The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726185650/http://www.ksi.is:80/mot/2010/05

Mótamál

Snjallir erlendir leikmenn

Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi 1. júní á Íslandi - 31.5.2010

Á fundum Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda(IFAB) sem haldnir voru í mars og maí voru samþykktar breytingar á knattspyrnulögunum. Breytingarnar gilda fyrir alla knattspyrnuleiki er fram fara á Íslandi og taka gildi á morgun, 1. júní.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Meðalsókn 1.405 manns eftir fjórar umferðir í Pepsi-deild karla - 26.5.2010

Aðsókn að leikjum í fyrstu fjórum umferðum Pepsi-deildar karla hefur verið mjög góð og hafa að meðaltali 1.405 áhorfendur sótt leikina 24, alls 33.711 manns.  Meðalaðsókn að leikjum í 4. umferð var nákvæmlega sú sama og í 1. umferð, eða 1.422 að meðaltali. 

Lesa meira
 
Þjálfarar Hauka og Fjölnis sem mætast í 32 liða úrslitum.  Andri Marteinsson til hægri og Ásmundur Arnarson

Bikarmeistararnir taka á móti Íslandsmeisturunum í 32 liða úrslitum - 21.5.2010

Í dag var dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ hádeginu.  Félögin í Pepsi-deildinni koma nú inn í keppnina og bætast við félögin 20 sem komust í gegnum fyrstu tvær umferðirnar. Það eru svo sannarlega athygliverðir leikir á dagskránni en meðal annars taka bikarmeistarar Breiðabliks á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla - Sýnt í beinni útsendingu - 20.5.2010

Föstudaginn 21. maí, verður dregið í 32. liða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir fyrstu tvær umferðirnar standa eftir 20 félög og við þau bætast nú Pepsi-deildar liðin tólf. Sýnt verður frá drættinum í beinni útsendingu hér á síðunni og hefst útsending kl. 12:00

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fólk flykkist á Pepsi-deildina - 18.5.2010

Aðsókn á leiki Pepsi-deildar karla hefur verið með besta móti það sem af er mótinu en 1.515 áhorfendur hafa mætt að meðaltali á leikina tólf sem leiknir hafa verið.  Alls mættu 9.645 áhorfendur á leiki annarrar umferðar sem lauk í gærkvöldi.  Lesa meira
 
Leikskrá Grindavíkur 2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur komin út - 17.5.2010

Leikskrá knattspyrnudeildar Grindavíkur er komin út, glæsilegri en nokkru sinni fyrr, eða alls 48 blaðsíður. Leikskránni hefur verið dreift í öll hús í Grindavík og verður jafnframt dreift á öllum heimaleikjum Grindavíkurliðanna í Pepsideild karla og kvenna.
Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Margir skiptu um félög í lok félagaskiptagluggans - 17.5.2010

Síðastliðinn laugardag var síðasti dagur félagaskipta og þurftu félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Eins og alltaf var mikið um að vera og voru afgreidd 190 félagskipti síðustu tvo daga félagskiptagluggans Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Visa bikar karla - 2. umferð hefst í kvöld - 17.5.2010

Í kvöld hefst keppni í annarri umferð VISA bikars karla en þá mætast í Boganum á Akureyri, norðanliðin KA og Draupnir.  Þetta er eini leikur kvöldins en á morgun og miðvikudaginn fara hinir leikirnir fram.  Þá hófst keppni í VISA bikar kvenna um helgina.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Heimaleikjum ÍBV og Vals víxlað - 15.5.2010

Vegna öskufalls í Vestamannaeyjum hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að víxla heimaleikjum ÍBV og Vals í Pepsi-deild karla.  Leikur þessara félaga átti að fara fram í dag, laugardag, í Vestmannaeyjum en verður þess í stað á Vodafonevellinum, mánudaginn 17. maí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

HK - Þróttur í beinni útsendingu hér á síðunni - 14.5.2010

Í kvöld, föstudagskvöld,  halda áfram tilraunútsendingar SportTV frá 1. deild karla en hægt er að horfa á leikinn hér á síðunni.  Á dagskránni í kvöld verður leikur HK og Þróttar og hefst leikurinn kl. 20:00 en útsending hefst um 10 mínútum fyrr.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Fyrsta umferðin í Pepsi-deild kvenna á fimmtudag - 12.5.2010

Pepsi-deild kvenna hefur göngu sína á fimmtudag, uppstigningardag og er þá heil umferð á dagskránni.  Fjórir leikirnir hefjast kl. 14:00 en síðasti leikur umferðarinnar fer fram kl. 16:00 í Grindavík þar sem heimastúlkur taka á móti Þór/KA.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Góð aðsókn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla - 12.5.2010

Aðsóknin á fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla var mjög góð, sú næst besta undanfarin tíu keppnistímabil.  Alls mættu 8.529 áhorfendur á leiki fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla eða 1.422 að meðaltali.

Lesa meira
 
Fótboltablaðið 2010

Fótboltablaðið 2010 er komið út - 11.5.2010

Fótboltablaðið 2010 er glæsilegt 74 síðna blað sem fjallar um Pepsi-deild karla og kvenna sem og 1. deild karla. Mikið af flottu myndefni.  Blaðinu er dreift frítt á leikvöllum liða í Pepsi-deildinni sem og 1.deildinni.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Beinar útsendingar frá 1. deild karla - 10.5.2010

Nú í kvöld hefjast tilraunaútsendingar SportTV frá 1. deild karla í knattspyrnu en sýndur verður í beinni útsendingu leikur Víkings og Fjarðabyggðar.  Hægt verður að horfa á þessar útsendingar hér á heimasíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Fyrsti leikurinn í kvöld - 10.5.2010

Boltinn byrjaði að rúlla um helgina en þá var leikið í fyrstu umferð VISA bikarkeppninnar sem og keppni hófst í 1. deild karla.  Í kvöld er svo komið að Pepsi-deild karla en þá mæta Íslandsmeistarar FH á Vodafonevöllinn og leika gegn heimamönnum í Val.  Leikurinn hefst kl. 19:15.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Staðfest niðurröðun í mótum sumarsins 2010 - 10.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í yngri aldursflokkum og í eldri flokki karla. Þar með hafa nánast allir leikir sumarsins verið staðfestir. Eftir er að gefa út niðurröðun leikja í Polla- og Hnátumóti KSÍ (6. flokkur) og setja inn nokkrar úrslitakeppnir í 7 manna bolta.

Lesa meira
 
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni kvenna - 8.5.2010

Breiðablik tryggði sér sigur í Meistarakeppni kvenna þegar þær lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Leikið var í Kórnum og lauk leiknum með 4 - 0 sigri Vals eftir að að hafa leitt með einu marki þegar flautað var til leikhlés. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Boltinn byrjaður að rúlla - Fjölmargir leikir um helgina - 7.5.2010

Keppni í VISA bikarnum hófst í gær þegar að Víkingur Ólafsvík lagði Létti að velli.  Áfram verður leikið í fyrstu umferð keppninnar í kvöld og lýkur svo umferðinni um helgina.  Þá er leikið til úrslita í B deild karla og C deild kvenna í Lengjubikarnum.  Þá hefst 1. deild karla á sunnudaginn og verður leikin heil umferð.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Ólaf Þórðarson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Ólaf Þórðarson, þjálfara karlaliðs Fylkis, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna - Viðtal við Bjarna Jóhannsson - 7.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deildanna var haldinn í gær í Háskólabíói þar sem m.a. birt var spá forráðamanna í Pepsi-deildunum um gengi liðanna í sumar.  Hér má sjá viðtal við Bjarna Jóhannsson, þjálfara karlaliðs Stjörnunnar, sem tekið var á fundinum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni kvenna - Valur mætir Breiðabliki í Kórnum - 6.5.2010

Valur og Breiðablik mætast á morgun, föstudaginn 7. maí, í Meistarakeppni kvenna og fer leikurinn fram kl. 20:00 í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta árs en Valur vann tvöfalt í fyrra og mætir því liðinu sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar, Breiðabliki. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Val og KR spáð sigri í Pepsi-deildunum - 6.5.2010

Á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói í dag voru kynntar spár forráðamanna liðanna í deildunum.  Spárnar hljóðuðu upp á  að Íslandsmeistarar Vals verji titil sinn í Pepsi-deild kvenna en KR er spáð titlinum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna í dag - 6.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói í dag, fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar laugardaginn 15. maí - 5.5.2010

Laugardaginn 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. 

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Leikmaður í banni - Fær þitt félag ekki örugglega tölvupóst? - 5.5.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga-og úrskurðarmál eru úrskurðir Aga-og úrskurðarnefndar sendir með tölvupósti til aðilarfélaga.  Áríðandi er að öll aðildarfélög KSÍ athugi að rétt tölvupóstföng séu skráð hjá sambandinu vegna úrskurða Aga-og úrskurðarnefndar. 

Lesa meira
 
Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Óúttekin leikbönn í meistaraflokki 2010 - 5.5.2010

Á hverju vori fær skrifstofa KSÍ ótalmargar fyrirspurnir um óúttekin leikbönn frá síðustu leiktíð. Ævinlega er félögum bent á að þeim hafi verið tilkynnt um leikbönn með tölvupósti og það sé á þeirra ábyrgð að gæta þess að leikmenn sem eigi eftir að taka út leikbönn geri svo eða sbr. starfsreglur Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ:

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum - 5.5.2010

Keppni í VISA bikar karla hefst á fimmtudaginn þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast á ÍR vellinum.  Fyrstu umferðinni lýkur svo um helgina en önnur umferðin hefst 17. maí.  Vert er að vekja athygli félaga á því að það eru leyfðar þrjár innáskiptingar í VISA bikarnum, aðeins í 3. deild karla og 1. deild kvenna eru leyfðar 5 innáskiptingar.

Lesa meira
 
FH

FH tryggði sér sigur í Meistarakeppni KSÍ - 5.5.2010

FH vann sigur í Meistarakeppni KSÍ með því að leggja Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur leiksins urðu 1 - 0 Hafnfirðingum í vil eftir að staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja Kórsins í leikhléi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Heimaleikjum víxlað hjá Breiðablik og Keflavík - 4.5.2010

Vegna vallaraðstæðna í Reykjanesbæ hefur heimaleikjum Breiðabliks og Keflavíkur í Pepsi-deild karla verið víxlað. Eftirfarandi leikir breytast því:

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarar mætast í Kórnum í kvöld - 4.5.2010

Í kvöld kl. 19:00 verður leikið í Meistarakeppni karla í Kórnum en þá mætast FH og Breiðablik.  Þetta er lokahnykkurinn á undirbúningi liðanna fyrir Pepsi-deildina sem hefst eftir rétta viku.  Íslandsmeistarar FH eru núverandi handhafar titilsins en Blikar hafa ekki áður unnið þennan titil.

Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Niðurröðun staðfest í 1. deild kvenna og 3. deild karla fyrir 2010 - 4.5.2010

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun í 1. deild kvenna og 3. deild karla og hefur niðurröðunin verið birt hér á heimasíðu KSÍ.  Mikilvægt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikarinn hefst á fimmtudaginn - Ertu skráður í rétt félag? - 3.5.2010

Næstkomandi fimmtudag hefst keppni í VISA bikar karla þegar að Léttir og Víkingur Ólafsvík mætast.  Tveir leikir eru svo á föstudag og fyrsta umferðin klárast svo um helgina.  Nokkur ný félög eru skráð til leiks í bikarkeppninni og er vert að minna á að leikmenn þurfa að vera skráðir í viðkomandi félag.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna - Valur vann í fjórða skiptið - 3.5.2010

Það voru Valsstúlkur sem tryggðu sér sigur í A deild Lengjubikars kvenna þegar þær lögðu Fylki að velli í úrslitaleik.   Lokatölur urðu 2 - 0 Val í vil og er þetta í fjórða skiptið sem Valur hampar þessum titli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Kynningarfundur Pepsi-deildanna 2010 á fimmtudag - 3.5.2010

Kynningarfundur Pepsi-deilda karla og kvenna fer fram í Háskólabíói á fimmtudag og hefst kl. 16:00.  Á fundinn mæta fulltrúar liðanna í deildunum tveimur (þjálfarar, fyrirliðar, og aðrir).  Meðal efnis á fundinum er að sjálfsögðu hin sívinsæla spá um lokastöðu liða.

Lesa meira
 
Handbók leikja 2010

Handbók leikja 2010 komin út - 3.5.2010

Handbók leikja 2010 er komin út, en hún inniheldur ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir aðildarfélög KSÍ.  Í Handbók leikja eru ábendingar og tilmæli til félaga um framkvæmd leikja, yfirlit yfir reglur og kröfur sem gerðar eru varðandi hina ýmsu þætti.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar karla - KR meistari í A deild - 2.5.2010

Það var KR sem tryggði sér sigur í Lengjubikarnum, A deild karla, þegar þeir lögðu Breiðablik í úrslitaleik.  Lokatölur urðu 2 - 1 Vesturbæingum í vil en þeir leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til leikhlés.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-001