The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160508152151/http://www.ksi.is/mot/nr/5585
Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Mínútuþögn fyrir leiki í næstu umferð

Aðildarfélög KSÍ votta föllnum félaga virðingu sína

14.9.2007

Mínútuþögn verður viðhöfð fyrir leiki næstu umferðar í öllum leikjum deildarkeppni meistaraflokks.  Er þetta gert til minningar um fallinn félaga, Ásgeir Elíasson fyrrverandi landsliðsþjálfara, er lést síðastliðinn sunnudag.

Í gærkvöldi fór fram heil umferð í Landsbankadeild kvenna og var mínútuþögn fyrir alla leikina.  Um helgina verður svo leikið í 1., 2. og 3. deild karla sem og Landsbankadeild karla og verður sami háttur viðhafður þar.




Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan