
KR og FH leika í Evrópukeppninni
KR og FH leika í 2. umferð í Evrópudeildinni
KR og FH verða í eldlínunni á heimavelli í kvöld, fimmtudag, en liðin leika bæði liðin í Evrópudeildinni.
KR leikur við Rosenborg frá Noregi en KR vann samanlagt 3-2 sigur á Cork frá Írlandi í fyrstu umferð. Rosenborg er eitt af stærri liðum Noregs en það hefur langa sögu að baki í þátttöku í Evrópukeppnum. Leikurinn fer fram á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli og hefst hann klukkan 19:15.
FH leikur við Inter Baku frá Aserbaídsjan en FH vann SJK frá Finnlandi í fyrstu umferðinni. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og er blásið til leiks klukkan 19:15