The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20140821100743/http://www.ksi.is/leyfiskerfi/2012/01

Leyfiskerfi

Knattspyrnusamband Íslands

Fjárhagslegur stuðningur við aðildarfélög - 26.1.2012

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar fjárhagslegan stuðning við aðildarfélög sambandsins.  Eins og síðustu ár tekur KSÍ yfir ferða- og uppihaldskostnað dómara fyrir árið 2012 í öllum deildum beggja kynja og í leikjum Valitor-bikarsins. 

Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-218

Leyfisgögn komin frá öllum 24 félögunum - 18.1.2012

Leyfisstjórn hefur móttekið leyfisgögn allra leyfisumsækjendanna 24 sem leika í efstu tveimur deildum karla. Lokaskiladagur var mánudagurinn 16. janúar og voru öll félögin innan tímamarka.  Víkingur Ólafsvík skilaði líka fjárhagslegum gögnum. Lesa meira
 
Ldv_2010_Atburdir-214

Fundað með endurskoðendum félaga - 16.1.2012

Síðastliðinn fimmtudag var endurskoðendum félaga sem undirgangast leyfiskerfið boðið til fundar í höfuðstöðvum KSÍ. Með þessum fundi er reynt að kynna leyfiskerfið betur, beint til endurskoðenda, og ná þannig betra samræmi, fækka athugasemdum sem gerðar eru, og gera allt ferlið öruggara fyrir alla hagsmunaaðila.

Lesa meira
 
Knattspyrna á Íslandi

Lokaskiladagur leyfisgagna er á mánudag - 14.1.2012

FH, Stjarnan, KR, ÍBV, ÍR, Þór og Fram hafa skilað leyfisgögnum sínum í vikunni og þar með hafa 16 af þeim 24 félögum (Pepsi-deild karla og 1. deild karla) sem undirgangast leyfiskerfið skilað sínum gögnum. Skilafrestur er til mánudagsins 16. janúar.

Lesa meira
 
pepsi-deildin-100509_054

Breiðablik og Fylkir hafa skilað - 6.1.2012

Breiðablik og Fylkir hafa skilað fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum, með umsóknum sínum um þátttökuleyfi í Pepsi-deildinni 2012. Þar með hafa alls 9 félög skilað, fimm í Pepsi-deild og fjögur í 1. deild. Þetta er svipaður fjöldi og um sama leyti í fyrra, þegar 8 félög voru búin að skila, og sami fjöldi og 2010. Lesa meira
 
Knattspyrnusamband Íslands

Skiladagur leyfisgagna færður til 16. janúar - 3.1.2012

Skiladegi leyfisgagna, annarra en fjárhagslegra, hefur verið ýtt aftur um einn dag, þar sem 15. janúar, sem er skiladagur samkvæmt leyfisreglugerð, kemur upp á sunnudegi. Skilafrestur fjárhagsgagna helst þó óbreyttur mánudaginn 20. febrúar. Lesa meira
 
Ergo

Fundað með endurskoðendum leyfisumsækjenda - 3.1.2012

KSÍ hefur boðið endurskoðendum og fulltrúum þeirra félaga sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ á fund um fjárhagshluta leyfiskerfis KSÍ 12. janúar næstkomandi. Farið verður yfir grunnatriði leyfiskerfis KSÍ, þær reglur sem gilda og það vinnulag sem krafist er við undirbúning fjárhagslegra leyfisgagna.

Lesa meira
 










2011Forsidumyndir2011-001