The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160102033513/http://www.ksi.is/mot/2015/07

Mótamál

Valur færir leiki á Laugardalsvöll - 30.7.2015

Valur hefur fært leiki af Vodafone-vellinum á Laugardalsvöllinn en framkvæmdir standa yfir á Vodafone-vellinum þar sem skipt verður um gras og gervigras sett í staðinn.

Lesa meira
 

KR og Valur mætast í úrslitaleik Borgunarbikars karla - 30.7.2015

KR og Valur leika í úrslitaleik Borgunarbikarsins en leikið verður til úrslita á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. KR vann ÍBV í undanúrslitum 4-1 og Valur komst áfram eftir að vinna KA í vítaspyrnukeppni.

Lesa meira
 

Félagaskiptaglugginn lokar föstudaginn 31. júlí - 28.7.2015

Föstudagurinn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil.  Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, föstudaginn 31. júlí.

Lesa meira
 

Undanúrslitin í Borgunarbikar karla í vikunni - Leikskrá - 27.7.2015

Það er leikið í undanúrslitun Borgunarbikars karla í vikunni. Fyrri leikurinn fer fram á Akureyrarvelli þar sem KA og Valur mætast en seinni leikurinn er á Alvogen-vellinum í Vesturbæ þar sem ríkjandi bikarmeistarar KR mæta ÍBV.

Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Selfoss og Stjarnan leika til úrslita í Borgunarbikar kvenna - 25.7.2015

Selfoss og Stjarnan mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna en Selfoss sigraði Val 3-2 á Selfossi og Stjarnan lagði Fylki 2-1 á Fylkisvelli. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og hefur titil að verja en Selfoss laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum á seinasta ári.

Lesa meira
 

Undanúrslit í Borgunarbikar kvenna um helgina - Leikskrá - 24.7.2015

Það er leikið í undanúrslitum í Borgunarbikar kvenna um helgina. Í kvöld, föstudag, leika Fylkir og Stjarnan á Fylkisvelli en leikurinn hefst klukkan 19:15. Á morgun leika svo Selfoss og Valur á JÁVERK-vellinum á Selfossi en leikurinn hefst klukkan 14:00.

Lesa meira
 

KR og FH úr leik í Evrópudeildinni - 24.7.2015

KR og FH eru úr leik í Evrópudeildinni. KR tapaði 3-0 gegn Rosenborg í Þrándheimi en Rosenborg skoraði mjög snemma í leiknum og áttu KR-ingar í mestu vandræðum á erfiðum útivelli.

Lesa meira
 

Stjarnan úr leik í Meistaradeild Evrópu - 22.7.2015

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði 1-4 á heimavelli. Ólafur Karl Finsen kom Stjörnunni yfir á 6. mínútu með fallegu marki en Celtic jafnaði metin stuttu seinna og eftir það var eftirleikurinn erfiður Stjörnunni.

Lesa meira
 

Fanndís best í umferðum 1-9 í Pepsi-deildinni - 22.7.2015

Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var útnefnd besti leikmaður umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna en Blikar eiga alls 6 fulltrúa í liðinu. Gengi Breiðabliks hefur verið gott á leiktíðinni en liðið hefur ekki tapað leik og er á toppi deildarinnar.

Lesa meira
 

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópu í vikunni - 22.7.2015

Stjarnan, KR og FH leika öll í Evrópukeppni í vikunni. Stjarnan fær Celtic í heimsókn í kvöld, miðvikudag, í Meistaradeild Evróp en FH og KR leika úti á morgun, fimmtudag í Evrópudeildinni.

Lesa meira
 

Breyting á leiktíma í Pepsi-deild karla - 20.7.2015

Breyting hefur verið gerð á leik KR og Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá leiknum og hefur hann því verið færður.

Lesa meira
 

Breytingar vegna Íslandsmóts eldri flokks í +30 og +40 - 20.7.2015

Í vor var ákveðið að gera breytingar á fyrirkomulagi Íslandsmóts eldri flokks í +30 og +40. Breytingarnar felast í því að leikið verður frá ágúst fram í nóvember.

Lesa meira
 

Breyting á leiktíma í Borgunarbikar kvenna - 20.7.2015

Leik Fylkis og Stjörnunnar í Borgunarbikar kvenna hefur verið færður. Hann verður leikinn föstudaginn 24. júlí klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu - 20.7.2015

Barna- og unglingaráð stefnir á að ráða yfirþjálfara yngri flokka í knattspyrnu með haustinu. Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf og er því um mjög spennandi starf að ræða.

Lesa meira
 

Stjarnan tapaði í Skotlandi - 15.7.2015

Stjarnan tapaði fyrri leik sínum við Glasgow Celtic í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Celtic stjórnaði leiknum nánast frá upphafi til enda og hefði getað unnið stærri sigur en Gunnar Nielsen markmaður Stjörnunnar varði vítaspyrnu í stöðunni 2-0.

Lesa meira
 

Góð aðsókn eftir fyrstu 11 umferðirnar í Pepsi-deild karla - 15.7.2015

Aðsóknin á leiki í Pepsi-deild karla hefur verið mjög góð þar sem af er keppnistímabilinu og er sú besta, eftir 11 umferðir, síðan að hafið var að leika í 12 liða deild.  Alls hafa 83.532 áhorfendur mætt á leikina 66 í sumar en þetta gerir 1266 áhorfendur að meðaltali á leik.  Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar miðvikudaginn 15. júlí - 14.7.2015

Miðvikudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka. Lesa meira
 

KR og FH leika í Evrópukeppninni - 13.7.2015

KR og FH verða í eldlínunni á heimavelli í kvöld, fimmtudag, en liðin leika bæði liðin í Evrópudeildinni. KR tekur á móti Rosenborg en FH fær Inter Baku í heimsókn.

Lesa meira
 

Magni frá Grenivík 100 ára - 13.7.2015

Íþróttafélagið Magni frá Grenivík er 100 ára en félagið var stofnað þann 10. júlí árið 1915. Félagið mun halda formlega upp á afmælið helgina 14.-16. ágúst á Grenivíkurgleði.

Lesa meira
 

KR og FH áfram í Evrópudeildinni - Víkingur úr leik - 9.7.2015

KR og FH tryggðu sér í kvöld áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni en KR vann 2-1 sigur á Cork í Frostaskjóli og samanlagt 3-2. FH-ingar unnu SJK frá Finnlandi 1-0 og samanlagt 2-0.

Lesa meira
 

Undanúrslitaleikirnir í Borgunarbikarnum 2015 - 7.7.2015

Dregið var í undanúrslit Borgunarbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag, þriðjudag.  Í kvennaflokki mætast Fylkir og Stjarnan annars vegar, en Selfoss og Valur eða Fylkir hins vegar.  Karlamegin mætast KR og ÍBV í Frostaskjóli, en KA og Valur á Akureyrarvelli. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Seinni leikirnir í Evrópudeildinni á fimmtudag - 6.7.2015

Seinni leikirnir í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA fara fram á fimmtudag.  Þar verða þrjú íslenska félagslið í eldlínunni, tvö þeirra á heimavelli og eitt á útivelli.  Víkingur R. mætir FC Koper frá Slóveníu ytra, á meðan KR og FH leika á sínum heimavöllum - KR gegn írska liðinu Cork City FC og FH gegn SJK frá Finnlandi. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tímasetningum tveggja leikja í 12. umferð breytt - 6.7.2015

Tímasetningum tveggja leikja í 12. umferð Pepsi-deildar karla hefur verið breytt, þar sem þeir verða í beinni sjónvarpsútsendingu Stöðvar 2 Sports.  Þetta eru leikirnir FH-KR þann 19. júlí og Leiknir-Valur þann 20. júlí. Lesa meira
 

Dregið í undanúrslitin á þriðjudag - 6.7.2015

Það verður dregið í undanúrslitin í Borgunarbikarkeppnum karla og kvenna í hádeginu á þriðjudag.  Nú þegar liggur fyrir hvaða þrjú lið verða í drættinum í báðum keppnum.  Einn leikur í Borgunarbikar karla fer fram í kvöld, mánudagskvöld, og einn leikur í Borgunarbikar kvenna verður leikinn 11. júlí. Lesa meira
 

Sigur, jafntefli og tap í Evrópudeildinni - 3.7.2015

Íslensku liðin sem taka þátt í Evrópudeildinni léku öll í gær, fimmtudag. FH-ingar léku gegn SJK frá Finnlandi en FH vann 1-0 sigur í leiknum með marki frá Steven Lennon. KR-ingar léku í Írlandi gegn Cork og eftir að lenda undir í leiknum náði Óskar Örn Hauksson að jafna metin en lokatölur urðu 1-1.

Lesa meira
 

Evrópudeildin – Víkingar byrja heima gegn FC Koper - 1.7.2015

Íslensku liðin sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppnum eru að hefja leik næstu daga en einn leikur er á Íslandi í þessari viku. Víkingar taka á móti FC Koper frá Slóveníu en leikurinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn, 2. júlí, klukkan 19:15.

Lesa meira
 

Borgunarbikarinn um helgina - 1.7.2015

Það er keppt í Borgunarbikar karla og kvenna á fimmtudag og um helgina. Um er að ræða leiki í 8-liða úrslitum en þrír leikir eru í kvennaflokki og fjórir leikir í karlaflokki. Einn leikur er svo þann 11. júlí en það er viðureign Vals og KR í kvennaflokki.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan