The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821152706/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2011/03

Leyfiskerfi

Knattspyrnusamband Íslands

Ánægjukönnun á meðal leyfisumsækjenda 2011 - 28.3.2011

Að loknu leyfisferlinu á ári hverju fer fram svokallað árlegt endurmat, að kröfu UEFA, þar sem farið er yfir alla þætti kerfisins og skoðað hvað vel hefur gengið og hvað mætti betur fara.  Svör bárust frá 18 félögum af þeim 25 sem undirgengust leyfiskerfið að þessu sinni.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Viðurlög vegna leyfiskerfis 2011 - 25.3.2011

Samkvæmt afgreiðslu leyfisráðs á umsóknum félaga um þátttökuleyfi 2011 uppfylltu þrjú félög ekki kröfu um menntun unglingaþjálfara.  Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var fjallað um málið og var ákveðið að beita viðurlögum í samræmi við lið 8.1. í leyfisreglugerð KSÍ.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Öll félögin komin með þátttökuleyfi - 18.3.2011

Leyfisráð fundaði á fimmtudag og fór yfir leyfisgögn fjögurra félaga, sem gefinn hafði verið frestur til að ljúka útistandandi málum frá öðrum fundi ráðsins, síðastliðinn mánudag.  Félögunum fjórum var öllum veitt þátttökuleyfi.  Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

7 félögum veitt þátttökuleyfi - 14.3.2011

Leyfisráð fundaði í hádeginu í dag, mánudag, fór yfir leyfisgögn og tók ákvörðun um að veita 7 félögum þátttökuleyfi.  Áður hafði 13 félögum verið veitt leyfi á fundi ráðsins 8. mars síðastliðinn.  Fundi var frestað vegna ákvarðanatöku um fjögur félög.

Lesa meira
 
Njarðvík

Njarðvík uppfyllir kröfur leyfiskerfisins 2011 - 9.3.2011

Leyfiskerfi KSÍ nær ekki til félaga í 2. deild karla, en engu að síður óskuðu Njarðvíkingar eftir því að undirgangast kerfið.  Skemmst er frá því að segja að Njarðvík uppfyllir allar kröfur reglugerðarinnar sem gerðar eru til félaga í 1. deild karla. 

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Þrettán þátttökuleyfi gefin út á fyrsta fundi leyfisráðs - 9.3.2011

Fyrsti fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2011 fór fram á þriðjudag.  Ráðið fór yfir leyfisgögn allra félaga og tók ákvörðun um að veita 13 umsækjendum af 24 þátttökuleyfi. Ákveðið var að gefa öðrum félögum frest til hádegis mánudaginn 14. mars til að klára útistandandi atriði, en þá kemur leyfisráð saman að nýju.

Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Leyfisráð fundar á þriðjudag - 3.3.2011

Það líður að lokum leyfisferlisins fyrir keppnistímabilið 2011.  Leyfisumsækjendur hafa fengið lokaathugasemdir við gögn og vinna nú af kappi að úrbótum þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til ákvarðanatöku þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-010