The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160102024936/http://www.ksi.is/mot/2007/03

Mótamál

Lukkudýr úrslitakeppni EM 2008 í Sviss og Austurríki

Fyrstu atrennu miðasölu á úrslitakeppni EM að ljúka - 27.3.2007

Frá 1. mars hefur verið hægt að sækja um miða á úrslitakeppni EM 2008 sem fram fer í  Sviss og Austurríki.  Fresturinn rennur út núna á laugardaginn, 31. mars.  Dregið er úr umsóknum og umsækjendum tilkynnt um niðurstöður í lok apríl. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Knattspyrnusamband Íslands 60 ára - 26.3.2007

Í dag, mánudaginn 26. mars 2007, er Knattspyrnusamband Íslands 60 ára.  Fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu KSÍ fyrir réttum sextíu árum.  Stofnfundurinn var haldinn að Vonarstræti 4 og Agnar Klemens Jónsson var kjörinn fyrsti formaður KSÍ.  Alls hafa átta aðilar gegn formennsku á þessum sextíu árum.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Forskráning leikskýrslna í Faxaflóamóti - 24.3.2007

Boðið verður upp á þann valkost í Faxaflóamóti að forskrá nöfn leikmanna á leikskýrslu í gegnum aðgangsorð félaga á www.ksi.is.  Er þetta til reynslu og vonandi að þetta nýtist vel. Lesa meira
 
Landsbankadeildin

Félögunum 10 í Landsbankadeild veitt þátttökuleyfi - 23.3.2007

Leyfisráð samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 23. mars, þátttökuleyfi í Landsbankadeild karla 2007 til handa öllum umsækjendum.  Félögin 10 uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ.

Lesa meira
 
Magnús Þórisson

Magnús og Oddbergur dæma í Þýskalandi - 22.3.2007

Magnús Þórisson er um þessar mundir staddur í Þýskalandi þar sem hann dæmir í milliriðli hjá U17 karla fyrir EM 2007.  Honum til aðstoðar er Oddbergur Eiríksson en þetta eru fyrstu verkefni þeirra sem FIFA-dómarar. Lesa meira
 
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir leik Póllands og Azerbaijan - 21.3.2007

Kristinn Jakobsson mun dæma leik Póllands og Azerbaijan sem leikinn er í Varsjá, laugardaginn 24. mars.  Aðstoðardómarar verða Gunnar Gylfason og Sigurður Óli Þorleifsson og fjórði dómari Jóhannes Valgeirsson. Lesa meira
 
ÍR

Aldarafmæli ÍR haldið hátíðlegt - 14.3.2007

Sunnudaginn 11. mars síðastliðinn voru liðin 100 ár frá stofnun Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR.  Mikið var um hátíðarhöld alla helgina hjá ÍR-ingum og greinilegt að félagið hefur sjaldan verið öflugra en á þessu 101. aldursári Lesa meira
 
FH

Leik FH og HB í NATA Cup frestað - 14.3.2007

Leik Íslandsmeistara FH og Færeyjameistara HB í NATA Cup (áður Atlantic Cup) sem fram átti að fara laugardaginn 17. mars n.k. hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á fyrirkomulagi keppninnar.

Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Tvær nýjar nefndir skipaðar af stjórn KSÍ - 13.3.2007

Á síðasta fundi stjórnar KSÍ er haldinn var 8. mars síðastliðinn var skipað í tvær nýjar nefndir.  Er hér um að ræða heilbrigðisnefnd og þjálfaranefnd.  Ennfremur voru skipaðir nýir aðilar í landsliðsnefnd karla og kvenna.

Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Knattspyrnumót sumarið 2007 - 12.3.2007

Knattspyrnumót sumarsins 2007 hafa verið birt hér á vefnum.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi fimmtudaginn 22. mars.

Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikarinn á fullri ferð - 12.3.2007

Lengjubikarinn er kominn á gott skrið og voru leiknir fjölmargir leikir um helgina.  Keppni er hafin í A og B deildum í karlaflokki en það er C deildin sem hefur leik hjá kvenfólkinu næstkomandi föstudag. Lesa meira
 
KSÍ 60 ára

Skrifstofa KSÍ lokar á hádegi í dag - 9.3.2007

Í dag, föstudaginn 9. mars, mun skrifstofa KSÍ loka kl. 12:00 á hádegi.  Ástæðan fyrir þessum óvenjulega lokunartíma er að þá verður hafist handa við langþráða flutninga. Lesa meira
 
Halldór B. Jónsson og Vignir Már Þormóðsson frá KSÍ afhentu Marinó Þorsteinssyni formanni Reynis afmælisgjöf

Umf. Reynir Árskógsströnd 100 ára - 5.3.2007

Umf. Reynir á Árskógsströnd var stofnað 3. mars 1907 og varð því 100 ára síðastliðinn laugardag. Félagsmönnum og gestum var boðið til veglegs samsætis í Árskógi af því tilefni á afmælisdeginum. Lesa meira
 
Uppeldi ungra leikmanna þarf að vera tryggt

Sumarfrí í yngri flokkum 2007 - 2.3.2007

Mótanefnd KSÍ tekið þá ákvörðun varðandi niðurröðun leikja sumarið 2007 að engir leikir verði á tímabilinu 23. júlí - 8. ágúst í 4. flokki og yngri aldursflokkum.  Hér er eingöngu átt við leiki á vegum KSÍ en ekki opin mót aðildarfélaga. 

Lesa meira
 
Íslandskort

Niðurröðun í Faxaflóamóti 2007 staðfest - 2.3.2007

Leikjaniðurröðun í Faxaflóamóti yngri flokka 2007 hefur verið staðfest og má skoða hér á vefnum.  Athugið að hægt er að afmarka leit að leikjum og mótum með ýmsum hætti, t.d. með því að velja Leikir félaga í valmyndinni hérna vinstra megin á síðunni. Lesa meira
 
Lengjubikarinn

Lengjubikar kvenna hefst í kvöld - 2.3.2007

Lengjubikar kvenna hefur göngu sína í kvöld þegar að þrír leikir fara fram í A-deild.  Leikið er í þremur deildum í kvennaflokki en B og C deildirnar hefja leik um miðjan mánuðinn. Lesa meira
 
Fylkir

Fylkismenn Reykjavíkurmeistarar karla - 2.3.2007

Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöldi Reykjavíkurmeistaratitilinn með sigri á Víkingum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla.  Lauk leiknum með sigri Fylkis, 3-1.  Þetta er í fjórða skiptið sem Fylkismenn hampa þessum titli. Lesa meira
 
Þórir Hákonarson framkvæmdarstjóri KSÍ

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa - 1.3.2007

Í dag hóf nýr framkvæmdastjóri, Þórir Hákonarson, störf á skrifstofu KSÍ.  Þórir tekur við af Geir Þorsteinssyni sem gegnt hafði störfum framkvæmdastjóra KSÍ síðan 1997 en var kjörinn formaður KSÍ á síðasta ársþingi. Lesa meira
 
Knattspyrnuráð Reykjavíkur

Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts karla í kvöld - 1.3.2007

Fimmtudaginn 1. mars næstkomandi mætast Víkingur og Fylkir í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Egilshöll.  Aðgangur á þennan úrslitaleik er ókeypis. Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan