The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726185655/http://www.ksi.is:80/mot/2010/06

Mótamál

Pepsi-deildin

Pepsi-deild karla - Breyting á leik Hauka og Fylkis - 30.6.2010

Vegna þátttöku Fylkis í Evrópudeild UEFA hefur neðangreindur leikur verið færður aftur um einn dag.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir og KR í eldlínunni í Evrópudeildinni - 30.6.2010

Fylkir og KR verða bæði í eldlínunni á morgun, fimmtudaginn 1. júlí, þegar þau leika í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA.  Fylkir leikur á útivelli gegn Torpedo Zhodino frá Hvíta Rússlandi og hefst leikurinn kl. 15:30 að íslenskum tíma.  KR leika hinsvegar á heimavelli sínum gegn Glentoran frá Norður Írlandi og hefst sá leikur kl. 19:15.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Leikdagar í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 29.6.2010

Búið er að ákveða leikdaga í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikur FH og KA hefur verið færður framar vegna þátttöku FH í Meistaradeild Evrópu.  Sá leikur fer fram fimmtudaginn 1. júlí kl. 18:00 en aðrir leikir umferðarinnar eru mánudaginn 12. júlí kl. 19:15.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Steinþór Freyr Þorsteinsson bestur á fyrsta þriðjungi - 28.6.2010

Stöð 2 sport kynnti á sunnudagskvöld hverjir hlytu viðurkenningar fyrir fyrsta þriðjunginn í Pepsi-deild karla.  Besti leikmaður fyrsta þriðjungs var Steinþór Freyr Þorsteinsson, besti þjálfarinn Heimir Hallgrímsson og bestu stuðningsmennirnir stuðningsmannafélag Selfyssinga. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Viðtal við Katrínu Jónsdóttur - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna en þar hafa Valsstúlkur titil að verja.  Þær eiga erfiðan leik fyrir höndum þar sem þær halda upp í Árbæ og leika þar við Fylki.  Það var Dagur Sveinn Dagbjartsson sem ræddi við fyrirliða bikarmeistaranna, Katrínu Jónsdóttur, eftir að dregið hafði verið í dag.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Haukar fara til Eyja - 28.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og var dregið í höfuðstöðvum KSÍ.  Eitt lið úr 1. deild er ennþá í keppninni, ÍBV og drógust þær heima gegn Haukum.  Núverandi handhafar titilsins, Valur, fara í Árbæinn.

Hér má sjá viðtal við Nönnu Rut Jónsdóttur, markvörð ÍBV, sem tekið var eftir að dregið hafði verið.

Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Áttu mynd? - Myndir úr leikjum félaga óskast - 28.6.2010

Vefstjórn ksi.is leitar hér með eftir aðstoð aðildarfélaga KSÍ og annarra aðila.  Okkur vantar myndir úr leikjum og af æfingum félagsliða til notkunar með fréttum og öðru efni á heimasíðu okkar. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 28.6.2010

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Leikið var í 16 liða úrslitum um helgina og er því ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda í hádeginu.  Það eru sjö félög úr Pepsi-deildinni og eitt félag í 1. deild kvenna sem eru í drættinum að þessu sinni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Reykjavíkurslagir í 8 liða úrslitum - 25.6.2010

Í dag var dregið í 8 liða úrslitum VISA bikars karla og fór drátturinn fram í höfðuðstöðvum KSÍ.  Reykjavíkurfélögin fjögur sem voru í skálinni góðu drógust saman og Stjörnumenn halda áfram ferðalagi sínu um landið, heimsækja Ólafsvíkinga.  Loks heimsæktja KA menn Íslandsmeistara FH í Kaplakrika.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - Leikið í 16 liða úrslitum um helgina - 25.6.2010

Leikið verður í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna um helgina og hefjast þau með tveimur leikjum í kvöld.  Það verður svo á mánudaginn sem dregið verður í 8 liða úrslit VISA bikars kvenna og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í hádeginu - 25.6.2010

Í hádeginu í dag verður dregið í 8 líða úrslitum VISA bikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Eftir leikir gærkvöldsins er ljóst hvaða átta félög verða í skálinni og ríkir mikil eftirvænting eftir því að sjá hvaða viðureignir verða á dagskránni. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit klárast í kvöld - 24.6.2010

Fimm félög hafa tryggt sér þátttökurétt í 8 liða úrslitum VISA bikars karla en leikir 16 liða úrslita klárast í kvöld.  Þá eru þrír hörkuleikir á dagskrá og eftir þá verður ljóst hvaða félög skálin góða mun innihalda þegar dregið verður í 8 liða úrslitum á föstudaginn.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Breiðablik leikur heima í Meistaradeild kvenna - 23.6.2010

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna og þar var Breiðablik í hattinum en Íslandsmeistarar Vals fara beint í 32 liða úrslitum.  Riðill Breiðabliks verður leikinn hér á landi dagana 5. - 10. ágúst.  Mótherjar Breiðabliks eru FCF Juvisy Essonne frá Frakklandi, FCM Târgu Mureş frá Rúmeníu og FC Levadia Tallinn frá Eistlandi.  Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 16 liða úrslit hefjast í kvöld - 23.6.2010

Í kvöld hefjast 16 liða úrslitin í VISA bikar karla og eru fimm viðureignir á dagskrá í kvöld, miðvikudagskvöld, en þrír leikir fara fram á morgun.  Það má búast við hörkuviðureignum í þessari umferð því það eru margir spennandi leikir á dagskránni.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fylkir til Hvíta Rússlands - KR til Norður Írlands og Blikar til Skotlands - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA og voru þrjú íslensk lið í hattinum.  Fylkir leikur gegn Zhodino frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  KR leikur gegn Glentoran frá Norður Írlandi og verður fyrri leikurinn á KR velli.  Leikirnir fara fram 1. og 8. júlí. 

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH mætir Bate Borisov í Meistaradeildinni - 21.6.2010

Í dag var dregið í fyrstu og aðra umferð í undankeppni Meistaradeildar UEFA og voru Íslandsmeistarar FH þar í hattinum.  FH dróst á móti Bate Borisov frá Hvíta Rússlandi og fer fyrri leikurinn fram ytra.  Fyrri leikurinn fer fram 13. eða 14 júlí og sá síðari viku síðar.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 14:00 í dag - 11.6.2010

Frá kl. 14:00 í dag, föstudaginn 11. júní, verður skrifstofa KSÍ lokuð.  Hún opnar svo aftur, eins og venja er, kl. 08:00 á mánudaginn.  Hægt er að ná í einstaka starfsmenn í gsm númer þeirra og mótavaktarsíminn er 510 2925 ef nauðsyn er. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Leikið í Evrópukeppni í Futsal hér á landi - 10.6.2010

Frá UEFA bárust þar fréttir í dag að leikið verður í undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal hér á landi en einn riðill verður í umsjón Keflvíkinga.  Keflvíkingar sóttu um að leika riðil sinn hér á landi og samþykkti UEFA það í dag.

Lesa meira
 
UEFA

Mögulegir mótherjar íslensku liðanna - 10.6.2010

Mánudaginn 21. júní verður dregið í forkeppni Meistaradeildar UEFA og Evrópudeildar UEFA og verða fjögur íslensk félög þar í hattinum: FH í Meistaradeildinni en Fylkir, KR og Breiðablik í Evrópudeildinni. 

Lesa meira
 
Fyrirliðar Breiðabliks og Vals, Hlín Gunnlaugsdóttir og Katrín Jónsdóttir

Liðin sem léku til úrslita í fyrra mætast í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna - 7.6.2010

Í dag var dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars karla og kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Margir spennandi leikir eru á dagskránni, hjá konunum mætast t.d. félögin sem léku til úrslita í fyrra og stórleikur verður í Keflavík hjá körlunum þegar heimamenn taka á móti Íslandsmeisturum FH.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

ÍA - Þór í 1. deild karla í beinni útsendingu - 5.6.2010

Sunnudaginn 7. júní verður leikur ÍA og Þórs úr 1. deild karla sýndur beint hér á síðunni.  Leikurinn hefst kl. 18:00 en útsending hefst um 10 mínútum áður.  Þessi útsending er í samvinnu við SportTV og framundan eru fleiri útsendingar í því samstarfi.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar - Dregið í 16 liða úrslitum karla og kvenna á mánudag - Í beinni á ksi.is - 4.6.2010

Í gærkvöldi lauk keppni í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og er því ljóst hvaða félög verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum, mánudaginn 7. júní kl. 12:00, í höfuðstöðvum KSÍ.  Á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum VISA bikars kvenna. Sýnt verður beint frá drættunum hér á síðunni.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar kvenna - 2. umferð hefst í kvöld - 4.6.2010

Keppni í 2. umferð VISA bikar kvenna hefst í dag með tveimur leikjum og klárast á morgun, laugardag, með fjórum leikjum.  Dregið verður svo í 16 liða úrslitum kvenna á mánudaginn og á sama tíma verður dregið í 16 liða úrslitum karla.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn

VISA bikar karla - 32 liða úrslit hefjast í kvöld - 2.6.2010

Í kvöld, miðvikudaginn 2. júní og annað kvöld verður dregið í 32 liða úrslitum VISA bikars karla og eru margar spennandi viðureignir á dagskránni.  Í þessari umferð koma Pepsi-deildar félögin tólf til leiks.  Þá hefst keppni í 2. umferð VISA bikars kvenna á föstudaginn með stórleik Þróttar og ÍBV á Valbjarnarvelli og lýkur umferðinni svo á laugardag.

Lesa meira
 
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ og Ari Edwald forstjóri 365 undirrita samninginn (mynd:  Pjetur)

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning - 1.6.2010

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010