The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509184426/http://www.ksi.is/mot/nr/12683
Mótamál

KR og FH áfram í Evrópudeildinni - Víkingur úr leik

KR mætir Rosenborg en FH mætir Inter Baku

9.7.2015

KR og FH tryggðu sér í kvöld áframhaldandi þátttöku í Evrópudeildinni en KR vann 2-1 sigur á Cork í Frostaskjóli og samanlagt 3-2. FH-ingar unnu SJK frá Finnlandi 1-0 og samanlagt 2-0.

FH-ingar skoruðu sigurmarkið á 90. mínútu en það var Kristján Flóki Finnbogason sem skoraði og tryggði FH sigur. Samanlagt vann FH 2-0 í einvíginu.

Víkingur er hinsvegar úr leik eftir 2-2 jafntefli við Koper ytra. Arnþór Ingi Krist­ins­son skoraði bæði mörk Víkings í leiknum en eftir 0-1 tap heima þá dugði það ekki til.
Cork komst yfir á KR-velli með marki Mark O'Sullivan en KR-ingar jöfnuðu metin á 75.mínútu með marki Pálma Rafns Pálmasonar. Það þurfti að grípa til framlengingar þar sem leikurinn endaði 1-1 eins og úti. Það var svo Jacob Schoop sem skoraði sigurmark KR á 99. mínútu og KR vann 3-2 sigur samanlagt. KR missti Skúla Jón Friðgeirsson af velli á 44. mínútu en hann fékk að líta sitt seinna gula spjald.


 FH mætir In­ter Baku frá Aser­baíd­sj­an í næstu umferð en KR mætir Rosenborg frá Noregi. 





Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan