The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726190425/http://www.ksi.is:80/mot/2009/07

Mótamál

VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Valur - KR á Vodafonevellinum - Sunnudaginn kl. 18:00 - 31.7.2009

Lokaleikur fjórðungsúrslita VISA bikars karla fer fram sunnudaginn 2. ágúst.  Reykjavíkurfélögin Valur og KR mætast þá á Vodafonevellinum kl. 18:00.  Þessir nágrannar keppast um fjórða sætið í undanúrslitunum en fyrir þar eru Breiðablik, Fram og Keflavík.

Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Lokadagur félagaskipta er í dag, föstudaginn 31. júlí - 31.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því í dag, föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti (fullfrágengnar) að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti.

Lesa meira
 
Merki Meistaradeildar UEFA kvenna

Meistaradeild UEFA kvenna hófst í dag - 30.7.2009

Í dag hófst undankeppni Meistaradeildar UEFA kvenna en hún samanstendur af sjö riðlum með fjórum félögum.  Frá og með 32 liða úrslitum er leikið með útsláttarfyrirkomulagi en dregið verður í þau þann 14. ágúst næstkomandi.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR - Basel í kvöld kl. 19:15 - 30.7.2009

Í kvöld kl. 19:15 leika KR og Basel frá Sviss fyrri leik sinn í 3. umferð Evrópudeildar UEFA.  Leikurinn fer fram á KR-velli og eru einungis seldir  miðar í sæti og ætti fólk því að tryggja sér miða í tíma.

Lesa meira
 
Dómarasáttmáli UEFA

Þorvaldur og Sindri að störfum í Noregi - 30.7.2009

Það er ekki bara U17 karlalandsliðið sem er í eldlínunni í Þrándheimi þessa dagana því að tveir dómarar frá Íslandi eru þar einnig.  Þetta eru þeir Þorvaldur Árnason og Sindri Kristinsson en þeir starfa við dómgæslu á þessu móti.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla framundan - 29.7.2009

Framundan eru fjórir gríðarlega spennandi leikir í fjórðungsúrslitum VISA bikars karla en þrír leikir fara fram á morgun, fimmtudag og einn leikur fer fram á sunnudaginn.  Dregið verður í undanúrslitunum, miðvikudaginn 5. ágúst.

Lesa meira
 
Pepsi deild kvenna lið umferða 7-12

Erna Björk valin besti leikmaður umferða 7 -12 í Pepsi-deild kvenna - 29.7.2009

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir 7 – 12 umferð í Pepsi-deild kvenna og var athöfnin í höfuðstöðvum KSÍ.  Erna Björk Sigurðardóttir úr Breiðabliki var valin leikmaður þessara umferða og þjálfari hennar, Gary Wake, þjálfari umferðanna.

Lesa meira
 
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Lokadagur félagaskipta er föstudaginn 31. júlí - 29.7.2009

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, eru félagaskipti innanlands ekki heimil frá og með 1. ágúst til og með 20. febrúar.  Lokadagur félagaskipta er því föstudaginn 31. júlí, og verða allar tilkynningar um félagaskipti að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Kallað eftir leikskýrslum úr 5. flokki karla og kvenna - 28.7.2009

Mótanefnd KSÍ óskar eftir því að fá send afrit af leikskýrslum (leikmannalistum) í keppni í 7 manna liðum þar sem kemur fram nafn og kennitala leikmanns.  Skilafrestur er til miðvikudagsins 5. ágúst.

Lesa meira
 
UEFA

Í eftirliti í Evrópu - 28.7.2009

Á næstu dögum verða íslenskir eftirlitsmenn og dómaraeftirlitsmenn að störfum víðsvegar í Evrópu en þá verður leikið í Meistaradeild Evrópu og í Evrópudeild UEFA.  Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Moldavíu á morgun á leik FC Sheriff og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna veittar á miðvikudaginn - 27.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða veittar miðvikudaginn 29. júlí í höfuðstöðvum KSÍ og hefst athöfnin kl. 12:00.  Fyrirhugað var að veita þessar viðurkenningar í dag, mánudag, en því hefur verið frestað um tvo daga.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna gerðar upp á mánudag - 24.7.2009

Viðurkenningar fyrir umferðir 7-12 í Pepsi-deild kvenna verða afhentar í hádeginu á mánudag, í höfuðstöðvum KSÍ.  Kynnt verður val á þeim aðilum sem valnefndinni þykir hafa skarað fram úr í þessum öðrum þriðjungi mótsins.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR mætir Basel í 3. umferð Evrópudeildarinnar - 24.7.2009

KR sló í gær gríska liðið Larissa út í 2. umferð Evrópudeildar UEFA en seinni leikurinn fór fram í Grikklandi.  Eftir tveggja marka sigur á KR vellinum gerðu Vesturbæingar jafntefli í Grikklandi, 1-1.  Það er svissneska liðið Basel sem bíður KR í 3. umferðinni og fer fyrri leikurinn fram á KR vellinum, fimmtudaginn 30. júlí.

