The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230102558/http://www.ksi.is/mot/2012/07

Mótamál

Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn lokar í dag - Þriðjudaginn 31. júlí - 31.7.2012

Í dag, þriðjudaginn 31. júlí, er síðasti dagur félagaskipta og frá og með 1. ágúst eru öll félagaskipti, innanlands og til landsins, óheimil. Fullfrágengin félagaskipti þurfa að hafa borist skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti, þriðjudaginn 31. júlí. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór bæði úr leik - 27.7.2012

FH og Þór léku í gærkvöldi heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Um var að ræða seinni leiki viðureignanna en íslensku liðin duttu bæði úr keppni.  Þór lék gegn tékkneska liðinu Mlada Boleslav og FH tók á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Atli Guðnason valinn bestur í umferðum 1 - 11 í Pepsi-deild karla - 27.7.2012

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla, þ.e. umferðir 1 - 11 og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar. Atli Guðnason úr FH var valinn besti leikmaðurinn og þjálfari hans, Heimir Guðjónsson, valinn besti þjálfarinn. Dómari umferðanna var Erlendur Eiríksson og stuðningsmenn Stjörnunnar þóttu bestu stuðningsmennirnir.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika heimaleiki sína - 25.7.2012

Tvö félög leika heimaleiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA, fimmtudaginn 26. júlí kl. 19:15. FH tekur á móti sænska liðinu AIK á Kaplakrikavelli og Þór tekur á móti Mladá Boleslav frá Tékklandi á Þórsvellinum.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR úr leik - 25.7.2012

KR er úr leik í Meistaradeild UEFA en þeir töpuðu gegn HJK Helsinki í seinni leiknum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA. Lokatölur urðu 1 - 2 fyrir Finnana en þeir unnu einnig fyrri leikinn og tryggðu sér því sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld - 24.7.2012

KR tekur á móti HJK Helsinki í kvöld í 2. umferð Meistaradeildar UEFA en þetta er seinni leikur félaganna.  Leikurinn fer fram á KR vellinum í kvöld, þriðjudaginn 24. júlí, og hefst kl. 19:15.  Finnarnir unnu fyrri leikinn örugglega á sínum heimavelli, 7 - 0. Lesa meira
 
UEFA

Meistara- og Evrópudeild UEFA - Dregið í 3. umferð forkeppni - 20.7.2012

Í dag var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA. Þrjú íslensk félög eru enn í keppninni og eru möguleika FH óneitanlega hvað mestir, íslensku félaganna, á að komast áfram.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - Góð úrslit hjá FH - 19.7.2012

FH og Þór voru í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar félögin léku fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Bæði félögin léku á útivelli, Hafnfirðingar í Svíþjóð en Akureyringar í Tékklandi.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór leika útileiki í dag - 19.7.2012

Íslensku félögin FH og Þór verða í eldlínunni í dag þegar þau leika fyrri leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og hefjast kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Meistaradeild UEFA - KR leikur í Finnlandi í dag - 17.7.2012

Íslands- og bikarmeistarar KR verða í eldlínunni í dag þegar þeir mæta HJK Helsinki í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur félaganna og fer fram í Finnlandi. Seinni leikurinn verður eftir rétta viku, þriðjudaginn 24. júlí, á KR vellinum.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 afhentar 27. júlí - 16.7.2012

Viðurkenningar fyrir umferðir 1-11 í Pepsi-deild karla verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 föstudaginn 27. júlí kl. 12:00 (annan föstudag). Á þeim tímapunkti verður reyndar 12. umferðinni einnig lokið, en þessi dagsetning er valin til að forðast árekstur við þátttöku íslenskra félagsliða í UEFA-mótum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Tveir undanúrslitaleikir í Garðabænum - 16.7.2012

Í dag var dregið í undanúrslitum Borgunarbikarsins í karla- og kvennaflokki og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. Það er ljóst að tveir undanúrslitaleikir verða í Garðabænum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - Dregið í undanúrslitum karla og kvenna í dag - 16.7.2012

Það má segja að mikil eftirvænting sé í loftinu en á hádegi í dag verður dregið í undanúrslitum Borgunarbikars karla og kvenna. Dregið verður í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12:00 og má fylgjast með drættinum á Facebooksíðu KSÍ.

Lesa meira
 
Evrópudeildin

Evrópudeild UEFA - FH og Þór áfram - 13.7.2012

Þrjú íslensk félög voru í eldlínunni í gærkvöldi í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildar UEFA. FH og Þór komust áfram í 2. umferð en ÍBV féll úr leik eftir framlengdan leik í Vestmannaeyjum.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikar kvenna - Leikið í 8 liða úrslitum í kvöld - 13.7.2012

Í kvöld, föstudagskvöldið 13. júlí, verður leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna og eru allir fjórir leikirnir á dagskránni í kvöld. Til mikils er að vinna, sæti í undanúrslitum en dregið verður í undanúrslitum, karla og kvenna, mánudaginn16. júlí.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Sandra María valin best í fyrstu 9 umferðunum - 12.7.2012

Í dag voru afhentar viðurkenningar fyrir fyrstu níu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna og fór athöfnin fram í húsakynnum Ölgerðarinnar.  Sandra María Jessen úr Þór/KA var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var valinn besti þjálfarinn Lesa meira
 
Evrópudeildin

Íslensk lið í eldlínunni í Evrópudeild UEFA - 12.7.2012

Þrjú íslensk félög verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeild UEFA og er um að ræða síðari leiki félaganna í fyrstu umferð undankeppninnar. Tveir leikjanna verða hér á landi, á Akureyri og í Vestmannaeyjum en FH leikur í Liechtenstein.

Lesa meira
 
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar sunnudaginn 15. júlí - 11.7.2012

Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Lesa meira
 
Geir-fyrir-austan

Stjórn KSÍ fundar á Egilsstöðum - 10.7.2012

Stjórn KSÍ er stödd á Austurlandi þar sem haldinn verður stjórnarfundur á Egilsstöðum í dag. Stjórnarmenn nýta tækifærið og funda með aðildarfélögum á Austurlandi auk þess sem skoðuð eru vallarmannvirki á svæðinu.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna - 9.7.2012

Níunda umferð Pepsi-deildar kvenna verður leikin á mánudag og þriðjudag og verður deildin þar með hálfnuð. Fyrri helmingurinn verður svo gerður upp í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu á fimmtudag. Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Borgunarbikarinn - 8 liða úrslitum karla lýkur í kvöld - 9.7.2012

Átta liða úrslitum Borgunarbikars karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Fram í Garðabænum og hefst leikurinn kl. 19:15. KR, Grindavík og 1. deildarlið Þróttar hafa tryggt sér sæti í undanúrslitunum. Á föstudaginn verður svo leikið í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin 2012

Viðurkenningar fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna afhentar 12. júlí - 5.7.2012

Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir mótshluta í Pepsi-deildum karla og kvenna. Afhending viðurkenninga fyrir umferðir 1-9 í Pepsi-deild kvenna (fyrri helming) fer fram í Ölgerðinni fimmtudaginn 12. júlí kl. 12:00. Lesa meira
 
Evrópudeildin

Leikið í Kaplakrika og Dyflinni - 3.7.2012

Íslensk félagslið verða í eldlínu Evrópudeildar UEFA á fimmtudag. Tvö af okkar liðum, ÍBV og Þór leika gegn írskum liðum í Dyflinni, en FH-ingar leika á heimavelli í Kaplakrika. Allir leikirnir eru í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Lesa meira
 
Borgunarbikarinn_01

Dregið í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna - 2.7.2012

Í hádeginu í dag, mánudag, var dregið í 8-liða úrslita Borgunarbikars kvenna. Ljóst er að um hörkuviðureignir verður að ræða í þessum leikjum, sem fara allir fram 13. júlí. Fyrsta liðið upp úr pottinum var bikarmeistaralið Vals, sem fékk heimaleik á móti FH. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan