
Verður aðsóknarmetið slegið þriðja árið í röð?
Aðsóknarmet í bikarúrslitaleik kvenna hefur verið slegið síðustu tvö ár
Úrslitaleikur Borgunarbikars kvenna fer fram á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00. Þar mætast Stjarnan og Selfoss, sem léku einnig til úrslita í fyrra. Búist er við hörkuleik og er vonast eftir sem flestum áhorfendum úr röðum stuðningsmanna beggja liða. Í fyrra var sett aðsóknarmet þegar 2.011 áhorfendur studdu liðin dyggilega og var þá met slegið sem sett var árið á undan. Stefnan er sett á að ná þrennunni og slá aðsóknarmetið þriðja árið í röð!
Áhorfendafjöldi á úrslitaleik bikarkeppni kvenna síðustu 20 ár
2014 | Selfoss | Stjarnan | 2.011 (met) | |
2013 | Breiðablik | Þór/KA | 1.605 (met) | |
2012 | Valur | Stjarnan | 1.272 | |
2011 | KR | Valur | 1.121 | |
2010 | Stjarnan | Valur | 1.449 | |
2009 | Valur | Breiðablik | 1.158 | |
2008 | Valur | KR | 1.019 | |
2007 | Keflavík | KR | 757 | |
2006 | Breiðablik | Valur | 819 | |
2005 | Breiðablik | KR | 743 | |
2004 | ÍBV | Valur | 735 | |
2003 | ÍBV | Valur | 1.027 | |
2002 | KR | Valur | 729 | |
2001 | Breiðablik | Valur | 867 | |
2000 | KR | Breiðablik | 809 | |
1999 | KR | Breiðablik | 834 | |
1998 | Breiðablik | KR | 524 | |
1997 | Breiðablik | Valur | 379 | |
1996 | Breiðablik | Valur | 510 | |
1995 | KR | Valur | 350 | |
1994 | KR | Breiðablik | 590 |
Miðaverð 2015 (ónúmeruð sæti)
17 ára og eldri: kr. 1500
16 ára og yngri: kr. 500
10 ára og yngri: Ókeypis aðgangur
Netsala á www.midi.is fram að leik
Miðasala við Laugardalsvöll á leikdegi frá kl. 12:00