Næstkomandi laugardag fara fram lokaumferðir 1. og 2. deildar karla. Í 1. deild liggur þegar ljóst fyrir að Þór og Víkingur Ólafsvík fara upp í Pepsi-deild, en fallbaráttan er ekki fullkláruð. Í 2. deildinni er þessu öfugt farið, botnbaráttan er búin en mikil spenna við toppinn.
Lesa meiraFH-ingar tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitilinn í meistaraflokki karla í sjötta sinn á níu árum með jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum. Þrjár umferðir eru eftir af Pepsi-deild karla, en FH hefur 11 stiga forskot á ÍBV og KR og efsta sætið er því öruggt.
Lesa meiraKayley Grimsley leikmaður Þórs/KA þótti best í umferðum 10 - 18 í Pepsi-deild kvenna en viðurkenningar fyrir seinni helming Íslandsmótsins voru afhent í dag. Athöfnin fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar og þar var þjálfari Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson, útnefndur þjálfari umferðanna.
Lesa meiraÞór/KA tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið lagði Selfoss örugglega að vell. Leikið var á Þórsvelli og eftir leikinn fékk liðið afhentan bikarinn, úr hendi Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Liðið hefur sjö stiga forystu á ÍBV og Stjörnuna þegar einn leikur er eftir af mótinu.
Lesa meiraSautjánda og næstsíðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram í kvöld en þá er fimm leikir á dagskránni sem hefjast allir kl. 18:00. Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í kvöld með því að leggja Selfoss á heimavelli. Stjarnan, sem tekur á móti ÍBV í kvöld, bíður færis ef norðanstúlkur misstíga sig.
Lesa meiraÞórsarar frá Akureyri tryggðu sér um helgina sæti í Pepsi-deild karla á næsta keppnistímabili en þetta varð ljóst eftir úrslit 19. umferðar 1. deildar karla. Þórsarar hafa nú 11 stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.
Lesa meiraGrundarfjörður og Augnablik tryggðu sér um helgina sæti í nýrri 3. deild en hana skipa 10 félög á næsta keppnistímabili. Þurfti að leika aukaleiki um sæti í þessari deild á milli þeirra félaga er lentu í 3. sæti riðlanna í 3. deild.
Lesa meirajanúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan