The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508152911/http://www.ksi.is/mot/nr/5614
Mótamál
VISA-bikarinn

Þór VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla

Sigruðu nágranna sína í KA í framlengdum úrslitaleik

21.9.2007

Þór frá Akureyri varð VISA-Bikarmeistari 2. flokks karla á dögunum þegar liðið lagði nágranna sína í KA.  Framlengingu þurfti til þess að knýja fram úrslit í þessum hörkuleik sem um 700 manns sáu á Akureyrarvelli.

ÞórStemningin og umgjörðin voru eins og best verður á kosið á Akureyrarvelli þegar úrslitaleikur nágrannanna fór fram.  Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu á völlinn og voru um 700 manns á vellinum. 

Þessi úrslitaleikur VISA-Bikarsins hélt áhorfendum í mikilli spennu allan leikinn og rúmlega það því framlengja þurfti leikinn.  Markalaust var eftir venjulegan leiktíma en það voru Þórsarar er náðu að knýja fram sigurinn í framlengingunni og fögnuðu ákaft að leik loknum




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan