The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317122834/http://www.ksi.is/mot/2007/12

Mótamál

Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Margrét Lára Íþróttamaður ársins - 28.12.2007

Margrét Lára Viðarsdóttir var í kvöld kjörin íþróttamaður ársins en tilkynnt var um kjörið við hátíðlega athöfn á Grand Hótel.  Margrét Lára er fyrsta knattspyrnukonan er hlýtur þessa nafnbót. Lesa meira
 
flugeldar_2007

Áramótakveðja frá KSÍ - 28.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Bráðabirgðaákvæði vegna hlutgengis leikmanna - 28.12.2007

Stjórn KSÍ hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði til þess að heimila leikmönnum sem hafa skipt um félag og eru handhafar keppnisleyfis sem tekur gildi 20. febrúar nk. að leika nú þegar með nýju félagi í héraðsmótum og Íslandsmóti innanhúss. Lesa meira
 
Margrét Lára Viðarsdóttir var valin leikmaður umferða 13-18 í Landsbankadeild kvenna

Tilkynnt um íþróttamann ársins í kvöld - 28.12.2007

Í kvöld verður tilkynnt um kjör á íþróttamanni ársins en það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu.  Knattspyrnufólkið Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir eru á meðal tíu efstu í kjörinu. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðja frá KSÍ - 21.12.2007

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum hugheilar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar. 

GLEÐILEG JÓL!!!!!!!!

Lesa meira
 
KSÍ - Alltaf í boltanum

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 - 20.12.2007

Riðlaskipting fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2008 er tilbúin og ennfremur hafa drög að leikjaniðurröðun verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi föstudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn verður fjórði dómari í úrslitakeppni EM 2008 - 19.12.2007

Í dag tilkynnti UEFA um þá dómara er dæma munu í úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í Sviss og Austurríki.  Kristinn Jakobsson mun starfa við keppnina sem fjórði dómari. Lesa meira
 
UEFA

Guðmundur eftirlitsmaður í Aþenu - 19.12.2007

Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA á leik AEK Athens frá Grikklandi og Villareal frá Spáni á fimmtudaginn.  Leikurinn er í UEFA bikarnum en síðasta umferðin fer fram í dag og á morgun. Lesa meira
 
Mynd: Blikar.is, Gylfi Steinn Gunnarsson

Magnús Páll fékk bronsskóinn - 18.12.2007

Á mánudagskvöld var Magnúsi Páli Gunnarssyni, leikmanni Breiðabliks, afhentur bronsskór Adidas sem þriðji markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla árið 2007.

Lesa meira
 
Markahæstu leikmenn í Landsbankadeildum 2007

Gull-, silfur- og bronsskórnir 2007 - 18.12.2007

Markahæstu leikmenn Landsbankadeildar karla og kvenna 2007 voru verðlaunaðir í höfuðstöðvum KSÍ á mánudagskvöld.  Fulltrúar KSÍ og Adidas á Íslandi afhentu þá gull-, silfur- og bronsskóna til þriggja markahæstu leikmanna í deildunum.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Heiðursmerki veitt 77 einstaklingum - 18.12.2007

Áður en knattspyrnufólk ársins var kynnt á mánudagskvöld veitti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, 77 einstaklingum heiðursmerki KSÍ fyrir frábær störf í þágu knattspyrnunnar á Íslandi.

Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Hermann og Margrét Lára knattspyrnufólk ársins 2007 - 17.12.2007

Leikmannaval KSÍ valdi Hermann Hreiðarsson og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins árið 2007.  Verðlaunin voru afhend í höfðustöðvum KSÍ í kvöld við hátíðlega athöfn. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört í kvöld - 17.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört í kvöld, mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Merki FIFA

Íslenskir FIFA dómarar 2008 - 13.12.2007

FIFA - Alþjóða knattspyrnusambandið - hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2008. Tvær breytingar eru á listanum frá árinu 2007. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Val á knattspyrnufólki ársins kunngjört 17. desember - 13.12.2007

Val á knattspyrnukonu og knattspyrnumanni ársins fyrir árið 2007 verður kunngjört mánudaginn 17. desember.  Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum KSÍ og hefst kl. 18:00.  Viðurkenningar eru veittar fyrir þrjú efstu sætin hjá konum og körlum. Lesa meira
 
Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður, skrifa bókina Íslensk knattspyrna

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2007 afhent - 11.12.2007

Í dag var Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson kynnt og við það tilefni tók Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við fyrsta eintakinu úr hendi Helga Jónssonar frá Bókaútgáfunni Tindi. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Riðlarnir klárir fyrir Reykjavíkurmótið 2008 - 10.12.2007

Drög að leikjaniðurröðun í Reykjavíkurmóti KRR er nú tilbúin hér á heimasíðunni.  Allir leikir mótsins, í karla - og kvennaflokki, fara fram í Egilshöllinni.  Keppt er í tveimur riðlum í meistaraflokki karla en í einum riðli í meistaraflokki kvenna. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag - 7.12.2007

Skrifstofa KSÍ lokar kl. 13:00 í dag, föstudag, vegna jólahlaðborðs starfsmanna.  Hægt er að ná sambandi í síma 510-2900 og svo í farsímanúmer starfsmanna en hægt er að finna þau hér. Lesa meira
 
Forsíða Íslenskrar knattspyrnu 2007 eftir Víði Sigurðsson

Íslensk knattspyrna 2007 - 7.12.2007

Bókin Íslensk knattspyrna 2007 er komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er þetta 27. bókin í röðinni en sú fyrsta kom út árið 1981. Höfundur er Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður. Lesa meira
 
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

Framlög frá UEFA til íslenskra félagsliða. - 7.12.2007

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni (Champions League) til félaga í aðildarlöndum sambandsins. Íslensk félagslið nutu góðs af þessu og fengu alls rúmar 70 milljónir í sinn hlut. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir á Goodison Park - 4.12.2007

Kristinn Jakobsson mun á morgun dæma leik Everton og Zenit St. Petersburg í UEFA bikarnum.  Honum til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Gunnar Gylfason.  Fjórði dómari verður Magnús Þórisson. Lesa meira
 
Merki Euro 2008

Dregið í riðla í úrslitakeppni EM 2008 - 2.12.2007

Í dag var dregið í riðla í úrslitakeppni EM sem fram fer í Austurríki og Sviss dagana 7. - 30. júní.  Mikið verður um stórleiki í þessari keppni en óneitanlega vekur C-riðill mesta athygli. Lesa meira
 
UEFA

Breytingar á Evrópumótum félagsliða - 1.12.2007

Stjórn UEFA hefur samþykkt breytingar á Evrópumótum félagsliða frá og með leiktíðinni 2009/10.  Þessar breytingar munu hafa töluverð áhrif á þátttöku íslenskra félagsliða og verður UEFA Intertoto keppnin aflögð. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars