The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160103033925/http://www.ksi.is/mot/2008/12

Mótamál

Gleðilegt nýtt ár

Áramótakveðjur frá KSÍ - 30.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum sínar bestu áramótakveðjur, óskar landsmönnum gleðilegs nýs knattspyrnuárs og þakkar fyrir allt gott á liðnu ári. Lesa meira
 
Jólakveðja frá KSÍ

Jólakveðjur frá KSÍ - 23.12.2008

Knattspyrnusamband Íslands sendir öllum landsmönnum kærar jólakveðjur með von um að allir eigi góða daga yfir hátíðirnar.  GLEÐILEG JÓL Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Drög að leikjaniðurröðun í Deildarbikarnum 2009 - 22.12.2008

Drög að leikjaniðurröðun fyrir Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 er tilbúin og hefur verið birt á heimasíðunni.  Félög eru beðin um að skila athugasemdum í síðasta lagi sunnudaginn 4. janúar. Lesa meira
 
Merki FIFA

FIFA staðfestir dómaralista - 19.12.2008

FIFA hefur staðfest dómaralista dómaranefndar KSÍ.  Á listanum eru tveir nýir aðstoðardómarar, þau Frosti Viðar Gunnarsson og Bryndís Sigurðardóttir en Bryndís er fyrsta íslenska konan til að komast á FIFA dómaralistann. Lesa meira
 
Úr leik GG og Árborgar

Riðlaskipting Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 tilbúin - 15.12.2008

Nú liggur fyrir riðlaskipting í Deildarbikarkeppni KSÍ 2009 í karla og kvennaflokki sem og keppnisfyrirkomulag.  Drög að leikjaniðurröðun verður svo birt síðar og send á félögin til skoðunar.  Lesa meira
 
UEFA

Meistaradeild kvenna hefst 2009 - 12.12.2008

Framkvæmdastjórn UEFA hefur ákveðið að breyta nafni og fyrirkomulagi í Evrópukeppni kvenna.  Keppnin er hefur göngu sína á næsta ári mun heita Meistaradeild kvenna. Lesa meira
 
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands

Hægt að sækja um í Ferðasjóð íþróttafélaga til 12. janúar - 10.12.2008

Nú er rúmur mánuður þar til umsóknarfrestur í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út og rétt að minna íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ á að sækja um styrk til sjóðsins.  Umsóknarfrestur rennur út 12. janúar 2008. Lesa meira
 
KR stelpur voru á flugi á Pæjumóti TM á Siglufirði

Opin mót 2009 - 10.12.2008

Félögum sem halda opin mót 2009 er boðið að senda upplýsingar um viðkomandi mót til KSÍ líkt og áður.  Upplýsingarnar verður að finna í lista undir Opin mót í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Fyrsta eintakið af Íslenskri knattspyrnu 2008 afhent - 9.12.2008

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, veitti fyrsta eintakinu af Íslenskri knattspyrnu viðtöku í útgáfuhófi er haldið var í gær.  Af því tilefni fengu Katrín Jónsdóttir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Tryggvi Guðmundsson og Guðmundur Benediktsson sérstakar viðurkenningar. Lesa meira
 
Leikmannaval KSÍ

Eiður Smári og Margrét Lára knattspyrnufólk ársins 2008 - 9.12.2008

Leikmannaval KSÍ hefur valið Eið Smára Guðjohnsen og Margréti Láru Viðarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2008.  Þetta er í fimmta skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson fær afhentan heiðurskross KSÍ frá formanni KSÍ, Geir Þorsteinssyni.  Ellen Geirsdóttir er þeim til halds og trausts

Halldór B. Jónsson sæmdur heiðurskrossi KSÍ - 8.12.2008

Halldór B. Jónsson, fyrrverandi varaformaður KSÍ, var á laugardaginn sæmdur heiðurskrossi KSÍ en það er æðsta heiðursmerki KSÍ.  Halldór var sæmdur heiðurskrossinum á 60 ára afmæli sínu. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Fjármagn frá UEFA til íslenskra félagsliða 2008 - 5.12.2008

Líkt og áður rann hluti af þeim tekjum sem UEFA hefur af Meistaradeildinni til félaga í aðildarlöndum sambandsins.  Heildarframlag UEFA og KSÍ til aðildarfélaga á árinu 2008 er um 166 milljónir króna en árið 2007 var þessi upphæð um 70 milljónir króna. Lesa meira
 
Íslensk knattspyrna 2008

Íslensk knattspyrna 2008 komin út - 3.12.2008

Út er komin Íslensk knattspyrna 2008 eftir Víði Sigurðsson.  Bókin er sú 28. í röðinni í þessum einstaka bókaflokki sem nýtur gríðarlegra vinsælda.  Bókin er stærri nú en nokkru sinni fyrr, 240 blaðsíður og um 350 myndir prýða hana. Lesa meira
 
Ingi Jónsson

Ingi dómaraeftirlitsmaður UEFA í Moskvu - 2.12.2008

Ingi Jónson verður dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Spartak Moskvu og Nec Nijmegen frá Hollandi í UEFA bikarnum.  Liðin leika í D riðli í og fer leikurinn fram á morgun, miðvikudaginn 3. desember og verður leikinn á Luzhnki Stadium í Moskvu.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan