Laugardalsvöllur skartar sínu fegursta
Í toppstandi fyrir úrslitaleik Valitor-bikarsins
Það má með sanni segja að Laugardalsvöllurinn skarti sínu fegursta þessa dagana og verður í algjöru toppstandi fyrir úrslitaleik Valitor-bikars-karla, sem fram fer á laugardag kl. 16:00.
Grasið sleikir sólina á milli þess sem það svalar þorsta sínum með vatni úr vökvunarvélinni. Starfsmenn Laugardalsvallar nostra við teppið og allt kapp er lagt á að völlurinn "toppi" á laugardag.