The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160104042044/http://www.ksi.is/mot/2012/01

Mótamál

Knattspyrna á Íslandi

Trúnaðarmenn landshluta - Eysteinn og Pétur ráðnir - 26.1.2012

Ákveðið hefur verið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ sem miðar að því að auka samskipti og samráð við þjálfara aðildarfélaga, færa þjónustu nær aðildarfélögum, meta efnilega leikmenn og fylgja eftir efnilegum leikmönnum í samráði við félögin. Til þessa starfs verða ráðnir í hlutastörf trúnaðarmenn landshluta og þegar hefur fyrsta skrefið verið stigið í þeim efnum

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Eins og síðustu ár tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2012 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum Valitor-bikarsins. 

Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6935

Drög að leikjum í landsdeildum 2012 tilbúin - 25.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur birt drög að leikjum sumarsins í Pepsi-deild karla, Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla.  Félög í þessum deildum eru vinsamlegast beðin um að fara yfir sína leiki og koma með athugasemdir við þessi drög í síðasta lagi miðvikudaginn 1. febrúar.

Lesa meira
 
Sportmyndir.net

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - Skilafrestur rennur út á morgun - 18.1.2012

Á morgun, fimmtudaginn 19. janúar, er síðasti dagur til að skila inn þátttökutilkynningum í knattspyrnumót 2012. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
Leikmenn Breiðabliks og Þróttar þakka fyrir leikinn eftir leik liðanna í 7. flokki B á Norðurálsmótinu á Akranesi

Opin mót 2012 - 18.1.2012

Félögum sem halda opin mót 2012 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður á póstfangið.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.

Lesa meira
 
UEFA

Ísland er í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA - 16.1.2012

Ísland er sem stendur í fjórða sæti á Háttvísilista UEFA (Respect Fair Play) en á þeim lista er tekið tillit til leikja á vegum UEFA frá 1. maí 2011 til 30. apríl 2012. Þær þjóðir sem verða í efstu þremur sætunum á þessum lista, fá í sinn hlut aukasæti í Evrópudeild UEFA 2012/13.

Lesa meira
 
ÍBV

ÍBV Íslandsmeistari kvenna innanhúss - 16.1.2012

Stelpurnar í ÍBV tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, um helgina. Þær höfðu sigur í öllum sínum leikjum og enduðu með fullt hús stiga. Fylkisstúlkur urðu í öðru sæti en innbyrðis leikur þessara liða var æsispennandi.

Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Reykjavíkurmót KRR hefst á fimmtudaginn - 10.1.2012

Reykjavíkurmót KRR hefst fimmtudaginn 12. janúar þegar tveir leikir fara fram í A riðli meistaraflokks karla. Víkingur og Leiknir leika þá kl. 19:00 og strax á eftir, eða kl. 21:00, leika Fram og ÍR.  Konurnar hefja svo leik föstudaginn 13. janúar en þá leika KR og Fylkir kl. 19:00 en Þróttur og Fjölnir leika kl. 21:00.

Lesa meira
 
IBV-Futsal

ÍBV Íslandsmeistarar innanhúss - 9.1.2012

ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu - Futsal, með því að leggja Víking Ólafsvík í úrslitaleik. Lokatölur urðu 5 - 0 fyrir Eyjamenn sem leiddu í leikhléi með tveimur mörkum.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar 2012 - Niðurröðun leikja lokið - 6.1.2012

Mótanefnd KSÍ hefur lokið við niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2012. Verulegar breytingar hafa verið gerðar frá áður útgefnum drögum. Nauðsynlegt er að forráðamenn félaga sjái til þess að öll eldri drög verði tekin úr umferð til að forðast misskilning. Niðurröðun má sjá á vef KSÍ. Lesa meira
 
Úr leik Vals og Fylkis á Kynningamótinu í Futsal

Úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss hefst í kvöld - 6.1.2012

Í kvöld hefst úrslitakeppni meistaraflokks karla í Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu - Futsal og verður leikið í Laugardalshöll. Fjölnir og Fylkir mætast kl. 18:30 og strax á eftir, eða kl. 20:00, leika Leiknir R. og Víðir.

Lesa meira
 
Heiðar Helguson

Heiðar Helguson útnefndur Íþróttamaður ársins 2011 - 5.1.2012

Knattspyrnumaðurinn Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins árið 2011 en það eru samtök íþróttafréttamanna sem velja. Valið var tilkynnt í kvöld við athöfn að Grand Hótel en það eru ÍSÍ og Samtök íþróttafréttamanna sem stóðu sameiginlega að athöfninni. Þetta er í 56. skiptið sem íþróttamaður ársins er útnefndur.
Lesa meira
 
Sportmyndir_30P6991

Þátttökutilkynningar í knattspyrnumót 2012 - 4.1.2012

Póstlagðar hafa verið þátttökutilkynningar til aðildarfélaga KSÍ og munu þær því berast til félaganna á næstu dögum. Nauðsynlegt er fyrir félögin að skila inn frumriti af þátttökutilkynningu sinni og skal henni skilað fyrir 20. janúar næstkomandi.

Lesa meira
 
isi_merki

Ferðasjóður íþróttafélaga - Skila þarf fyrir miðnætti 9. janúar - 3.1.2012

Minnt er á að umsóknir í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót á árinu 2011 verða að berast fyrir miðnætti þann 9. janúar 2012. Á miðnætti þann dag verður umsóknarsvæðinu lokað og gögnin færð yfir í gagnagrunn til úrvinnslu. Það verður því ekki mögulegt að taka við umsóknum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan