The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20141006212935/http://www.ksi.is/fraedsla

Fræðsla

Bleika slaufan 2014

Bleika slaufan í bleikum október - 1.10.2014

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. KSÍ styður sem fyrr baráttuna gegn krabbameinum og verður slaufan sýnileg á vef KSÍ í októbermánuði.  Allt um þetta verkefni á vef Bleiku slaufunnar.

Lesa meira
 

KSÍ I þjálfaranámskeið í október - 29.9.2014

KSÍ mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 17.-19. október og 35 laus pláss helgina 24.-26. október.

Lesa meira
 
Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur leitar að þjálfara fyrir 4. og 3.flokk karla - 23.9.2014

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem er faglega góður, drífandi og með brennandi áhuga á að þjálfa unglinga. Lesa meira
 
HK

HK auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. flokk karla - 22.9.2014

Knattspyrnudeild HK óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir 3. fl. ka. starfsárið 2014-2015.  Óskað er eftir þjálfara með góða menntun og reynslu. Lesa meira
 
Friður í einn dag - Peace one day

Friður í einn dag - Peace one day - 19.9.2014

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 16. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert og hefur knattspyrnuhreyfingin á Íslandi vakið athygli á þessum verðuga málstað undanfarin ár.

Lesa meira
 
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands - KÞÍ

Fræðsluferð KÞÍ til Þýskalands - nokkur sæti laus - 19.9.2014

Heimsókn til Borussia Dortmund og Borussia Mönchengladbach þar sem fylgst verður með æfingum yngri liða félaganna og félögin bjóða upp á fyrirlestra um starf sitt.  Verð á bilinu 90 - 100 þúsund krónur í tveggja manna herbergi og 120 - 130 þúsund krónur í eins manns herbergi. Lesa meira
 
Valur

Vantar þig áskorun? - 19.9.2014

Knattspyrnufélagið Valur leitar að metnaðarfullum þjálfurum fyrir 2. 3. og 6. flokk kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil.  Áhugasamir sendi umsókn á [email protected] fyrir 25.september.

Lesa meira
 
Þróttur R.

Þróttur auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk kvenna - 18.9.2014

Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir metnaðarfullum þjálfara sem er tilbúinn til að vinna skv. stefnu félagsins. Lesa meira
 
Fyrstu þjálfararnir sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ

Fyrstu sem útskrifast með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ - 16.9.2014

Nýverið útskrifaði KSÍ fyrstu markmannsþjálfarana með Markmannsþjálfaragráðu KSÍ. Útskriftin fór fram í tengslum við landsleik Íslands og Ísrael í undankeppni HM.  Um er að ræða 11 þjálfara. Stefnt er að því að halda annað námskeið á komandi vetri og verður það auglýst á næstu vikum.

Lesa meira
 

Markmannsskóli stúlkna 2014 á Akranesi - 14.9.2014

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla stúlkna sem heldinn verður á Akranesi 26.-28. september. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 

Markmannsskóli drengja 2014 á Akranesi - 14.9.2014

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 19.-21. september. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.

Lesa meira
 
11.-supufundur

Súpufundur um vanmat í íþróttum - 29.8.2014

Mánudaginn 8. september klukkan 12.10-13.00 mun KSÍ standa fyrir fundi þar sem viðfangsefnið er vanmat í íþróttum. Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum, 3. hæð. Fyrirlesari er Hreiðar Haraldsson sem nýverið lauk meistaraprófi í íþróttasálfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Norðurlandi - 26.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Dalvík föstudaginn 29. ágúst.  Þorlákur Árnason mun ásamt Þóru B. Helgadóttir vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum frá félögum á Norðurlandi.  Æfingarnar verða á Dalvíkurvelli. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Vestmannaeyjum - 25.8.2014

Hæfikleikamótun KSÍ og N1 verður í Vestmanneyjum miðvikudag og fimmtudag, 27. - 28. ágúst.  Þorlákur Árnason og Þóra B. Helgadóttir verða með æfingar fyrir 4. flokk drengja og stúlkna.  Að auki mun Þóra vera með markvarðaæfingu fyrir 15 - 19 ára á miðvikudagskvöldinu.

Lesa meira
 
ÍR

ÍR auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri flokka karla og kvenna - 21.8.2014

Knattspyrnudeild ÍR leitar að einstaklingi sem vill slást í hóp metnaðarfullra þjálfara sem nú þegar starfa hjá deildinni.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun september, þegar knattspyrnuæfingar hefjast aftur hjá deildinni. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 á Ísafirði 11. ágúst - 7.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður mánudaginn 11. ágúst  á Ísafirði.  Strákar æfa frá 09.45 - 11.00 og stelpur frá 11.00 - 12.15.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl. 12.15 og fyrir 10-12 ára kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 í Fjarðabyggðarhöllinni 8. ágúst - 6.8.2014

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður föstudaginn 8.ágúst í Fjarðabyggðahöllinni á Reyðarfirði. Strákar æfa frá 10.00-11.15 og stelpur frá 11.15-12.30.  Þá verður markmannsæfing fyrir 15 ára og eldri kl.13.00 í umsjón Þóru B. Helgadóttur landsliðsmarkmanns. Lesa meira
 
Stjarnan

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka - 6.8.2014

Stjarnan leitar að yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar.  Yfirþjálfari hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á öllu faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar í samráði við barna- og unglingaráð og framkvæmdastjóra. Lesa meira
 
Rúnar Kristinsson með Steve McClaren

Rúnar Kristinsson útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu - 22.7.2014

Nú á dögunum bættist enn í hóp íslenskra þjálfara sem hlotið hafa UEFA Pro þjálfaragráðu frá erlendu knattspyrnusambandi þegar Rúnar Kristinsson lauk námi sínu hjá enska knattspyrnusambandinu. Lesa meira
 

Hæfileikamótun KSÍ og N1 föstudaginn 11. júlí - 8.7.2014

Hæfileikamótun KSÍ  og N1 verður á höfuðborgarsvæðinu (Kraganum), föstudaginn 11. júlí.  Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingar hjá bæði stelpum og strákum.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001