
Tryggir FH sér titilinn á sunnudaginn?
FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika
Á sunnudag, 23. september, fer fram 17. umferð Landsbankadeildar karla og er gríðarlega spenna á toppi sem og botni. FH-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Valsmönnum í Kaplakrika. Með sigri skjótast hinsvegar Valsmenn á toppinn og standa þá best að vígi fyrir lokaumferðina.
Spennan er ekki síðri í botnbaráttunni en þar eru það fjögur félög sem eru í fallbaráttu en eitt félag fellur úr deildinni í ár.
Það verður því mikil spenna á öllum völlum í þessari umferð og eru knattspyrnuáhugamenn hvattir til þess að flykkjast á völlinn og sjá hörkuspennandi leiki.