
Úthlutað úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011
Rúmlega 30 milljónum úthlutað
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 19. maí síðastliðinn að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ og er þetta í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Alls var úthlutað til 9 verkefna en umsóknir voru 11 talsins.
Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu.
Úthlutanir úr Mannvirkjasjóði KSÍ 2011:
Umsókn | Verkefni | Styrkveiting | |
1 | Magni | Knattspyrnuvöllur á Grenivík | 1.000.000 kr. |
2 | Samherjar | Sparkvöllur við Hrafnagilsskóla | 1.000.000 kr. |
3 | Bolungarvík | Búningsaðstaða, salernisaðstaða og veitingasala | 2.000.000 kr. |
4 | BÍ/Bol.vík | Áhorfendastúka við Torfnesvöll á Ísafirði | 10.000.000 kr. |
5 | Víkingur R | Bætt aðstaða fyrir sjónvarpsútsendingar | 300.000 kr. |
6 | KA | Stúka við Akureyrarvöll - endurbætur | 5.000.000 kr. |
7 | Leiknir R | Lóðarframkvæmdir, aðgengi og æfingavöllur fyrir börn | 2.000.000 kr. |
8 | Víkingur Ó | Stúkubygging við Ólafsvíkurvöll | 7.000.000 kr. |
9 | ÍA | Endurbygging æfingavalla á Jaðarsbökkum - áfangi 1 | 2.000.000 kr. |
Samtals | 30.300.000 kr. |