Lesa meira
 
Merki unglingalandsmots 2009

Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 31. júlí til 2. ágúst - 23.7.2009

Dagana 31. júlí til 2. ágúst fer fram 12. unglingalandsmót UMFÍ og verður það haldið á Sauðárkróki.  Mikið er lagt í þetta glæsilega mót og margt í boði fyrir keppendur sem og gesti.  Að venju verður keppt í knattspyrnu en skráningarfrestur í mótið rennur út 27. júlí

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Fram og KR leika í Evrópudeildinni í kvöld - 23.7.2009

Í dag og í kvöld leika KR og Fram seinni leiki sína í annarri umferð Evrópudeild UEFA.  Vesturbæingar leika í Grikklandi gegn Larissa og hefst sá leikur kl. 17:00 að íslenskum tíma.   Hér á Laugardalsvelli taka Framarar á móti Sigma frá Tékklandi og hefst leikurinn kl. 19:00.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í 3. umferð í Evrópukeppnunum - 17.7.2009

Dregið var í dag í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA.  Eftir er að leika seinni leiki 2. umferðar og voru því þrjú íslensk félög í hattinum.  Í Evrópudeildinni mun sigurvegarinn úr viðureign Fram og Sigma mæta skoska liðinu Aberdeen.  Sigurvegarinn úr viðureign Larissa og KR mun mæta sigurvegurunum úr viðureign Basel og Santa Coloma. 

Lesa meira
 
UEFA

Geir Þorsteinsson í dómaranefnd UEFA - 17.7.2009

Framkvæmdastjórn UEFA kom saman í byrjun júlí og skipaði í nefndir á vegum sambandsins.  Nokkrir einstaklingar frá KSÍ eru þar á meðal og ber þar helst að nefna að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið skipaður annar varaformaður í dómaranefnd UEFA.

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og Fram leika í kvöld í Evrópudeild UEFA - 16.7.2009

Tvö íslensk félög verða í eldlínunni í dag og í kvöld í Evrópudeild UEFA.  Fram mætir Sigma frá Olomouc í Tékklandi og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma.  Á KR vellinum taka KR á móti Larissa frá Grikklandi og hefst leikurinn kl. 19:15.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

FH leikur gegn Aktobe í kvöld á Kaplakrikavelli - 15.7.2009

Íslandsmeistarar FH hefja leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar þeir mæta Aktobe frá Kasakstan.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli og hefst kl. 19:15.  Seinni leikurinn fer svo fram ytra eftir rétta viku, miðvikudaginn 22. júlí.

Lesa meira
 
Jóhannes Valgeirsson

Jóhannes dæmir í Danmörku - 14.7.2009

Jóhannes Valgeirsson mun dæma leik Bröndby og Flora Tallinn þegar að liðin mætast í í Evrópudeild UEFA.  Jóhannesi til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Eyjólfur Magnús Kristinsson.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Heiðursáskrift að bók í tilefni af 50. bikarkeppni KSÍ - Frestur til 26. október - 14.7.2009

Í tilefni af 50. bikarúrslitaleik KSÍ ákvað stjórn KSÍ á sínum tíma að skrá sögu keppninnar. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og  fleirum að kaupa bókina ásamt mynddisknum í heiðursáskrift. Frestur til að gerast heiðursáskrifandi er til 26. október.

Lesa meira
 
UEFA

Fjórir dómaraeftirlitsmenn frá Íslandi á Evrópuleikjum - 14.7.2009

Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Truflanir á heimasíðu KSÍ - 13.7.2009

Verið er að vinna við uppfærslu á heimasíðu KSÍ og af þeim sökum eru þó nokkrar truflanir á síðunni.  Vonast er eftir að vinnu við uppfærsluna ljúki sem fyrst en á meðan henni stendur má búast við truflunum á heimasíðunni og er beðist velvirðingar á því.

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Kópavogsslagur í 8 liða úrslitum VISA bikars karla - 8.7.2009

Í dag var dregið í undanúrslitum VISA bikars karla og undanúrslitum VISA bikars kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Það er óhætt að segja að það séu stórleikir á hverju strái, jafnt hjá körlum sem konum. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

Dregur til tíðinda í VISA bikarnum í dag - 8.7.2009

Í hádeginu í dag verður dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Spennandi verður að sjá hvaða félög dragast saman í hádeginu í dag. Lesa meira
 
Keflavík

Miðar á Keflavík - Valletta fyrir handhafa A-passa - 7.7.2009

Handhafar A-passa frá KSÍ fá aðgöngumiða á leikinn Keflavík - Valletta afhenta miðvikudaginn 8. júní frá kl. 14:00 - 16:00. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu knattspyrnudeildar Skólaveg 32 gegn framvísun skírteinis. 

Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar kvenna - 8 liða úrslit í kvöld - 7.7.2009

Í kvöld verður leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir þá á dagskrá.  Á morgun, miðvikudaginn 8. júlí, verður svo dregið í undanúrslitum VISA bikars kvenna og 8 liða úrslitum VISA bikars karla. Lesa meira
 
VISA-bikarinn 2009 - 50. bikarkeppni KSÍ

VISA bikar karla - 16 liða úrslitum lýkur í kvöld - 5.7.2009

Í kvöld lýkur 16 liða úrslitum Visa bikars karla með þremur leikjum.  Fimm félög eru þegar komin áfram í 8 liða úrslit en það eru: FH, Keflavík, Breiðablik, Fram og Fylkir.  Á morgun verður svo leikið í 8 liða úrslitum VISA bikars kvenna og fara allir fjórir leikirnir fram þá. Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Sigur og tap í 1. umferð Evrópudeildar UEFA - 3.7.2009

Keflavík og Fram voru í eldlínunni í gærkvöldi þegar þau léku fyrri leiki sína í 1. umferð Evrópudeildar UEFA.  Keflavík lék gegn Valetta úti og þar sigruðu heimamenn, 3-0.  Framarar lögðu hinsvegar TNS frá Wales á Laugardalsvelli, 2-1. Lesa meira
 
Hvöt

Hvöt leikur í Austurríki - 2.7.2009

Í dag var dregið í riðla í Evrópukeppninni í Futsal og voru Íslandsmeistararnir í Hvöt í pottinum.  Hvatarmenn munu halda til Austurríkis þar sem þeir etja kappi við heimamenn í 1 FC All Stars Wiener Neustadt, Asa Tel-Aviv frá Ísrael og Erebuni Yerevan frá Armeníu. Lesa meira
 
Frá Futsal drætti hjá UEFA

Hvöt verður í pottinum í Nyon - 2.7.2009

Í dag verður dregið í Evrópukeppninni í Futsal en Íslandsmeistararnir Hvöt frá Blönduósi eru þar í pottinum.  Dregið verður í Nyon í Sviss en þetta er í annað skiptið sem íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópukeppninni í Futsal. Lesa meira
 
Dómarar leiða lið Þýskalands og Englands til vallar fyrir úrslitaleik EM U19 kvenna á Íslandi

Guðrún Fema dæmdi Frakkland - Finnland í gær - 1.7.2009

Guðrún Fema Ólafsdóttir dæmdi í gær sinn fyrsta opinbera landsleik á Opna Norðurlandamóti U17 kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sunne í Svíþjóð. Þetta er jafnframt fyrsta alþjóðlega verkefni sem kemur í hlut íslensks kvendómara. 

Lesa meira
 
Merki Evrópudeildar UEFA

Evrópudeild UEFA hefst fimmtudaginn 2. júlí - 1.7.2009

Evrópudeild UEFA hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 2. júlí og verða þá tvö íslensk félagslið í eldlínunni.  Á Laugardalsvelli tekur Fram á móti TNS frá Wales en á Möltu mæta Keflvíkingar heimamönnum í Valetta. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leikur í Pepsi-deild karla færður til - 1.7.2009

Leikur Fjölnis og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, sem átti að fara fram mánudaginn 13. júlí, hefur verið færður til fimmtudagsins 9. júlí.  Er þetta gert að ósk félaganna beggja. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010