The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140704053056/http://www.ksi.is/leyfiskerfi

Leyfiskerfi

Benchmarking report

Sjötta skýrsla UEFA um fjármál evrópskra félaga - 25.4.2014

UEFA hefur birt sjöttu útgáfu af árlegri skýrslu sinni um evrópska knattspyrnu - UEFA Club Licensing Benchmarking Report - sem byggir á leyfisgögnum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi í aðildarlöndum UEFA, alls um 700 knattspyrnufélögum að ýmsum stærðum  og gerðum.

Lesa meira
 
Fundur um málefni stuðningsmanna

Mikilvægt að treysta böndin milli knattspyrnufélags og stuðningsmanna - 11.4.2014

KSÍ stóð fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna fimmtudaginn 10. apríl.  Á fundinum var fjallað um hlutverk og mikilvægi tengiliðs félags við stuðningsmenn og mikilvægi þess að treysta böndin milli knattspyrnufélaga og stuðningsmanna. 

Lesa meira
 

Málefni stuðningsmanna rædd á fundi 10. apríl - 4.4.2014

KSÍ mun standa fyrir sérstökum vinnufundi um málefni stuðningsmanna í höfuðstöðvum sambandsins fimmtudaginn 10. apríl.  Stjórnandi fundarins verður Stuart Dykes, sem hefur unnið mikið starf fyrir samtökin Supporters Direct Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-126

Félögin þurfa að sýna fram á engin vanskil 1. apríl - 24.3.2014

Þó svo að þátttökuleyfi hafi verið gefin út af leyfisráði til handa öllum 24 félögunum sem undirgangast leyfiskerfið er vinnunni ekki lokið. Fjárhagskröfurnar eru stífar og þá sérstaklega gagnvart því að ekki sé um vanskil að ræða gagnvart öðrum félögum, og svo gagnvart leikmönnum og þjálfurum.  Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Öll þátttökuleyfi 2014 veitt - 14.3.2014

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í dag, föstudaginn 14. mars.   Niðurstaðan var sú að allar umsóknir voru samþykktar og hafa öll 24 félögin því fengið útgefin leyfi fyrir sumarið.

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fyrri fundur leyfisráðs í ferlinu fyrir 2014 - 10.3.2014

Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014 fór fram í kvöld, mánudagskvöld.  Ekki voru gefin út nein þátttökuleyfi á fundi leyfisráðs í kvöld og bíða þau öll lokaafgreiðslu á seinni fundi ráðsins, sem fram fer næstkomandi föstudag.

Lesa meira
 

Mikilvægi öflugra stuðningsmanna seint metið til fulls  - 27.2.2014

Fjallað er um sérstakan tengilið stuðningsmanna landsliða Íslands í knattspyrnu við KSÍ í febrúarútgáfu fréttabréfs UEFA um stuðningsmannamál.  UEFA hefur í nokkur ár hvatt knattspyrnusambönd og félagslið til að virkja og efla tengslin við stuðningsmenn.  

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Skiladagur fjárhagsgagna er fimmtudagurinn 20. febrúar - 19.2.2014

Fimmtudagurinn 20. febrúar er skiladagur fjárhagsgagna í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.  Þau félög sem undirgangast leyfiskerfið, þ.e. félög í efstu tveimur deildum karla, þurfa þá að skila til leyfisstjórnar ársreikningum sínum og öðrum fylgigögnum.

Lesa meira
 

23 af 24 félögum hafa skilað leyfisgögnum - 16.1.2014

Miðvikudaginn 15. janúar var skilafrestur leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra.  Alls skiluðu 23 af félögunum 24 sem undirgangast leyfiskerfið sínum gögnum innan tímamarka, þ.e. fylgigögnum með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014, en eitt félag fékk framlengingu á skilafresti.

Lesa meira
 
Flodljos2005

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar 2014 - 15.1.2014

Umsóknarfrestur í Mannvirkjasjóð KSÍ er til 1. febrúar en sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Góður gangur í leyfismálum - 14.1.2014

Góður gangur er í leyfismálunum og leyfisgögn félaga streyma inn til leyfisstjórnar, enda er skiladagur gagna, annarra en fjárhagslegra, miðvikudagurinn 15. janúar.  Nú þegar hafa 10 félög af 24 skilað, og von er á fleirum fyrir lok dags.

