The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160102103449/http://www.ksi.is/mot/nr/12770
Mótamál

Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð?

Aðsóknarmet í bikarúrslitaleik kvenna hefur verið slegið síðustu tvö ár

25.8.2015

Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.  Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra.  Búist er við hörkuleik og er vonast eftir sem flestum áhorfendum úr röðum stuðningsmanna beggja liða.  Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan.  Stefnan er sett á að ná þrennunni og slá aðsóknarmetið þriðja árið í röð!

Áhorfendafjöldi á úrslitaleik bikarkeppni kvenna síðustu 20 ár  

2014   Selfoss Stjarnan 2.011 (met)
2013   Breiðablik Þór/KA 1.605 (met)
2012   Valur Stjarnan 1.272
2011   KR Valur 1.121
2010   Stjarnan Valur 1.449
2009   Valur Breiðablik 1.158
2008   Valur KR 1.019
2007   Keflavík KR 757
2006   Breiðablik Valur 819
2005   Breiðablik KR 743
2004   ÍBV Valur 735
2003   ÍBV Valur 1.027
2002   KR Valur 729
2001   Breiðablik Valur 867
2000   KR Breiðablik 809
1999   KR Breiðablik 834
1998   Breiðablik KR 524
1997   Breiðablik Valur 379
1996   Breiðablik Valur 510
1995   KR Valur 350
1994   KR Breiðablik 590

Miðaverð 2015 (ónúmeruð sæti)

17 ára og eldri:                  kr. 1500

16 ára og yngri:                 kr. 500

10 ára og yngri:                 Ókeypis aðgangur

Netsala á www.midi.is fram að leik

Miðasala við Laugardalsvöll á leikdegi frá kl. 12:00




Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan