
Dregið í undankeppni Evrópudeildar UEFA í dag
Þrjú íslensk félög verða í pottinum
Dregið verður í undankeppni Evrópudeildar UEFA síðar í dag en þar eru þrjú íslensk félög í pottinum, Fram, Stjarnan og FH. Hægt er að fylgjast með drættinum í í beinni útsendingu á heimasíðu UEFA og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Dregið verður í 1. og 2. umferð Evrópudeildarinnar að þessu sinni og má sjá hugsanlega mótherja íslensku liðanna í fyrstu umferð hér.