The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20151230192649/http://www.ksi.is/mot/2007/09

Mótamál

Landsbankadeildin

Valur Íslandsmeistari - 29.9.2007

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í dag er þeir lögðu HK að velli á Laugardalsvellinum.  Með sigrinum tryggðu þeir sér titilinn en FH átti einnig möguleika á sigri en Hafnfirðingar lögðu Víkinga að velli sem þýddi að Víkingar féllu í 1. deild. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Glæsilegt áhorfendamet í Landsbankadeild karla - 29.9.2007

Glæsilegt áhorfendamet var sett í Landsbankadeildinni keppnistímabilið 2007.  Alls mættu 119.644 áhorfendur á leikina 90 í Landsbankadeildinni í ár sem gerir 1329 áhorfendur að meðaltali á leik. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Úrslitin ráðast í Landsbankadeild karla - 29.9.2007

Lokaumferð Landsbankadeildar karla fer fram í dag og er óhætt að segja að spennan sé í algleymingi.  Allir leikirnir, er hefjast kl. 14:00, hafa mikla þýðingu og verður barist til síðustu mínútu. Valsmenn geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli gegn HK. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Þátttökutilkynningar í Íslandsmótinu innanhúss - Futsal - 28.9.2007

Þátttökutilkynningar hafa verið sendar til félaga varðandi Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu - Futsal.  Breytingar hafa verið gerðar á þeim reglum er leikið er eftir í mótinu.  Þátttöku á að tilkynna í síðasta lagi miðvikudaginn 10. október. Lesa meira
 
Óli Stefán Flóventsson, fyrirliði Grindavíkur, með 1. deilar bikarinn

Grindavík sigraði í 1. deild karla - 28.9.2007

Síðustu umferð í 1. deild karla lauk í kvöld og eru það Grindvíkingar er tróna á toppnum þegar keppni er lokið.  Þróttur og Fjölnir fylgja þeim eftir í Landsbankadeildina en Reynir Sandgerði féll í 2. deild. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla - 28.9.2007

Miðasala er hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla en leikurinn fer fram laugardaginn 6. október á Laugardalsvelli.  Mætast þá FH og Fjölnir og hefst leikurinn kl. 14:00.  Miðasala á leikinn er hafin í gegnum aðgöngumiðakerfi á midi.is. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Lokaumferð 1. deildar karla á föstudag - 27.9.2007

Föstudaginn 28. september verður lokaumferð 1. deildar karla leikin og hefjast allir leikirnir kl. 17:15.  Grindavík og Fjölnir hafa þegar tryggt sér sæti í Landsbankdadeildinni að ári en Þróttur og ÍBV eygja bæði von um þriðja sætið.  Reynir Sandgerði og KA eru í fallhættu fyrir síðustu umferðina. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Viðurkenningar fyrir lokaþriðjunginn - 25.9.2007

Þriðjudaginn 2. október verður síðasti þriðjungur Landsbankadeildar karla gerður upp.  Að venju verður lið umferðanna kynnt, besti þjálfarinn og besti dómarinn, auk þess sem stuðningsmannaverðlaun verða veitt. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Net- og símasambandslaust við skrifstofuna frá 15:00 - 24.9.2007

Vegna lagfæringa á símalínum verður net- og símasambandslaust við skrifstofu KSÍ frá kl. 15:00 í dag, mánudaginn 24. september.  Samband verður komið aftur á kl. 08:00 á þriðjudagsmorgun. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Valsmenn efstir fyrir lokaumferðina - 23.9.2007

Heil umferð fór fram í Landsbankadeild karla í dag og eftir hana er ljóst að Valsmenn eru í efsta sæti fyrir lokaumferðina.  Mikil spenna er bæði á toppi sem og á botni.  Lokaumferðin fer fram á laugardaginn og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Upplýsingapakki fyrir Landsbankadeild karla 2007 - 23.9.2007

Framundan eru leikir í Landsbankadeild karla.  Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina, líkleg byrjunarlið, upplýsingar um meidda leikmenn, sögulegar viðureignir og annað áhugavert efni frá félögunum sjálfum.

Lesa meira
 
KR VISA bikarmeistari kvenna árið 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik

KR-ingar VISA-bikarmeistarar kvenna 2007 - 22.9.2007

KR er VISA-bikarmeistari kvenna 2007 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvellinum í dag, laugardag.  Lokatölur leiksins urðu 3-0 KR í vil og eru KR-ingar því bikarmeistarar kvenna í þriðja sinn.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Grindavík og Fjölnir í Landsbankadeildinni 2008 - 22.9.2007

Lið Grindavíkur og Fjölnis tryggðu sér í dag sæti í Landsbankadeild karla 2008 með því að leggja andstæðinga sína í leikjum dagsins í 1. deild.  Grindvíkingar unnu stórsigur á Reyni, á meðan Fjölnismenn höfðu betur gegn Þórsurum.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Tryggir FH sér titilinn á sunnudaginn? - 21.9.2007

Á sunnudag, 23. september, fer fram 17. umferð Landsbankadeildar karla og er gríðarlega spenna á toppi sem og botni.  FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Valsmönnum í Kaplakrika. Lesa meira
 
Úr leik KA og Þróttar

Mikil spenna í 1. deild karla - 21.9.2007

Laugardaginn 22. september fer fram næstsíðasta umferð 1. deildar karla og hefjast allir leikirnir kl. 13:30.  Mikil spenna er á toppi sem og botni í deildinni og hafa allir leikirnir mikla þýðingu. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Þór VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla - 21.9.2007

Þór frá Akureyri varð VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla á dögunum þegar liðið lagði nágranna sína í KA.  Framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit í þessum hörkuleik sem um 700 manns sáu á Akureyrarvelli. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Upphitun stuðningsmanna fyrir bikarúrslit - 20.9.2007

Stuðningsmenn Keflavíkur og KR ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar að félög þeirra mætast í úrslitum VISA-bikar kvenna á laugardaginn.  Stuðningsmenn beggja félaga hittast fyrir leikinn og bjóða upp á fríar rútuferðir á leikstað. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA- bikars kvenna á laugardaginn - 20.9.2007

Úrslitaleikur VISA-bikars kvenna fer fram á laugardaginn þegar að Keflavík og KR mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00.  Sala aðgöngumiða er hafin á midi.is og kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.  Handhafar VISA- kreditkorta fá miðann á 800 krónur. Lesa meira
 
Merki FIFA

Háttvísidagar FIFA 21. - 23. september - 20.9.2007

Dagana 21. - 23. september verða háttvísidagar Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldnir hátíðlegir í 11. sinn, í fyrsta skiptið árið 1997. Minnt verður á háttvísi um allan heim með ýmsum hætti. Lesa meira
 
Úr leik Fram og ÍBV í 5. flokki karla 2005

Lýst er eftir leikskýrslum! - 19.9.2007

Töluvert vantar uppá að aðildarfélög KSÍ skili inn leikskýrslum og úrslitum í tæka tíð til Knattspyrnusambandsins.  Mikilvægt er að allar skýrslur skili sér hið allra fyrsta á skrifstofu KSÍ. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Framhaldsskólamót í knattspyrnu 2007 - 19.9.2007

Framhaldsmótið í knattspyrnu verður haldið í október og er skráning hafin.  Skráningarfrestur er til 23. september.  Riðlakeppni verður á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Reyðarfirði en úrslitakeppnin verður í Boganum, 27. og 28. október. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Margrét Lára leikmaður umferða 13 - 18 - 19.9.2007

Í hádeginu í dag voru veittar viðurkenningar fyrir umferðir 13 -18 í Landsbankdeild kvenna og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13 - 18. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Úrslitaleikur VISA bikars 2. flokks karla - 18.9.2007

Akureyrarfélögin Þór og KA mætast í dag í úrslitaleik VISA-bikars karla og fer leikurinn fram á Akureyrarvelli kl. 17:00.  Búast má við hörkuspennandi leik eins og ætíð er þegar þessir nágrannar mætast á vellinum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Valur Íslandsmeistari í kvennaflokki - 18.9.2007

Valur varð Íslandsmeistari kvenna þegar þær lögðu Þór/KA að velli í lokaumferðinni með tíu mörkum gegn engu.  Valur hlaut 46 stig og varð þremur stigum á undan KR.  Þetta er í 7. skiptið er Valur verður Íslandsmeistari í kvennaflokki og í þriðja sinn á fjórum árum. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Hverjar skara fram úr í umferðum 13-18 - 17.9.2007

Viðurkenningar fyrir umferðir 13-18 í Landsbankadeild kvenna verða afhentar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Að venju verður lið umferðanna kynnt, auk besta leikmanns og besta þjálfara.  Þá verða einnig veitt stuðningsmannaverðlaun.

Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Lokaumferð í Landsbankadeild kvenna í dag - 17.9.2007

Lokaumferð Landsbankadeildar kvenna fer fram í dag og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 17:30.  Valsstúlkur standa langbest að vígi fyrir lokaumferðina hafa þriggja stiga forystu á KR ásamt því að vera með hagstæðara markahlutfall. Lesa meira
 
Ungir iðkendur streyma af vellinum fyrir leik í Landsbankadeildinni

Áhorfandi nr. 100.000 mætir í dag - 15.9.2007

Í dag fara fram fjórir leikir í 16. umferð Landsbankadeild karla en fimmti leikurinn fer fram á morgun.  Ljóst er að takmarkinu um 100.000 áhorfendur verður náð í dag en fyrir 16. umferð hafa mætt 98.412 áhorfendur mætt á leikina 75 til þessa. Lesa meira
 
Frá leik KS/Leifturs og Selfoss í 2. deild karla 2006

Selfoss og KS/Leiftur fylgja Haukum í 1. deild - 15.9.2007

Lokaumferð 2. deildar var leikin í dag en mikil spenna var á toppi og botni fyrir þessa síðustu umferð.  Það verða Haukar, Selfoss og KS/Leiftur sem leika í 1. deild að ári en Sindri féll í 3. deild. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Faxaflóamót/Haust 2007 - 14.9.2007

Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember.  Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 23. september. Lesa meira
 
Víðir Garði varð 3. deildarmeistarar árið 2007 eftir sigur á Gróttu í úrslitaleik

Víðir Garði 3. deildarmeistarar - 14.9.2007

Víðir Garði tryggði sér 3. deildarmeistaratitilinn um síðustu helgi með því að leggja Gróttu að velli í úrslitaleik.  Tindastóll sigraði BÍ/Bolungarvík í einvígi um fimmta sætið en það sæti gaf einnig sæti í 2. deild að ári. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Fjölmargir mikilvægir leikir um helgina - 14.9.2007

Fjölmargir leikir verða leiknir nú um helgina en farið er að síga á seinni hlutann á Íslandsmótinu í knattspyrnu.  Lokaumferð 2. deildar verður leikin á laugardag og er mikil spenna á toppi sem og botni á þeim bænum. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokuð frá 12:00 á mánudag - 14.9.2007

Skrifstofa KSÍ verður lokuð frá kl. 12:00, mánudaginn 17. september vegna jarðarfarar Ásgeirs Elíassonar fyrrverandi landsliðsþjálfara. Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Lokahóf KSÍ haldið 19. október - 14.9.2007

Lokahóf KSÍ verður haldið föstudaginn 19. október næstkomandi á veitingastaðnum Broadway.  Dagskrá kvöldsins og miðapantanir verða tilkynntar hér á síðunni þegar nær dregur. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Mínútuþögn fyrir leiki í næstu umferð - 14.9.2007

Mínútuþögn verður viðhöfð fyrir leiki næstu umferðar í öllum leikjum deildarkeppni meistaraflokks.  Er þetta gert til minningar um fallinn félaga, Ásgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfara, er lést síðastliðinn sunnudag. Lesa meira
 
HK/Víkingur 1. deildarmeistari kvenna eftir sigur á Aftureldingu í úrslitaleik

HK/Víkingur sigraði í 1. deild kvenna - 13.9.2007

HK/Víkingur varð 1. deildarmeistari kvenna um síðustu helgi þegar þær sigruðu Aftureldingu í úrslitaleik á Varmárvelli.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir HK/Víking og tryggðu þær sér því titilinn en bæði félögin unnu sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

17. umferð Landsbankadeildar kvenna á fimmtudag - 12.9.2007

Sautjánda umferð Landsbankadeildar kvenna verður leikin fimmtudaginn 13. september og er mikil spenna á toppi og botni.  KR og Valur mætast á KR-velli kl. 17:00 en sá leikur gæti ráðið úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lesa meira
 
Ásgeir Elíasson 1949-2007

Ásgeir Elíasson látinn - 10.9.2007

Ásgeir Elíasson, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari, lést í gær á heimili sínu.  Ásgeir var landsliðsþjálfari á árunum 1991 til 1995.  Hann var einnig landsliðsþjálfari U21 karla á árunum 1992 til 1994. Lesa meira
 
Merki HM kvenna í Kína 2007

HM kvenna í Kína hefst á mánudaginn - 7.9.2007

Heimsmeistarakeppni kvenna hefst í Kína á mánudaginn þegar að Þýskaland og Argentína mætast í opnunarleik keppninnar.  Þjóðverjar eru núverandi Heims- og Evrópumeistarar.  Úrslitaleikur keppninnar fer svo fram Shanghai, 30. september. Lesa meira
 
Úr leik Álftaness og Berserkja í 3. deild karla 2007

Grótta og Víðir leika til úrslita í 3. deild karla - 6.9.2007

Það er ljóst að Grótta og Víðir leika til úrslita um deildarmeistaratitilinn í 3. deild karla og fer leikurinn fram laugardaginn 8. september kl. 12:00 á Njarðvíkurvelli.  Grótta lagði Hvöt í undanúrslitunum og Víðismenn lögðu Hamar. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

HK/Víkingur og Afturelding í Landsbankadeildina - 6.9.2007

Í gær varð það ljóst að HK/Víkingur og Afturelding leika í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili.  Liðin mætast í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn, sunnudaginn 9. september. Lesa meira
 
Úr leik Fylkis og Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna 2006.  Mynd tekin af Einari Ásgeirssyni

Mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar kvenna - 4.9.2007

Á morgun fara fram seinni leikir í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Sigurvegarar viðureignanna munu leika í Landsbankadeild kvenna að ári en deildina munu skipa 10 lið á næsta keppnistímabili. Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Seinni leikir undanúrslita 3. deildar í kvöld - 4.9.2007

Í dag, þriðjudag, fara fram síðari leikir undanúrslita 3. deildar karla í knattspyrnu.  Einnig verður leikið í keppninni um 5. sæti 3. deildar og eru það einnig síðari leikirnir.  Fimmta sætið gefur sæti í 2. deild að ári.  Allir leikirnir hefjast kl. 17:30. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Fjölnir í úrslit VISA-bikars karla - 4.9.2007

Fjölnir tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik VISA bikar karla þegar þeir lögðu Fylki í undanúrslitum með tveimur mörkum gegn einu eftir framlengdan leik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Fjölnir leikur til úrslita en þeir mæta FH í úrslitaleik. Lesa meira
 
Knattspyrnufélagið Haukar

Haukar tryggðu sér sæti í 1. deild að ári - 3.9.2007

Haukar tryggðu sér um helgina sæti í 1. deild karla að ári með því að sigra Sindra á heimavelli sínum.  Þar sem að KS/Leiftur og ÍR gerðu jafntefli í sínum leik þá var ljóst að Haukar leika í í næstefstu deild á komandi tímabili. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Áhorfendametið í Landsbankadeild karla slegið - 3.9.2007

Í gær lauk 15. umferð Landsbankadeildar karla með leik Víkings og Vals.  Á þann leik mættu 1018 áhorfendur og er því ljóst að áhorfendametið er sett var á síðasta ári, er fallið.  Alls hafa 98.412 áhorfendur mætt á leikina 75 til þessa. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

FH í úrslitaleik VISA-bikars karla - 2.9.2007

Íslandsmeistarar FH tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik VISA bikars karla þegar þeir unnu Breiðablik í bráðfjörugum undanúrslitaleik á Laugardalsvellinum.  Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en lokatölur urðu 3-1 FH i vil. Lesa meira
 
VISA-bikarinn

Undanúrslit VISA-bikars karla hefjast í dag - 2.9.2007

Í dag kl 16:00 mætast á Laugardalsvelli FH og Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla.  Hægt er að kaupa miða á midi.is en miðasala hefst á Laugardalsvelli kl. 15:00. Lesa meira
 










Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan