The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726185634/http://www.ksi.is:80/mot/2010/01

Mótamál

UEFA

Ráðstefna evrópskra dómara á Möltu - 29.1.2010

Mánudaginn 1. febrúar hittast fremstu dómarar Evrópu á Möltu en þar verður haldin í átjánda skiptið ráðstefna fyrir Elite/Premier dómara UEFA.  Á sama stað verður um leið haldin nýliðaráðstefna nýrra alþjóðlegra dómara en sú ráðstefna er haldin í nítjánda skiptið.

Lesa meira
 
Dómaraflauta eða hljóðfæri?

Dæma á æfingamóti á Marbella - 29.1.2010

Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Aukinn fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 28.1.2010

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar, aukinn fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins. Öll gjöld í jöfnunarsjóð meistaraflokka falla niður á þessu ári.

Lesa meira
 
Enski dómarinn Mike Riley

Kristinn og Sigurður Óli í Englandi - 19.1.2010

Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.

Lesa meira
 
Innanhússknattspyrna

EM í Futsal hefst á þriðjudag - 18.1.2010

Á morgun, þriðjudaginn 19. janúar, hefst Evrópukeppni landsliða í Futsal en keppnin fer fram í Ungverjalandi að þessu sinni.  Tólf þjóðir keppa í úrslitum og hafa Spánverjar titil að verja.  Hægt er að sjá leiki keppninnar á íþróttastöðinni Eurosport 2 en margir landsmenn hafa aðgang að þeirri sjónvarpsstöð.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 19. janúar - 18.1.2010

Þátttökufrestur í knattspyrnumót 2010 er að renna út en þátttökutilkynningum skal skila í síðasta lagi 19. janúar.  Nauðsynlegt er að aðildarfélög skili inn frumriti af þátttökutilkynningum.  Ef einhver félög hafa ekki fengið sendar til sín þátttökutilkynningar er hægt að nálgast eintak á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010 - 15.1.2010

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2010. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá þeim drögum sem gefin voru út 17. desember. Nauðsynlegt er að félög sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ.  Lesa meira
 
Íþróttahöllin Kórinn í Kópavogi

Sunnlenska bikarinn hefur göngu sína - 14.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst æfingamót í knattspyrnu sem hlotið hefur nafnið "Sunnlenska bikarinn".  Átta félög leika í þessu móti og fara allir leikir mótsins fram í Kórnum í Kópavogi.  Í fyrsta leik mótsins mætast Höttur og Tindastóll.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Boltinn byrjar að rúlla í Reykjavíkurmótinu í kvöld - 14.1.2010

Reykjavíkurmót KRR hefur göngu sína í kvöld og eru tveir leikir á dagskránni.  Kl. 19:15 eigast við Valur og Víkingur og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika KR og ÍR.  Leikir kvöldsins, eins og allir aðrir leikir mótsins fara fram í Egilshöllinni.

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Mörk úr úrslitaleikjunum í Futsal - 14.1.2010

Síðastliðinn sunnudag fóru fram úrslitaleikir meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki en hjá konunum voru það Eyjastúlkur sem að tryggðu sér titilinn.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmótið hefst á morgun með tveimur leikjum - 13.1.2010

Á morgun, fimmtudaginn 14. janúar, hefst Reykjavíkurmót KRR en þá fara fram tveir leikir í A riðli karla.  Allir leikir mótsins, í karla- og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Leikirnir á morgun eru annarsvegar viðureign Vals og Víkings sem hefst kl. 19:15 og hinsvegar leikur KR og ÍR sem hefst kl. 21:00 Lesa meira
 
Fjarðabyggðarhöllin

Síldarvinnslumótið hefst á föstudaginn - 12.1.2010

Föstudaginn 15. janúar hefst Síldarvinnslumótið en þetta mót er æfingamót fyrir félög á Austurlandi.  Flestir leikirnir fara fram í Fjarðabyggðahöllinni en einnig verður leikið á Fellavelli.  Hér að neðan má sjá leikjaniðurröðun mótsins. Lesa meira
 
Frá úrslitaleikjum í Futsal 2010

Fyrstu Íslandsmeistarar á nýju ári - ÍBV og Keflavík - 10.1.2010

Í dag voru krýndir fyrstu Íslandsmeistararnir á nýju knattspyrnuári en þá lauk keppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu.  Það voru Vestmannaeyingar sem fögnuðu sigri í kvennaflokki en Keflvíkingar hömpuðu titlinum í karlaflokki.

Lesa meira
 
Frá undanúrslitum í Futsal kvenna 2010

Suðurnesjaslagur í úrslitum Futsal karla - 9.1.2010

Í dag var leikið til undanúrslita í Íslandsmótinu i innanhússknattspyrnu hjá körlum og konum og var Laugardalshöll vettvangurinn.  Það er ljóst að á morgun mætast í úrslitum í kvennaflokki, ÍBV og Þróttur Reykjavík en hjá körlunum er boðið upp á Suðurnesjaslag því þar mætast Keflavík og Víðir.

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Fjör og frábær tilþrif í Futsal - 8.1.2010

Í kvöld hófst úrslitakeppni meistaraflokka í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu og var leikið í fjórðungsúrslitum karla.  Það voru hörkuleikir og skemmtileg tilþrif sem boðið var upp á kvöld.  Leikið var í Laugardalshöllinni og Álftanesi en undanúrslit karla og kvenna fara fram á morgun, laugardaginn 9. janúar.

Lesa meira
 
Boginn á Akureyri

Soccerademótið hefst í kvöld - 8.1.2010

Í kvöld hefst hið árlega Soccerademót í knattspyrnu en þar eigast við félögin á Norðurlandi.  Leikið er í tveimur riðlum og fara leikirnir fram í knattspyrnuhúsinu Boganum.  Fyrsti leikurinn er í kvöld hefst kl. 19:45

Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Dregur til tíðinda um helgina - Úrslitakeppni meistaraflokka í innanhúsknattspyrnu - 6.1.2010

Úrslitakeppni meistaraflokka karla og kvenna í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu fara fram helgina 8. – 10. janúar og verður leikið á Álftanesi og í Laugardalshöll.  Úrslitaleikir karla og kvenna fara fram á sunnudaginn og fara fram í Laugardalshöll. Lesa meira
 
Þóra B. Helgadóttir

Eiður annar og Þóra þriðja í kjöri á íþróttamanni ársins - 6.1.2010

Knattspyrnfólk var áberandi þegar tilkynnt var um kjör á íþróttamanni ársins 2009 í gærkvöldi.  Eiður Smári Guðjohnsen varð í öðru sæti í kjörinu og Þóra B. Helgadóttir í því þriðja en þau tvö voru einmitt útnefnd knattspyrnufólk ársins af KSÍ fyrir árið 2009. 

Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga er til miðnættis 11. janúar - 4.1.2010

Umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga, vegna keppnisferða á mót á nýliðnu ári, þ.e. 2009, rennur út á miðnætti 11. janúar næstkomandi. Aðildarfélög eru hvött til þess að kynna sér sjóðinn gaumgæfilega.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010