
Pepsi-deild karla - Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta skipti
Spenna í Pepsi-deild karla fram á síðustu spyrnu
Stjarnan tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið eftir sigur á FH á Kaplakrikavelli. Þarna áttust við tvö efstu félögin var því um úrslitaleik að ræða en FH dugði jafntefli til að tryggja sér titilinn. Stjarnan hafði hinsvegar betur með marki í uppbótartíma.
Hvorki fleiri né færri en 6.450 áhorfendur fylltu Kaplakrikavöll og urðu vitni að gríðarlega spennandi leik. Spennan var líka mikil á öðrum vígstöðvum í Pepsi-deild karla því barist var um Evrópusæti og fallbaráttan var einnig í algleymingi. Svo fór að lokum að Víkingur Reykjavík tryggði sér sæti í Evrópudeildinni að ári en Framarar þurftu að sætta sig við fall í 1. deild ásamt Þór. Í þeirra stað leika í Pepsi-deild að ári, Leiknir og ÍA.
Frábært tímabil að baki hjá Garðbæingum því karla- og kvennalið Stjörnunnar fögnuðu sigri í Pepsi-deildinni árið 2014.
Til hamingju, Stjarnan!