
Þór VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla
Sigruðu nágranna sína í KA í framlengdum úrslitaleik
Þór frá Akureyri varð VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla á dögunum þegar liðið lagði nágranna sína í KA. Framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit í þessum hörkuleik sem um 700 manns sáu á Akureyrarvelli.
Stemningin og umgjörðin voru eins og best verður á kosið á Akureyrarvelli þegar úrslitaleikur nágrannanna fór fram. Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu á völlinn og voru um 700 manns á vellinum.
Þessi úrslitaleikur VISA-Bikarsins hélt áhorfendum í mikilli spennu allan leikinn og rúmlega það því framlengja þurfti leikinn. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en það voru Þórsarar er náðu að knýja fram sigurinn í framlengingunni og fögnuðu ákaft að leik loknum