The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140726190556/http://www.ksi.is:80/mot/2012/06

Mótamál

Sportmyndir_30P4852

Pepsi-deildin aftur af stað eftir bikarhlé - 29.6.2012

Pepsi-deild karla fer aftur af stað um helgina eftir smá hlé þegar leikið var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fyrsti leikur 9. umferðar fer fram í kvöld, föstudagskvöld, þegar Valsmenn sækja Vestmannaeyinga heim á Hásteinsvöll.  Öll liðin sem leika í Evrópudeild UEFA í næstu viku eiga leiki um helgina. Lesa meira
 
Úr fyrsta leik Íslandsmótsins 1912 -

100 ár frá fyrsta leik í Íslandsmóti! - 28.6.2012

Í dag, 28. júní, eru liðin nákvæmlega 100 ár frá fyrsta leiknum sem fram fór í Íslandsmóti í knattspyrnu. Þennan dag árið 1912 mættust Fram og KR, sem þá hét reyndar Fótboltafélag Reykjavíkur, í kappleik á Melavellinum. Í þessu fyrsta Íslandsmóti lék einnig lið Eyjamanna, sem þá hét KV (Knattspyrnufélag Vestmannaeyja).

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna næstu daga - 28.6.2012

Næstu daga fara fram 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna og er fyrsti leikur á dagskrá í dag, fimmtudag, þegar Breiðablik sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Fjórir leikir fara svo fram á föstudag og þrír á laugardag. Það er óhætt að segja að leikirnir í 16-liða úrslitum fari fram víðs vegar um landið, því leikið er í sjö sveitarfélögum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Bikarmeistararnir til Eyja - 27.6.2012

Í dag, miðvikudag, var dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ. Núverandi bikarmeistarar, KR, halda til Vestmannaeyja og bæði 1. deildar félögin sem eftir eru í keppninni fengu heimaleik.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar karla - Dregið í 8 liða úrslitum í dag - 27.6.2012

Í dag verður dregið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Síðustu leikir 16 liða úrslita kláruðust í gærkvöldi og tryggðu þá bikarmeistarar KR og 1. deildarlið Víkings sér sæti í 8 liða úrslitum. Fyrir í pottinum voru 1. deildarlið Þróttar ásamt Grindavík, ÍBV, Fram, Stjörnunni og Selfoss.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Mótherjar íslensku liðanna - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu tvær umferðirnar í undankeppni Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Þrjú íslensk félög voru í pottinum, FH, ÍBV og Þór.  Fyrri leikirnir fara fram 5. júlí en þeir síðari 12. júlí.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR mætir HJK Helsinki - 25.6.2012

Í dag, mánudag, var dregið í fyrstu umferðir í undankeppni Meistaradeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Íslandsmeistarar KR drógust gegn HJK Helsinki frá Finnlandi en þessi félög koma beint inn í aðra umferð. Fyrri leikurinn verður í Finnlandi 17. - 18. júlí en sá síðari á KR vellinum 24. - 25. júlí.

Lesa meira
 
UEFA

Dregið í dag í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA - 25.6.2012

Í dag verður dregið í fyrstu umferðum Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og er dregið í höfuðstöðvum UEFA. Fjögur íslensk félög eru í pottinum, KR í Meistaradeildinni og FH, ÍBV og Þór í Evrópudeild UEFA.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Facebook, Twitter og aðrir samfélagsvefir - 13.6.2012

Það færist stöðugt í aukana að leikmenn, þjálfarar og aðrir fulltrúar knattspyrnunnar tjái sig um knattspyrnutengd málefni á samskiptavefjum eins og Twitter og Facebook, hér á landi sem erlendis.  Mönnum er oft heitt í hamsi eftir knattspyrnuleiki, jafnvel í aðdraganda þeirra. Stundum segja menn hluti sem þeir sjá eftir, og þetta getur líka gerst ef menn eru aðeins of fljótir á sér að setja færslu á samskiptavef. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Borgunarbikarinn 2012-2013 - 11.6.2012

Borgunarbikarinn er nýtt nafn á bikarkeppnum karla og kvenna í knattspyrnu. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag og undirrituðu þeir Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ, Haukur Oddsson forstjóri Borgunar og Ari Edwald forstjóri 365 miðla samstarfssamning þessa efnis.
Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla og kvenna. Ýmsir áhugaverðir leikur komu upp í drættinum. Ríkjandi kvennabikarmeistarar Vals fara austur og leika við Hött á Egilsstöðum.  Stórleikur 16-liða úrslita karla er þó væntanlega viðureign Íslands- og bikarmeistara KR og Breiðabliks í Frostaskjóli.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn - Dregið í 16 liða úrslitum í dag - 11.6.2012

Í hádeginu í dag, mánudaginn 11. júní, verður dregið í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og kvenna og verður dregið í höfuðstöðvum KSÍ. Einn leikur er þó eftir í 32 liða úrslitum hjá körlunum en Víkingur Ólafsvík og ÍBV mætast á morgun. Lesa meira
 
EURO 2012

Geir eftirlitsmaður UEFA í Varsjá - 6.6.2012

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leikjum úrslitakeppni EM sem fram fara í Varsjá. Alls verða leiknir fimm leikir í Varsjá, þeirra á meðal opnunarleikur keppninnar og annar undanúrslitaleikurinn. Þá má einnig geta þess að Lars Lagerbäck, verður í tækninefnd UEFA sem fylgist með úrslitakeppninni.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar í Pepsi-deildum karla og kvenna 2012 - 6.6.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming og seinni helming í Pepsi-deildum karla og kvenna.  Settar hafa verið upp sérstakar valnefndir og ræður einfaldur fjöldi atkvæða niðurstöðunni í hvert sinn varðandi lið umferðanna, besta leikmann, þjálfara dómara og bestu stuðningsmenn.

Lesa meira
 
borgun

Borgunarbikarinn í knattspyrnu - 4.6.2012

Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla, KSÍ og Borgunar um það að Bikarkeppnin í knattspyrnu muni nefnast Borgunarbikarinn næstu tvö keppnistímabil.  Mun því bikarkeppnin bera nafn Borgunar en framundan í vikunni eru ákaflega áhugaverðir leikir í 2. umferð Borgunarbikars kvenna og 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla.

Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


2011Forsidumyndir2011-010