
Miðasala hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla
FH og Fjölnir mætast á laugardaginn 6. október kl. 14:00
Miðasala er hafin á úrslitaleik VISA-bikars karla en leikurinn fer fram laugardaginn 6. október á Laugardalsvelli. Mætast þá FH og Fjölnir og hefst leikurinn kl. 14:00. Miðasala á leikinn er hafin á www.midi.is.
Miðverð er eftirfarandi:
17 ára og eldri: kr. 1500
Handhafar VISA kreditkorta fá miðann á kr. 1200
11 - 16 ára: kr. 300
10 ára og yngri: Ókeypis aðgangur