
Mínútuþögn fyrir leiki í næstu umferð
Aðildarfélög KSÍ votta föllnum félaga virðingu sína
Mínútuþögn verður viðhöfð fyrir leiki næstu umferðar í öllum leikjum deildarkeppni meistaraflokks. Er þetta gert til minningar um fallinn félaga, Ásgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfara, er lést síðastliðinn sunnudag.
Í gærkvöldi fór fram heil umferð í Landsbankadeild kvenna og var mínútuþögn fyrir alla leikina. Um helgina verður svo leikið í 1., 2. og 3. deild karla sem og Landsbankadeild karla og verður sami háttur viðhafður þar.