Lesa meira
 
Fjallað um fjárhagslegar viðmiðunarreglur

Fundað með endurskoðendum um fjárhagslegar viðmiðunarreglur - 10.1.2014

Á fimmtudag var fundað með endurskoðendum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ. 

Megininntak fundarins að þessu sinni var yfirferð á reglum um skuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga, sem taka gildi í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2014.

Lesa meira
 
Nystuka2007-0144

Fundað með leyfisfulltrúum félaga 2014 - 5.12.2013

Á vinnufundi með leyfisfulltrúum félaga, sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ, var farið yfir breytingar á leyfisreglugerðinni milli ára og ýmis hagnýt atriði, auk þess sem ítarlega var farið yfir nýjar fjárhagsreglur um hámarksskuldabyrði og eiginfjárstöðu félaga. Lesa meira
 

Hátt í 300 leikmenn undirgangast læknisskoðun á hverju ári - 27.11.2013

Hátt í 300 leikmenn hjá félögunum 12 í Pepsi-deild karla undirgangast læknisskoðun á ári hverju vegna þeirra krafna sem settar eru fram í leyfisreglugerð KSÍ. Félag sem sækir um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2014 leggur þannig fram staðfestingu á að læknisskoðun leikmanna hafi farið fram á árinu 2013.

Lesa meira
 

Þátttökuleyfi ekki útgefið - Hvað gerist? - 21.11.2013

Hvað gerist ef félag í Pepsi-deild eða 1. deild karla fær ekki útgefið þátttökuleyfi? Hvaða félög taka sæti þeirra sem ekki fá leyfi? Hér að neðan má sjá viðeigandi ákvæði í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Lesa meira
 
Haust í Laugardalnum

Félögum í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið - 21.11.2013

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2014 hófst í liðinni viku.  Leyfiskerfið sem slíkt nær eingöngu til efstu tveggja deilda karla.  Engu að síður er þeim félögum sem leika í öðrum deildum velkomið að undirgangast leyfiskerfið, óski þau þess.  Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-215

Leyfisferlið fyrir 2014 hafið - 15.11.2013

Samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ hefur þeim félögum sem hyggjast sækja um þátttökuleyfi í Pepsi-deild og 1. deild karla 2014 verið sendar nauðsynlegar upplýsingar, áður en vinna við leyfisumsókn hefst. Lesa meira
 
uefa-logo-biglandscape

Árleg skýrsla UEFA um stöðu félaga í Evrópu - 2.10.2013

UEFA hefur gefið út árlega skýrslu sína um stöðu knattspyrnufélaga í Evrópu (UEFA Benchmarking Report), sem byggir á leyfisgögnum félaga úr allri álfunni, þeirra félaga sem leika í Evrópumótum félagsliða. Skýrslan er að venju afar ítarleg og er ýmislegt áhugavert þar að finna um ýmsa þætti í evrópskri knattspyrnu, jafnt knattspyrnulega, sem fjárhagslega.

Lesa meira
 
Gæðastimpill SGS

Toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA - 23.8.2013

Skipulag og vinnureglur leyfiskerfis KSÍ fá toppeinkunn í árlegri gæðaúttekt UEFA, sem fram fór í vikunni. Það er alþjóðlega matsfyrirtækið SGS sem framkvæmir úttektina í öllum aðildarlöndum UEFA. Í umsögn fulltrúa SGS um leyfiskerfi KSÍ segir að það sé uppsett og rekið á „framúrskarandi“ hátt.

Lesa meira
 
leyfis-uefa-ksi

Fundur 15 aðildarlanda UEFA - 21.6.2013

Dagana 18. og 19. júní fór fram vinnufundur UEFA um leyfismál í höfuðstöðvum KSÍ og er þetta í fyrsta skipti sem þessi árlegi fundur fer fram hér á landi. Á þessum fundum er jafnan fjallað almennt um leyfiskerfið, regluverkið, vinnulag, þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar og þær breytingar sem framundan eru.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001