The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160509164525/http://www.ksi.is/mot/nr/6930
Mótamál
Merki FIFA

FIFA staðfestir dómaralista

Bryndís Sigurðardóttir fyrsta íslenska konan til að skipa þennan lista

19.12.2008

FIFA hefur staðfest dómaralista dómaranefndar KSÍ.  Á listanum eru tveir nýir aðstoðardómarar, þau Frosti Viðar Gunnarsson og Bryndís Sigurðardóttir en Bryndís er fyrsta íslenska konan til að komast á FIFA dómaralistann.

Tveir aðstoðardómarar fara af listanum, þeir Einar Sigurðsson og Gunnar Gylfason.  Einar fer af listanum sökum aldurs en Gunnar hefur lagt flaggið á hilluna.

FIFA listann skipa eftirfarandi:

Dómarar:

  • Garðar Örn Hinriksson
  • Jóhannes Valgeirsson
  • Kristinn Jakobsson
  • Magnús Þórisson 

Aðstoðardómarar:

  • Áskell Þór Gíslason
  • Bryndís Sigurðardóttir
  • Frosti Viðar Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Guðmundsson
  • Oddbergur Eiríksson
  • Ólafur Ingvar Guðfinnsson
  • Sigurður Óli Þorleifsson



Mótamál




Aðildarfélög




Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan