The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20160317111514/http://www.ksi.is/mot/2010/11

Mótamál

Úr leik HK og FH í Landsbankadeild karla 2008

Uppfærða afreksstuðla leikmanna má finna hér á síðunni - 30.11.2010

Samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga hefur skrifstofa KSÍ gefið út afreksstuðla leikmanna og hafa þeir verið uppfærðir á vef KSÍ.  Hægt er að áfrýja flokkun leikmanns til samninga- og félagaskiptanefndar. Lesa meira
 
Meistaradeild UEFA

Þórir eftirlitsmaður UEFA á White Hart Lane - 24.11.2010

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, verður eftirlitsmaður UEFA á leik Tottenham og Werder Bremen í kvöld.  Leikurinn fer fram á heimavelli Tottenham, White Hart Lane, og er í A riðli Meistaradeildar UEFA.

Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

Hundraðasta Íslandsmótið framundan - 22.11.2010

Um helgina var haldinn fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ og fór fundurinn fram í höfuðstöðvum KSÍ.  Fundinum lauk svo á því að dregið var í töfluröð í landsdeildum karla og kvenna.  Framundan er hundraðasta Íslandsmótið í knattspyrnu og er áætlað að það hefjist 1. maí 2011.  Lesa meira
 
Frá fundi formanna- og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ

1. og 2. deild karla - Leikjaniðurröðunin tilbúin - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í 1. og 2. deild karla og er því ljóst hverjir mætast í hverri umferð.  Dregið var í töfluröð í höfuðstöðvum KSÍ í dag en þar fór fram fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ.

Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi-deild kvenna - Grindavík heimsækir Íslandsmeistarana í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Í Pepsi-deild kvenna taka Íslandsmeistarar Vals á móti Grindavík.  Nýliðarnir í deildinni, ÍBV og Þróttur, hefja bæði leik á útivelli. Lesa meira
 
Pepsi-deildin

Pepsi deild karla - Íslandsmeistararnir taka á móti KR í 1. umferð - 20.11.2010

Í dag var dregið í töfluröð í landsdeildum, þ.e. Pepsi-deild karla og kvenna og 1. og 2. deild karla.  Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í lok formanna- og framkvæmdastjórafundar.  Það er ljóst að í 1. umferðinni taka Íslandsmeistarar Breiðabliks á móti KR og nýliðarnir í deildinni, Víkingur og Þór etja kappi.

Lesa meira
 
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Þátttökutilkynning fyrir Deildarbikarinn 2011 - 16.11.2010

Aðildarfélög KSÍ hafa fengið senda þátttökutilkynningu fyrir Deildarbikar KSÍ fyrir árið 2011  Þátttökufrestur er til 23. nóvember næstkomandi. Öll félög sem sendu meistaraflokk til keppni á Íslandsmótinu 2010 og hyggja á keppni á Íslandsmótinu 2011 hafa heimild til að senda lið til keppni. 

Lesa meira
 
Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu árið 2010 í karlaflokki, Keflavík

Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu hefst um helgina - 5.11.2010

Um helgina hefst Íslandsmótið í innanhússknattspyrnu en það er meistaraflokkur karla sem ríður á vaðið.  Nokkur fjölgun er í þátttöku að þessu sinni og er leikið í fjórum riðlum á suðvesturhorninu og einum á Norðurlandi.  Úrslitakeppnin fer svo fram 17. - 19. desember og er það fyrr en áður sem er vegna þátttöku Íslands í Evrópukeppni landsliða í Futsal í janúar.

Lesa meira
 



Mótamál








Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan


Mottumars