The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20141007045119/http://www.ksi.is/

ksi.is

Stjarnan Íslandsmeistarar 2014

Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti

Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli.  Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða.  Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik.  Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla.

Lesa meira
 

Alltaf í boltanum


ksi.is

Knattspyrnuráð Reykjavíkur

6.10.2014 Mótamál : Grunnskólamóti KRR lauk um helgina

Grunnskólamóti KRR lauk nú um helgina og fór það fram í Egilshöllinni.  Að venju eru það 7. og 10. bekkir grunnskólanna sem leika á þessu móti, hjá drengjum og stúlkum.  Lista  af sigurvegurum má sjá hér að neðan.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu á Ólympíuleikjum ungmenna í Nanjing

6.10.2014 Landslið : U16 karla - Úrtaksæfingar um komandi helgi

Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U16 karla og hefur Þorlákur Árnaons valið hóp fyrir þessar æfingar.  Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll og hafa 38 leikmenn verið valdir frá 16 félögum.

Lesa meira
 
Byrjunarlið Íslands gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Danmörku

6.10.2014 Landslið : U17 karla - Hópurinn sem fer til Moldóvu

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hópinn sem leikur í undankeppni EM en riðill Íslands fer fram í Moldóvu, dagana 15. - 20. október.  Ísland leikur þar gegn Ítalíu, Armeníu og gestgjöfunum sem verða fyrstu mótherjarnir. Lesa meira
 

3.10.2014 Landslið : Samningar við samstarfsaðila KSÍ staðfestir

Á blaðamannafundi sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í dag voru tilkynntir landsliðshópar A karla og U21 karla fyrir mikilvæga leiki sem framundan eru.  Þar voru einnig boðnir formlega velkomnir í landsliðið samstarfsaðilar KSÍ en staðfestir voru samningar til fjögurra ára við þessi frábæru fyrirtæki.

Lesa meira
 
Marki Kolbeins gegn Tyrkjum fagnað

3.10.2014 Landslið : A karla - Hópurinn gegn Lettlandi og Hollandi

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Lettum ytra, föstudaginn 10. október en gegn Hollendingum á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. október.

Lesa meira
 
U21-karla

3.10.2014 Landslið : U21 karla - Hópurinn fyrir umspilsleikinga gegn Dönum

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Dönum í tveimur umspilsleikjum um sæti í úrslitakeppni EM 2015 í Tékklandi.  Fyrri leikurinn verður í Álaborg, föstudaginn 10. október en sá seinni á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 14. október kl. 16:15.  Það lið sem hefur betur úr þessum viðureignum samanlagt, tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM.

Lesa meira
 

30.9.2014 Landslið : U21 karla - Miðasala hafin á Ísland - Danmörk

Strákarnir í U21 mæta Dönum á Laugardalsvelli en um er að ræða seinni leik þjóðanna í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla.  Í húfi er sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi á næsta ári.  Það er ljóst að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í þessu leik og eru landsmenn hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana.

Lesa meira
 










Pistlar

Geir Þorsteinsson

Landsliðin okkar

Það er svolítið sérstakt að finnast maður vera að bera í bakkafullan lækinn að skrifa um góðan árangur landsliðanna okkar á síðustu árum.  Það er eitt að ná góðum árangri í einni undankeppni stórmóts, en það er enn meira afrek að endurtaka leikinn og viðhalda góðum árangri til lengri tíma. Allur pistillinn
 

Skráning úrslita

Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan.

Leiðbeiningar




Útlit síðu:


2011Forsidumyndir2011-010