
Evrópudeildin – Víkingar byrja heima gegn FC Koper
Víkingur byrjar heima en FH og KR leika ytra
Íslensku liðin sem tryggðu sér sæti í Evrópukeppnum eru að hefja leik næstu daga en einn leikur er á Íslandi í þessari viku.
Víkingar taka á móti FC Koper frá Slóveníu en leikurinn fer fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn, 2. júlí, klukkan 19:15. KR-ingar leika ytra gegn Cork á Írlandi en leikurinn er klukkan 18:45.
Þá leika FH-ingar við SJK frá Finnlandi en leikur liðanna hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.