The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160102033049/http://www.ksi.is/mot/2015/08

Mótamál

Stjarnan Borgunarbikarmeistari kvenna 2015 - 29.8.2015

Stjarnan er bikarmeistari kvenna en liðið vann Selfoss 2-1 í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Leikurinn var hinn fjörugasti og fengu þeir sem mættu á Laugardalsvöllinn frábæra skemmtun.

Lesa meira
 

Áhorfendamet slegið í bikarkeppni kvenna - 29.8.2015

Áhorfendamet var slegið í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna þegar Stjarnan og Selfoss léku til úrslita, en 2.435 áhorfendur komu á leikinn. Þetta er í þriðja árið í röð sem áhorfendamet er slegið í bikarkeppni kvenna en á seinasta úrslitaleik mættu 2.011 á leikinn og þá mættust einmitt Stjarnan og Selfoss.

Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Tap í fyrsta leik Víkinga - 26.8.2015

Fyrstu leikir E riðils í undankeppni Futsal Cup fóru fram í gærkvöldi en riðillinn er leikinn í Ólafsvík.  Heimamenn léku gegn Flamurtari Vlore frá Albaníu og höfðu gestirnir betur, 1 - 5.  Í fyrr leik kvöldsins voru það Hamburg Panthers frá Þýskalandi sem lögðu FC Differdange frá Lúxemborg, 6 - 2. Lesa meira
 
Stjarnan -Borgunarbikarmeistari kvenna 2014

Molar um úrslitaleik Borgunarbikars kvenna - 25.8.2015

Stjarnan og Selfoss mætast í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þetta eru sömu lið og léku til úrslita í fyrra, þar sem Stjarnan hafði betur og fagnaði þar með sínum öðrum bikarmeistaratitli.  Fyrir keppnina í fyrra hafði Selfoss aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Lesa meira
 

Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð? - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra.  Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan. 

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna á laugardag kl. 16:00 - Leikskrá - 25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast sömu lið og í fyrra, Stjarnan og Selfoss.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á midi.is.  Smellið hér að neðan til að skoða ýmsar upplýsingar um leikinn. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Tveimur leikjum í Pepsi-deild karla breytt - 21.8.2015

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest breytingu á tveimur leikjum í Pepsi-deild karla.  Leikirnir Víkingur-ÍBV og Keflavík-KR áttu að fara fram á mánudag, en hafa nú verið færðir til þriðjudags.  Leikstaðir eru þeir sömu og leiktímar óbreyttir. Lesa meira
 
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Futsal Cup - Fyrstu leikirnir á þriðjudaginn - 21.8.2015

Víkingar frá Ólafsvík standa í stórræðum þessa dagana en þeir eru gestgjafar í E riðli undankeppni Futsal Cup sem er Evrópukeppni félagsliða í Futsal.  Auk Víkinga leika í riðlinum, Hamburg frá Þýsklandi, Flamurtari Vlorë frá Albaníu og FC Differdange frá Lúxemborg.  Fyrstu leikirnir fara fram þriðjudaginn 25. ágúst en leikjadagskráin er svohljóðandi: Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Leik ÍBV og KR frestað til föstudags - 20.8.2015

Leik ÍBV og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag kl. 18:00, hefur verið frestað.  Leikurinn mun fara fram á morgun, föstudag kl. 18:00. Lesa meira
 

Stjarnan mætir sama liði og í fyrra - 20.8.2015

Dregið hefur verið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í dag, fimmtudag.  Stjarnan, sem komst með fullt hús stiga í gegnum undanriðil sem leikinn var á Kýpur, fékk sömu mótherja og í fyrra, WFC Zvezda 2005 frá Rússlandi.   Lesa meira
 

Dregið í 32-liða úrslit Meistaradeildar kvenna á fimmtudag - 17.8.2015

Dregið verður í 32-liða úrslit í UEFA Meistaradeild kvenna fimmtudaginn 20. ágúst, en eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um tryggði Stjarnan sér sæti þar með því að leggja alla mótherja sína í undanriðli sem fram fór á Kýpur.   Lesa meira
 
Borgunarbikarinn

Besta aðsókn að bikarúrslitaleik karla á þessari öld - 17.8.2015

Áhorfendur á úrslitaleik Borgunarbikars karla síðastliðinn laugardag, þar sem Valur og KR mættust, voru 5.751 talsins, sem er mesti fjöldi á úrslitaleik bikarsins á þessari öld, og mesti fjöldi síðan 1999 þegar 7.401 var viðstaddur leik ÍA og KR. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan í 32-liða úrslitin - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag, sunnudag, eftir 2-0 sigur á Fc Apollo Ladies frá Kýpur.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur úrslitaleik við Apollon Ladies - 16.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag, sunnudag, hreinan úrslitaleik um sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið leikur við FC Apollon Ladies frá Kýpur en í seinasta leik riðakeppninnar en bæði lið eru með 6 stig.

Lesa meira
 

Valur varð seinast bikarmeistari fyrir 10 árum - 15.8.2015

Valsmenn urðu seinast bikarmeistarar árið 2005 en þá unnu þeir Fram í úrslitaleik 1-0. Það eru því 10 ár síðan Valsmenn hömpuðu seinast bikarmeistaratitlinum.

Lesa meira
 

VALUR BIKARMEISTARI KARLA - 15.8.2015

Valur varð á laugardag Borgunarbikarmeistari karla en liðið vann 2-0 sigur á KR á Laugardalsvelli. Valsmenn byrjaðu leikinn af krafti en hvorugt lið náðu þó að skora í fyrri hálfleik og var staðan markalaust þegar Erlendur Eiríksson, dómari, flautaði til hálfleiks.

Lesa meira
 

Rafræn leikskrá fyrir úrslitaleik Borgunarbikars karla - 13.8.2015

Valur og KR leika til úrslita í Borgunarbikar karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn, 15. ágúst, og hefst leikurinn klukkan 16:00.

Lesa meira
 

Stjarnan vann sigur á KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar vann öruggan 4-0 sigur á KÍ frá Færeyjum í Meistaradeild Evrópu og það er því ljóst að Stjarnan og FC Apollo Ladies leika til úrslita um efsta sæti riðilsins. Stjarnan hafði unnið Hbernians frá Möltu í fyrsta leiknum og er því með 6 stig eftir sigurinn á KÍ.

Lesa meira
 

Völsungur leitar að yfirþjálfara - 13.8.2015

Barna- og unglingaráð í knattspyrnu hjá Völsungi auglýsir stöðu yfirþjálfara yngri flokka lausa til umsóknar. Um er að ræða virkilega spennandi starf, en Völsungur rekur öflugt yngri flokka starf í knattspyrnu. Um þessar mundir eru rétt ríflega 200 iðkendur skráðir í yngri flokka félagsins.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við KÍ frá Færeyjum - 13.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar leikur í dag annan leik sinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag, fimmtudag, og eru það Færeyingar sem etja kappi við íslenska liðið að þessu sinni. Stjarnan byrjaði vel í riðlakeppninni en liðið vann Hibernians frá Möltu í fyrsta leik 5-0.

Lesa meira
 

Breytingar í Pepsi-deild karla - 13.8.2015

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2015 - 12.8.2015

Laugardaginn 15. ágúst leika Valur og KR til úrslita í Borgunarbikar karla.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 16:00.  Forsala aðgöngumiða er þegar hafin á midi.is og einnig er hægt að kaupa miða beint af félögunum.  Leikurinn er jafnframt í beinni sjónvarpssendingu á Stöð 2 sport. Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan byrjaði með stórsigri - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar byrjaði af krafti í Meistaradeild Evrópu en liðið vann 5-0 sigur á maltneska liðinu Hibernians í fyrsta leik sínum í riðlinum. Stjarnan leiddi 3-0 í hálfleik og var sigurinn því aldrei í hættu.

Lesa meira
 

Meistaradeild Evrópu - Stjarnan leikur við Hibernians - 11.8.2015

Kvennalið Stjörnunnar hefur leik í dag, þriðjudag, í Meistaradeild Evrópu, en liðið er í riðli með Appollon Ladies FC frá Kýpur, Hibernians FC frá Möltu og Klaksvíkar ĺtrottarfelag frá Færeyjum. Stjarnan hefur leik gegn Hibernians frá Möltu en riðillinn verður leikinn á Kýpur næstu daga.

Lesa meira
 

Breytingar á leikjum í Pepsi-deild karla - 6.8.2015

Vegna úrslitaleiks Borgunarbikars karla 15. ágúst milli Vals og KR, hefur eftirfarandi leikjum verið breyttþ

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Valur-Stjarnan verður á Laugardalsvelli - 6.8.2015

Ákveðið hefur verið að leikur Vals og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna, sem fram fer í kvöld, fimmtudagskvöld, verði leikinn á Laugardalsvelli.  Til stóð að leika á leik á gamla keppnivelli Vals að Hlíðarenda, en síðdegis á miðvikudag kom í ljós að vegna aðstæðna þar þyrfti að færa leikinn.

Lesa meira
 

Yfirþjálfari og knattspyrnuþjálfarar óskast hjá ÍR - 5.8.2015

Knattspyrnudeild ÍR leitar að metnaðarfullum yfirþjálfara og þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins.  Um 250 börn iðka knattspyrnu hjá ÍR og félagið leitar eftir metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að byggja upp starfsemi deildarinnar til framtíðar.  Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og unglinga og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan