lið sitt úr keppni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn – A deild karla úrslitakeppni - 16.4.2012

Hér að neðan má sjá niðurröðun leikja í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla. Einn leikur í 8 liða úrslitum fer fram miðvikudaginn 18. apríl og hinir þrír verða fimmtudaginn 19. apríl. Undanúrslitin fara fram mánudaginn 23. apríl og úrslitaleikurinn verður leikinn í Kórnum, laugardaginn 28. apríl.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Eitt laust sæti í 3. deild karla í sumar - 11.4.2012

Vængir Júpiters og Skallagrímur hafa hætt þátttöku í 3. deild karla og Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki.  Eitt sæti er því laust í A riðli 3. deildar karla.  Félög sem hafa áhuga á að taka sæti þeirra er bent á að hafa samband við KSÍ.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001