
Faxaflóamót/Haust 2007
Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 23. september
Keppni hefst almennt í kringum miðjan október en í einhverjum tilfellum um mánaðarmótin október/nóvember. Þátttökutilkynningar skulu berast eigi síðar en sunnudaginn 23. september.
Aðeins skal berast ein þátttökutilkynning frá hverju félagi, fyrir alla flokka þess. Sama fyrirkomulag verður í 2. flokki karla og í síðasta móti og mun sami háttur hafður á í 2. flokki kvenna einnig, ef næg þátttaka fæst.