FIFA staðfestir dómaralista
Bryndís Sigurðardóttir fyrsta íslenska konan til að skipa þennan lista
FIFA hefur staðfest dómaralista dómaranefndar KSÍ. Á listanum eru tveir nýir aðstoðardómarar, þau Frosti Viðar Gunnarsson og Bryndís Sigurðardóttir en Bryndís er fyrsta íslenska konan til að komast á FIFA dómaralistann.
Tveir aðstoðardómarar fara af listanum, þeir Einar Sigurðsson og Gunnar Gylfason. Einar fer af listanum sökum aldurs en Gunnar hefur lagt flaggið á hilluna.
FIFA listann skipa eftirfarandi:
Dómarar:
- Garðar Örn Hinriksson
- Jóhannes Valgeirsson
- Kristinn Jakobsson
- Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar:
- Áskell Þór Gíslason
- Bryndís Sigurðardóttir
- Frosti Viðar Gunnarsson
- Jóhann Gunnar Guðmundsson
- Oddbergur Eiríksson
- Ólafur Ingvar Guðfinnsson
- Sigurður Óli Þorleifsson