
Ingi dómaraeftirlitsmaður UEFA í Moskvu
Verður við störf á leik Spartak Moskvu og NEC Nijmegen
Ingi Jónson verður dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Spartak Moskvu og Nec Nijmegen frá Hollandi í UEFA bikarnum. Liðin leika í D riðli í og fer leikurinn fram á morgun, miðvikudaginn 3. desember og verður leikinn á Luzhnki Stadium í Moskvu.
Ingi er einn þriggja Íslendinga sem gegnir dómaraeftirlitsstörfum fyrir UEFA en hinir eru Sigurður Hannesson og Egill Már Markússon en hann er nýr á þeim vettvangi.